Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 59

Frjáls verslun - 01.01.1989, Side 59
SAGA REYKVISK FYRIRTÆKI FYRIR FIMMTÍU ÁRUM — EFTIR GUÐJÓN FRIÐRIKSSON SAGNFRÆÐING Nú skósending hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni. Ljósm.: Pétur Leifsson. Ljósmyndasafnið, VI ^ffl ■ ffl i ifi&Sg í K;‘ W \ Sp *^^ffl ffl " nffl /*,?. Jájr-S r IPII Hr 1 ffl^Jr^ b ‘mm i. -’JSLi jtl p i, 1 '»ÆíI fflíf Sumarið 1939 var heitt og mollulegt á Islandi svo að elstu menn mundu ekki annað eins. Það var eins og einhver vá lægi í loftinu og menn renndi svo sem grun í hver hún var. Heimsstríð vofði yfir. A Islandi hafði krepp- an læst klóm sínum í allt þjóðlíf- ið með stöðugu atvinnuleysi, innflutningshöftum og lélegri afkomu sjávarútvegs. Þeir sem höfðu á annað borð vinnu kom- ust þó flestir sæmilega af og fjöldi rótgróinna og stöndugra fyrirtækja var starfandi í land- inu. Iðnaður var á uppleið þó að undirstaða sumra greina hans væri völt vegna lítillar eða engr- ar samkeppni frá útlöndum. Inn- flutningshöftin sáu fyrir því. Landsmenn voru aðeins 120 þúsund í árslok 1939. Reykvíkingar voru 38 þúsund talsins en næststærsti kaupstaðurinn, Ak- ureyri, taldi 5 þúsund manns. Hafnfirðing- ar voru 3600 og Vestmannaeyingar 3400. Á þessu herrans ári 1939 bar það til tíðinda að þjóðstjóm var mynduð 4. apríl og var helsta takmark hennar að fella gengið en því hafði verið haldið föstu öll kreppuárin. Jafnframt var því heitið að innflutnings- höftum skyldi aflétt jafnskjótt og gjaldeyr- 59

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.