Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1993, Page 64

Frjáls verslun - 01.04.1993, Page 64
FOLK LOGIÚLFARSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRIÍSLENSKS MARKAÐAR: ÍSLENSKUR MATUR ER GÓD GJÖF TIL ÚTLENDRA VINA Logi kann vel við sig í Njarðvík og tekur þátt í íþróttalíf- inu þar af miklum áhuga. „íslendingar hafa aukið viðskiptin við okkur og við höfum náð okkur vel á strik eftir þá erfiðleika sem fylgdu því að flytja í nýju flug- stöðina. Millilendingar- farþegum hefur fækkað um 100.000 frá því ís- lenskur markaður flutti í nýju flugstöðina en á sama tíma hefur ís- lenskum farþegum fjölgað. Heildarfækkun- in er því um 85.000 far- þegar,“ segir Logi Ulf- arsson framkvæmda- stjóri Islensks markaðar. Logi er 36 ára gamall og varð stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1977. Hann var eitt ár í verslunarháskóla í Kaup- mannahöfn og stundaði síð- an viðskiptafræði við Há- skóla íslands. Eftir það vann hann ýmis störf, m.a. við eigin bókhaldsþjónustu, en 1986 réðst hann til íslensks markaðar og sá um bókhald og áætlanagerð. Haustið 1989 varð hann svo fram- kvæmdastjóri fyrirtækis- ins. MEÐ HANGIKJÖT OG OSTí MAL „Þetta er skemmtilegt starf og það hefur verið gaman að glíma við erfið- leikana og sigrast á þeim. Reksturinn var mjög þungur eftir 1987 þegar húsaleigan margfaldaðist við flutning- ana og var jafnvel haft á orði að leggja ætti fyrirtækið niður,“ segir Logi. Hverju þakkar hann þennan góða árangur? „Fyrst og fremst góðu og samhentu starfsfólki og svo erum við með landsliðs- menn í stjórnunarstörfum hér hjá okkur,“ segir Logi. „Við seljum eingöngu ís- lenskar vörur og okkur hef- ur tekist að auka söluna miðað við hvern farþega. Fyrstu árin voru ullarvörur um 70% af sölunni en sá þáttur er nú aðeins um 20%. íslendingar litu varla hér inn fyrstu árin en það hefur breyst mikið. Við höfum verið að þróa sölu á íslensk- um matvælum til gjafa fyrir útlenda vini og viðskipta- menn og það hefur mælst vel fyrir. Það er miklu skemmtilegra að gefa eitt- hvað sem er dæmigert fyrir ísland, t.d. skyr eða harð- fisk, heldur en koníak sem fæst alls staðar. Nýjasta út- gáfan af slíkum matarpökk- um er malur sem menn geta sett í hvaða mat sem er og lagt þannig af stað út í heim eins og sveitamenn að gömlum sið. Islendingar sem eru að fara til sólarlanda kaupa líka talsvert af mat og sælgæti og einnig hefur blaða- og bókasalan aukist mikið.“ ÍSTJÓRN UMFN Eiginkona Loga er Brynja Vermundsdóttir leikskóla- stjóri og eiga þau þrjá syni, 15, 11 og 5 ára. „Vinna mín er tímafrek og ég er í stjóm Ungmennafé- lags Njarðvíkur sem krefst líka talsverðs tíma. Við fluttum til Njarðvíkur fyrir fimm árum og kunnum mjög vel við okkur. Við höfum kynnst mikið af góðu fólki, m.a. í gegnum starf mitt með UMFN. Ég hef alltaf verið áhugamaður um íþróttir og synir mínir æfa bæði körfubolta og fótbolta. Það er mjög gaman að fylgj- ast með þeim og taka þátt í íþróttastarfi þeirra. Við er- um líka miklir áhugamenn um skíði og förum til Akur- eyrar á hverjum vetri til að vera á skíðum,“ segir Logi að lokum. 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.