Frjáls verslun - 01.01.1989, Síða 60
SAGA
Skjaldborg, fyrirtæki Garðars Gíslasonar á Skúlagötu inn við Vitastíg. Þar
fór fram slátrun, kjötvinnsla og garnahreinsun. Ljósm.: Magnús Ólafsson.
Ljósmyndasafnið.
isaðstæður leyfðu. Gengið var fellt um
18% en það var umdeild ákvörðun. Hluti
þingmanna Sjálfstæðisflokksins studdi
ekki stjórnina enda stóð meirihluti kaup-
sýslumanna á móti gengisfellingunni. Þeir
höfðu neyðst til að safna miklum verslun-
arskuldum erlendis vegna kreppunnar og
aðgerða stjómvalda og hækkuðu þessi lán
nú mjög - að minnsta kosti í krónum talið.
Frjáls verslun kallaði gengisfellinguna
„milljónaskatt" á innflytjendur. Við skul-
um svipast um í höfuðstaðnum og skoða
helstu fyrirtækin í verslun, iðnaði og út-
gerð árið sem Fijáls verslun hóf göngu
sína. Mörg þeirra voru orðin gamalgróin
þá og sum starfa enn þann dag í dag. Hin
eru þó mun fleiri sem hafa gefið upp önd-
ina. Upptalningin er hvorki fullkomin né
endanleg.
HEILDVERSLUN
Upphafsár íslenskrar heildverslunar er
talið árið 1906 en með komu ritsímans það
ár og vaxandi þjóðemisvakningu í mörgum
greinum skapaðist gmndvöllur fyrir því að
flytja miðstöð stórkaupmanna frá Kaup-
mannahöfn til Reykjavíkur. Fyrsta ís-
lenska heildverslunin var 0. Johnson &
Kaaber og starfaði hún með miklum blóma
árið 1939 og starfar enn. Sama má segja
um þær næstelstu: Heildverslun Garðars
Gíslasonar og H. Benediktsson & Co.
Nær allar heildverslanir í Reykjavík árið
1939, en þær munu hafa nálgast eitt
hundrað talsins, höfðu aðsetur í Kvosinni
og flestar í nágrenni við höfnina eins og
eðlilegt má telja. Auk þeirrar fyrstnefndu
vomþessart.d. íHafnarstræti: A.J.Bert-
elsen & Co., Eggert Kristjánsson & Co.,
Egill Guttormsson, G. Helgason & Mel-
sted hf., Guðmundur Jónsson, H. Ólafs-
son & Bemhöft, Halldór Eiríksson, Hall-
grímur Ó. Jónasson, HeildverslunÁsgeirs
Sigurðssonar, Heildverslunin Hekla,
Hjalti Bjömsson & Co, I. Brynjólfsson &
Kvaran, Magnús Kjaran, Ólafur R.
Björnsson & Co., Ólafur Gíslason & Co.,
Sturlaugur Jónsson & Co., Þórður
Sveinsson & Co og Þóroddur E. Jónsson.
Meðal annarra heildverslana í Reykja-
vík árið 1939 má nefna Lúðvíg Andersen,
Bernharð Petersen, Carl Sæmundsen &
Co., Daníel Ólafsson, Eddu hf., Efnagerð
Reykjavíkur, Friðrik Bertelsen & Co.,
Friðrik K. Magnússon & Co.,
G.M.Bjömsson, H.Ólafsson & Co., Jón
Heiðberg, Heildsöluna hf. (Hans Þórðar-
son), ísleif Jónsson, Jóh. Ólafsson & Co.,
Gísla J. Johnsen, Jón Loftsson, Kristján
Ó. Skagfjörð, Landstjömuna (Pétur
Þ.J.Gunnarsson), Láms Óskarsson &
Co., Magnús Th.S.Blöndahl hf., Nathan
& Olsen, Ólaf Proppé hf., SÍS, Sigurgeir
Einarsson, Skúla Jóhannsson & Co. og
Valdemar F. Norðíjörð. Ýmsar stórar
smásöluverslanir og útgerðarfyrirtæki
fluttu sjálf inn vörur og máttu því kallast
heildsölufyrirtæki að sumu leyti og verða
talin upp hér síðar.
