Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Page 48

Frjáls verslun - 01.04.1993, Page 48
TOLVUR TÍMAFREK PRENTUN í „POSTSCRIPT" Helstu ritvinnslu- og umbrotskerfi geta skilað gögnum sem „Post- script“-kóða (PS), þ.e. á ákveðnu vélarmáli sem er sérstaklega sniðið fyrir grafísk verkefni, hvort sem þau innihalda myndir eða letur eða hvort tveggja. Til þess að geta tekið við skjölum sem PS-kóða og prentað þau þarf geislaprentari að hafa PS-þýð- anda, forrit sem breytir PS-kóða í stafrænan kóða sem prentarinn skil- ur. Tilgangurinn með PS er auðvitað sá að auka grafíska möguleika með tölvu og ná meiri gæðum í frálagi, hvort sem það er á pappír, glæru, tau eða filmu. Þeir, sem nota útgáfukerfi (DTP) og fella saman texta og mynd- ir, ná bestum árangri með PS en kost- Það tekur 34,5 mín. að prenta þessa 256 grátóna mynd í A4 stærð. um þess fylgir sá galli að prentunin tekur talsverðan tíma og stærsti hluti hans fer í tjáskipti tölvu og prentara. PS-búnaður notendakerfa er mis- munandi að gæðum og byggingu. Sá munur, sést oft best á því hve langur tími líður frá því að prentskipun er gefin og þar til prentarinn hefur lokið við skjalið. í WordPerfect 5.1, sem tengt er PS geislaprentara af gerðinni Mann- esmann Tally 904 Plus, tekur 34,5 mín. að prenta mjög grátónaða mynd (256 grátónar) af stærðinni A4. Ýms- um kann að þykja þetta langur tími, en þýðing PS-kóðans tekur 34 mín. og 20 sek. en sjálf prentunin einungis 10 sek, en hafa verður í huga að þetta er ER MS WINDOWS NÆGILEGA ÖRUGGT? Er MS Windows nægilega öruggt? Þeir, sem nota MS Windows, hafa margir lent í því að tölvan frýs skyndi- lega í miðju verki og verður ekki haggað. Eina ráðið er að endurræsa og taka því sem að höndum ber. Það fer að sjálfsögðu eftir varúðarráðstöf- unum hvers notanda hve mikill skað- inn verður þegar þetta gerist í Win- dows. Staðreyndin er sú, þótt undar- leg sé, að Microsoft hefur selt Windows í stórum stíl þótt kerfið sé ekki nægilega öruggt og innihaldi ákveðnar einingar sem virka ekki full- komlega. Þó er rétt að hafa í huga að uppfærsla 3.1 er verulega endurbætt og virkar mun betur en útgáfa 3.0. í augum margra PC-notenda er MS Windows tákn nútímans og það eina, sem kemur til greina að nota, og þá jafnvel látið sem Apple Macintosh hafi aldrei verið til. Færa má gild rök fyrir því að skjá- stýrikerfi á borð við Windows sé auð- veldasta og eðlilegasta aðferðin til að stjórna tölvu og það hafi sannast með Macintosh. Munurinn er sá að Macin- tosh er með traust og þaulreynt kerfi en MS Windows er ekki jafn vandað. Það er einkum í umfangsmiklum verkefnum sem hætta er á að Win- dows bregðist; þegar mikið gengur á getur vinnslan stöðvast skyndilega, tölvan frýs eða einfaldlega endurræs- ist sjálfkrafa. Þegar þetta kemur fyrir í WordPerfect undir Windows („Un- recoverable Application Error“) get- ur orsökin legið í ritvinnslukefinu. Það hefur sýnt sig að sumir tækja- reklar (drivers) fyrir 256 liti (t.d. í SVGA-ham) geta valdið fyrirvara- lausri stöðvun. í slíku tilfelli getur lausnin verið sú að skipta yfir í 16 lita rekil. Það segir sig sjálft að „frjósi" tölv- an í miðjum klíðum geta skapast tals- verð óþægindi þótt sjaldan sé skaðinn mjög mikill þegar einstaklingur á í 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.