Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 10

Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 10
EF ÞU ERT í TÍMAPRESSU, ÞÁ PRESSUM VIÐ FYRIR ÞIG Fyrir fólk á ferðalagi getur venju- legt smámál eins og krumpuð skyrta, orðið stórmál. Þess vegna gerum við nær hvað sem er til að gestum okkar líði sem best og leggjum áherslu á góða þjónustu við ferðamenn - alltaf, allan sólarhringinn. Flughótelið í Keflavík er fyrsta flokks hótel, í næsta nágrenni við flugvöllinn. w HÓTELIÐ VIÐ FLUGVÖLLINN HAFNARGATA 57 230 KEFLAVÍK SÍMI: 92-1 52 22 FAX: 92-1 52 23 ÓKEYPIS BÍLAGEYMSLA FRETTIR JOHN FENGER ER HÆTTUR HJÁ ELKEM John Fenger hefur látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Elkem í Bandaríkjun- um og stofnað sitt eigið fyrir- tæki í markaðsmálum vest- anhafs. John Fenger hefur lát- íð af störfum sem fram- kvæmdastjóri málm- steypudeildar Elkem í Bandaríkjunum. John hóf störf hjá íslenska járn- blendifélaginu fyrir um sautján árum en réðst þaðan til Elkem í Noregi árið 1981. John hefur tekið ákvörðun um að stofna eigið fyrirtæki á sviði markaðsmála í Banda- ríkjunum og er það um þessar mundir að taka til starfa. Elkem fyrirtækið hefur gengið í gegnum mikið erfiðleikatímabil á und- anförnum árum og dregið saman í rekstri. I endur- skipulagningu á fyrirtæk- inu var ákveðið að þeir, sem hafa verið í forsvari fyrir aðaldeildirnar, og verið staðsettir bæði í Bandaríkjunum og Nor- egi verði framvegis ein- ungis í Noregi. John, sem búið hefur í Bandaríkjunum síðast- liðin þrjú ár, vildi hins vegar setjast þar að og ákvað því að nota tæki- færið við endurskipu- lagninguna hjá Elkem og stofna sitt eigið fyrir- tæki. SÍMON HÆTTUR HJÁ T0Y0TA Símon Á. Gunnarsson, einn kunnasti löggilti endurskoðandi landsins, hefur látið af starfi sem fjármálastjóri P. Sam- úelssonar hf., Toyota- umboðsins. Símon réðst til Toyota fyrir rúmu ári í það tímabundna verkefni að móta stefnu fyrirtæk- isins til framtíðar í fjár- málum. Jafnframt var verkefni hans að aðlaga fjármálastefnuna að nýju tölvukerfi sem tekið var í gagnið á síðasta ári ásamt nýju innra eftirliti í fjármálum fyrirtækis- ins. Þessu verkefni er nú lokið. Símon Gunnarsson er hættur hjá Toyota en verkefni hans þar var að móta stefnu fyrir- tækisins til framtíðar í fjár- málum. Þessu verkefni er nú lokið. 10

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.