Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 57

Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 57
„LÖGÐUM ÁHERSLU Á LANDSBYGGÐINA“ - SEGIR MARKÚS ÖRN ANTONSSON RITSTJÓRI FRJALSRAR VERSLUNAR1972-1980 OG1981-1982 Markús Örn Antonsson. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri og fyrrum forseti borgarstjórnar Reykjavíkur var ritstjóri Frjálsrar verslunar lengur en nokkur annar eða frá ársbyrjun 1972 í rúman áratug. Þau ár voru prófsteinn á það hvort tækist að halda lífi í þessu roskna tímariti og er ekki að efa að hlutur Markúsar Arnar í þeim árangri sem náðist skipti sköp- um. Það er óþarfi að kynna Markús Örn, einn brautryðj- enda á fréttastofu Sjónvarpsins, síðar borgarráðsmann, forseta borgarstjórnar og loks útvarps- stjóra. En okkur fýsti að vita um ástæðu þess að hann hvarf frá fyrri störfum til að taka að sér ritstjórn Frjálsrar verslunar: „Það mun í upphafi hafa byggst á vinskap okkar Jóhanns Briem, sem árið 1967 hóf útgáfu blaðsins af mynd- arskap. Strax þá fór ég og ýmsir vinir hans að hafa afskipti af útgáfunni því við hittumst reglulega uppi á Týs- götu, þar sem blaðið var þá til húsa og ræddum málin, gáfum Jóhanni góð ráð og skrifuðum grein og grein. Smám saman þróaðist þetta upp í það að ég tók við ritstjóm og gekk ágæt- lega að samræma það aukinni vinnu við borgarmálin, sem þá höfðu tekið talsvert af mínum tíma. Fyrst í stað unnum við Jóhann einir að útgáfunni auk starfsmanna sem seldu auglýsingar, sáu um innheimtu og þess háttar. Smám saman óx út- gáfunni fiskur um hrygg, við fluttum í betra húsnæði að Laugavegi 178 þar sem Vísir hafði verið áður og fleiri blöð bættust í safnið. Sjávarfréttir komust á flot, íslensk fyrirtæki, íþróttablaðið, Líf, Við sem fljúgum og fleiri blöð. Mitt starf var að skrifa meginhluta efnisins, fá menn til að rita pistla, teikna blaðið og fylgja eftir í prent- smiðju. Þá var Frjáls verslun unnin í Félagsprentsmiðjunni, en Jóhann náði þar ágætum samningum um prentun allt til þess að umbreytingin yfir í offset varð árið 1978.“ Hverjar voru helstu breytingarnar sem þú gerðir á blaðinu? 25050 ssnDiBiLBSTöÐin h/. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.