Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Qupperneq 33

Frjáls verslun - 01.04.1993, Qupperneq 33
L Vaxtamunur íslenskra banka og sparisjóða hefur verið mun meiri á undanförnum árum en verið hefur hjá inn- lánsstofnunum innan OECD að jafnaði. Þá hefur rekstrarkostnaður íslenskra banka og sparisjóða einnig verið meiri. landi miðað við það sem gerist erlend- is. Bankamenn hafa oft gert athuga- semdir við samanburð á vaxtamun og rekstrarkostnaði íslenska bankakerf- isins miðað við það sem gerist erlend- is. Þeir hafa sagt að mjög erfitt sé að bera hlutfallstölur á milli landanna saman. ÍSLENSKIR BANKAR ERU BANKAR í SMASÖLU Heistu rök þeirra hafa verið þau að íslenskir bankar séu allir svonefndir smásölubankar en erlendir bankar séu meira heildsölubankar. Þarna er átt við að ýmis fjárfestingarlán er- lendis séu á höndum bankanna en hér á landi séu þau að stórum hluta hjá sérstökum fjárfestingarsjóðum. Færslur og kostnaður í smásölubanka séu miklu fleiri og kostnaðarmeiri en hjá heildsölubanka. Þá hafa þeir sagt að erlendir bankar taki hærri gjöld fyrir ýmiss konar sér- þjónustu. Því hærri sem gjöldin af sérþjónustunni séu því minni vaxta- mun þurfi erlendu bankarnir til að standa straum af þessari þjónustu. Líklegt er að þessi sérþjónusta muni hækka hjá íslenskum bönkum á næstu árum. ERLENDIR BANKAR LIGGJA TÍMABUNDIÐ MEÐ FÉ VAXTALAUST Ennfremur hefur verið bent á að íslenskir bankar séu með hraðvirkari greiðslumiðlun en erlendir bankar. Hérlendis séu innlegg eins greiðanda inn á reikning viðtakanda greiðslunn- ar gerð upp samdægurs en algengt sé erlendis að féð liggi inni hjá bönkunum vaxtalaust fyrir eigendur þess í nokkra daga, jafnvel tvær vikur, áður en það fari inn á viðkomandi reikning. Þetta gefi erlendu bönkunum tekjur. Samt sem áður er ekki nokkur vafi á að hægt er að hagræða mikið í ís- lensku bankakerfi. Bankar og spari- sjóðir reka mjög dýrt útibúanet. Úti- bú eru hér mun fleiri á hvern íbúa en þekkist erlendis. Áberandi er að bankar og sparisjóðir hafa ekki aðeins keppt um innlánsvinina með vöxtum og þjónustu heldur einnig með fjölgun útibúa. DÝRT ÚTIBÚANET HÉRLENDIS Fyrir rúmu ári voru bankar og sparisjóðir með 178 afgreiðslur um allt landið. Það svaraði til þess að einn afgreiðslustaður var á hverja fjórtán hundruð íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu voru 67 afgreiðslustaðir. Þess skal getið að útibúum banka og sparisjóða hefur fækkað lítillega frá síðasta ári. Það er ekki aðeins að svonefndur annar rekstrarkostnaður banka og sparisjóða á Islandi sé hærri heldur en erlendis. Starfsmannakostnaður er einnig talsvert meiri. Starfsmönnum bankanna hefur fækkað jafnt og þétt á undanförnum árum. Á árinu 1991 voru þeir komnir niður í rúmlega 2.800 starfsmenn miðað við rúmlega 3.100 starfsmenn á árinu 1988 þegar fjöldi þeirra náði hámarki. Á síðasta ári hélt sú þróun áfram að starfsmönnum banka og sparisjóða fækkaði. Niðurstaðan af þessu er samt sú að hægt væri að spara verulega í rekstri bankakerfisins á íslandi ef mið er tek- ið af innlánsstofnunum erlendis. Það væri auðvitað best gert með því að erlendir bankar opnuðu hér útibú og kepptu við íslensku bankana og spari- sjóðina. 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.