NÝLENDUVÖRUR
Það sem einkenndi mat- og nýlendu-
vömverslunina vora ótal smáverslanir
sem dreifðar vom um allan bæ. Þetta var
blómatími kaupmannsins á hominu.
Hvorki stórmarkaðir né kjörbúðir tíðkuð-
ust í þann tíð. Helst var það að einstakir
kaupmenn færðu út kvíamar og hefðu
margar smábúðir á sínum snæmm. Þann-
ig vom Silli og Valdi komnir með íjórar
verslanir árið 1939 (Aðalstræti 10, Lauga-
vegi 43 og 82 og Vesturgötu 29.) Kristján
Jónsson kaupmaður í Kiddabúð var sömu-
leiðis með fjórar verslanir (Bergstaða-
stræti 48, Garðastræti 17, Þórsgötu 14 og
Njálsgötu 64). Sigurður Gíslason í Ávaxta-
búðinni á Týsgötu 8 rak einnig Víði á Þórs-
götu 29 og útibú á Grettisgötu 26. Liver-
pool, sem Mjólkurfélag Reykjavíkur hafði
þá eignast, rak þrjár búðir (Hafnarstræti
5, Laugavegi 76 og Sólvallagötu 9). Rík-
harður Kristmundsson var með verslun-
ina Brekku á Bergstaðastræti 33, Ásvalla-
götu 1 og Njálsgötu 40. Verslun Halla Þór-
arins var á Vesturgötu 17 og Hverfisgötu
39 og 98 og Jón Guðmundsson rak versl-
unina Fell á Grettisgötu 57 og Njálsgötu 14
og 106. Þá rak Dagbjartur Sigurðsson
verslanir á Vesturgötu 42, Framnesvegi
15 og Ránargötu 15. Meðal þekktra mat-
vöruverslana á þessum tíma má ennfrem-
ur nefna verslanir Andrésar Pálssonar á
Framnesvegi 2, Guðjóns Guðmundssonar
á Kárastíg 1, Guðmundar Guðjónssonar á
Skólavörðustíg 21, Guðjóns Jónssonar á
Hverfisgötu 50, Hjartar Hjartarsonar á
Bræðraborgarstíg 1, Jóhannesar Jóhanns-
sonar á Gmndarstíg 2, KRON á Skóla-
vörðustíg 12, Sigurðar Þ.Skjaldbergs á
Laugavegi 49 og Geirs Zoéga á Vestur-
götu 6. Ennfremur Ölduna Góhannes
Sveinsson) á Öldugötu 41, Baldur (Júlíus
Guðmundsson) á Framnesvegi 23, Port-
land (Óskar J. Magnússon) á Njálsgötu 26,
Rangá á Hverfisgötu 71, Varmá (Halldór
Jónsson) á Hverfisgötu 84, Vaðnes (Þor-
steinn og Björgvin Jónssynir) á Klappar-
stíg 30 og Vísi (Sigurbjöm Þorkelsson) á
Laugavegi 1 svo að nokkrar séu nefndar.
KJÖT, FISKUR, MJÓLKOG BRAUÐ
Meðal helstu kjötverslana í Reykjavík
vom verslanir Sláturfélags Suðurlands en
þær vom orðnar fimm (Hafnarstræti 5,
Laugavegi 42 og 82, Týsgötu 1 og Sól-
vallagötu 9). Aðrar þekktar kjötverslanir
vom Kjötverslun Hjalta Lýðssonar á
Grettisgötu 64 með útibúum á Hofsvalla-
götu 16 og Fálkagötu 2. Hjalti rak bæði
kjöt- ogfiskmetisgerð og reykhús. Tómas
Jónsson var með aðalbúð sína á Laugavegi
2 en útibú á Laugavegi 32 og Bræðraborg-
arstíg 16. Þá má nefna J.C. Klein á Bald-
ursgötu 14 með útbúi á Laugamesvegi 51.
Aðrar þekktar kjötbúðir vom t.d. Von á
60