Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 41

Frjáls verslun - 01.04.1993, Side 41
leiðarljós okkar. Við þurfum að vera opin fyrir gagnrýni." Við rifjuðum í því sambandi upp nokkrar sögur af austurríska hag- fræðingnum Ludwig von Mises, sem var áreiðanlega einn merkasti félags- vísindamaður aldarinnar, en sá galli var á honum, að hann var mjög óum- burðarlyndur. Mises þoldi öðrum ekki að hafa aðrar skoðanir en hann hafði sjálfur. Þegar einn fyrrverandi lærisveinn hans snerist gegn gullfæt- inum (tengingu gjaldmiðla við gull), hætti hann til dæmis að tala við þenn- an lærisvein sinn. VERÐBÓLGA, FAST OG FUÓTANDIGENGI Flestir íslendingar vita, að Fried- man hefur helst getið sér orð fyrir rannsóknir á peningamálum. Hann endurreisti og efldi að rökum hina hefðbundnu peningamagnskenningu, sem hagfræðingar átjándu og nítjándu aldar aðhylltust allir, svo sem David Hume, Adam Smith, Karl Marx og John Stuart Mill. Peningamagnskenn- ingin kveður á um það í einföldustu mynd sinni, að peningar falli í verði, ef of mikið er framleitt af þeim. Verð- bólga sé með öðrum orðum ætíð vegna of mikillar peningaprentunar. „Verðbólga er alls staðar og undan- tekningarlaust peningalegt fyrir- bæri,“ hefur Friedman sagt hvað eftir annað. „Ráðið gegn verðbólgu er alltaf hið sama, að stöðva peninga- prentunina og hina óbeinu sköpun peninga, sem orsakast af peninga- þenslu í bankakerfinu.“ Við héldum áfram að tala nokkra stund um Ludwig von Mises og gull- fótinn. „Égheld, að varla unnt að gera upp á milli hreins gullfótar annars vegar og alveg fljótandi gengis hins vegar með hreinum hagfræðilegum rökum,“ sagði Friedman við mig. „Ef stjórnvöld hafa engin afskipti af gullfætinum og peningaprentun ræðst alfarið af gullforða þess aðila, sem peningana prentar, þá get ég sætt mig við gullfót. Ef stjómvöld hafa engin afskipti af gengisskráningu og hún ræðst alfarið af frjálsum gjald- eyrisviðskiptum, þá get ég líka sætt mig við fljótandi gengi. En þegar stjórnvöld fara að hafa afskipti af pen- ingaprentuninni og sveigja og beygja Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 1976: „Að því hlaut að koma að Gary Becher fengi Nóbelsverðlaunin. Hann er tvímælalaust einn frumlegasti og snjallasti hagfræðingur okkar daga og hefur haft gífur- leg áhrif á hagfræðina.“ 41

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.