Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 52

Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 52
AFMÆLI „ÞAÐ VANTAÐIVETTVANG FYRIR UMR/EÐU UM VERSLUN OG VIÐSKIPTI" — SEGIR JÓHANN BRIEM ÚTGEFANDI FRJÁLSRAR VERSLUNAR1967-1982 Jóhann Briem. Fimmtíu ára afmælis Frjálsr- ar verslunar verður ekki minnst án þess að ræða við Jóhann Briem fyrrum útgefanda blaðs- ins og ritstjóra um skeið. Hann tók að sér blaðið árið 1967 og á næstu árum umbreyttist stopul útgáfa í öflugt tímarit um við- skiptamál. Stofnaði hann Frjálst framtak hf. í því skyni og á fáum árum óx fyrirtækið úr því að gefa út eitt tímarit í eitt öflug- asta útgáfufyrirtæki landsins. En upphafið var Frjáls verslun og við spurðum hann um tildrög þess að hann hóf afskipti af rit- inu: „Tildrögin voru þau að ég ræddi um nauðsyn á útgáfu tímarits um verslunar- og viðskiptamál við Jón Jú- líusson, sem þá var framkvæmda- stjóri Verslunarráðs íslands og fleiri heiðursmenn, sem stóðu að útgáfu Frjálsrar verslunar, menn eins og Birgi Kjaran og Gunnar Magnússon. Frjáls verslun hafði verið gefin út um árabil af samnefndu útgáfufyrirtæki, en að baki því stóðu nefndir menn og margir fleiri sem af áhuga héldu út þessu tímariti, enda þótt allir væru störfum hlaðnir á öðrum vettvangi. Frjáls verslun hafði komið út óreglulega síðustu árin og leiddu við- ræður mínar við þessa menn til þess að ég tók að mér útgáfuna, bar ábyrgð á henni að öllu leyti og jafnframt þessu var útgáfufyrirtækið Frjáls verslun lagt niður.“ „Það var tilviljun og áhugi sem réði mestu um að ég haslaði mér völl á þessu sviði og hvatning frá þeim mönnum sem gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að út kæmi tímarit um verslun og viðskipti. Og ég þarf varla að taka það fram að ég naut vitaskuld bæði stuðnings og hvatningar frá mörgum forystumönnum í verslun í þessu starfi mínu. í því sambandi gæti ég nefnt fjölmarga einstaklinga, en auk þeirra sem þegar eru nefndir koma mér í hug menn eins og Kristján G. Gíslason formaður Verslunarráðs- ins, Guðmundur H. Garðarsson for- maður VR, Höskuldur Ólafsson og Kristján Oddsson bankastjórar Versl- unarbankans, Kristján Guðlaugsson fyrrum stjórnarformaður Loftleiða og Sveinn Sæmundsson hjá Flugfélagi íslands." Nú vex blaðið mjög undir þinni stjórn. Hver er skýringin á því að þínu mati? „Það vantaði vettvang fyrir um- ræður um verslun og viðskipti. Eftir byltinguna, sem viðreisnarstjómin með Gylfa Þ. Gíslason þáverandi við- skiptaráðherra í broddi fylkingar hafði beitt sért fyrir nokkrum árum áður á 52

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.