Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 22
Pétur leggur áherslu á að aðal- bankastjóri bankans hverju sinni, nú Valur Valsson, sé einn ábyrgur fyrir rekstrinum og sé látinn fjúka nái hann ekki árangri. Hann vitnar í líkinguna um karlinn í brúnni sem sé látinn taka poka sinn ef hann fiskar ekki. Pétur hefur rætt um að stjómarseta sé vinna en ekki bitlingur. Enn- fremur vill hann rannsaka og skoða útlánastefnu bankans vegna þess að útlánatöp eru megin skýringin á tapi bankans og raunar allra bankanna. GULRÓTARKENNINGIN HEFUR VERIÐ AÐALMÁL PÉTURS Ekki verður framhjá því horft að með framgöngu sinni á aðal- fundi íslandsbanka, og í fjölmið- lum eftir fundinn, hafi Pétur hrist hressilega upp í umræðun- um um aukin áhrif smárra hlut- hafa í almenningshlutafélögum. Rétt er hins vegar að vekja athygli á að sú umræða hefur alls ekki verið fyrir- ferðamest hjá Pétri heldur miklu frek- ar gulrótarkenningin svonefnda — að stjórnendur fyrirtækja fái greidd laun í samræmi við árangur. Og nái þeir ekki árangri eigi þeir hiklaust að fjúka. Þess má geta að sumum finnst sem Pétur hafi gengið of langt í gagnrýni sinni á stjóm Islandsbanka fyrir út- lánatöp bankans. Hann hafi sjálfur verið stjómarformaður í SH-verktök- um þegar fyrirtækið varð gjaldþrota síðastliðinn vetur, gjaldþrot sem kosta muni útlánatöp hjá bönkum. Hann eigi því að vita að bankar geti tapað fé. Gagnrýnisraddir segja að jafnframt sýni SH-gjaldþrotið hvað hlutir geti gerst hratt í gjaldþrotamál- um en tveimur mánuðum fyrir gjald- þrotið gerði Pétur sér ekki grein fyrir hvað fjárhagsstaða fyrirtækisins var slæm. Þetta sýni að lán, sem bankar telja sæmilega trygg, geti á mjög skömmum tíma orðið ótrygg. Þetta breytir því hins vegar ekki að Pétur var hetja fundarins. En hvers vegna brostu sömu hlut- hafar að Pétri í fyrra á aðalfundi Is- landsbanka en fögnuðum honum hins vegar rækilega á nýafstöðnum aðal- fundi? Svarið er augljóslega aukin óá- nægja hluthafa með árangur bankans. Tap bankans vegna tapaðra útlána og framlags í afskriftarreiknings er jarð- vegur kröftugra mótmæla þótt tekist hafi að draga áþreifanlega úr rekstrar- kostnaði hans og aukinn árangur hafi náðst. Lítum betur á mál Péturs á fundinumífyrra. Fyrirfundinum þá lá tillaga um að hækka laun bankaráðsmanna í bankanum á sama tíma og bankinn stórtap- aði. Pétur kom þá með breyt- ingartillögu um að bankaráðs- menn fengju ekki greitt fyrir setu sína á árinu 1993 nema bankinn skilaði minnst 300 mill- jóna króna hagnaði. Hann vildi að launin yrðu greidd út eftir á með vöxtum tækist þetta mark- mið. „Mín vegna má tvöfalda stjómarlaunin ef hagnaðurinn verður 500 milljónir," bætti Pétur við. Þetta er gulrótarkenningin í hnotskum. Umræðan um íslandsbanka gefur tilefni til að ætla að nokkur viðhorfs- breyting sé að verða á meðal margra svonefndra smárra hluthafa á hluta- bréfamarkaðnum. Vegna þess að rík- ið hefur styrkt hlutabréfakaup með skattaafslætti hafa margir keypt hlutabréf á undanförnum ámm ein- göngu vegna skattaafsláttarins. Frá aðalfundi fslandsbanka fyrir einu ári. Sá fundur verður skráður sem byrjunin á opnum og heitum umræðum um stjómun bankans. ÚR LEIÐARA FRJÁLSRAR VERSLUNAR EFTIR AÐALFUND ÍSLANDSBANKA í FYRRA í leiðara Frjálsrar verslunar, sem skrifaður var eftir aðalfund íslands- banka fyrir rúmu einu ári þar sem tillaga Péturs um að afkomutengja laun stjórnarmanna bankans, sagði meðal annars: „í stað þess að fella tillöguna hefðu aðrir hluthafar í salnum átt að standa upp, allir sem einn, og klappa fyrir henni. Umræður almennra hlut- hafa á aðalfundum íslenskra hlutafé- laga um þóknun stjórnarmanna og laun forstjóra og helstu framkvæmda- stjóra eiga að vera miklu meiri og gagnrýnni. Það er lágmark að þeir, sem bera ábyrgð og stjóma fyrirtækj- um, fái aðhald á aðalfundum. Laun til stjórnarmanna og forstjóra fyrirtækja eiga að byggjast á gulrót. Að þeir fái umbun fyrir árangur. Að þóknun þeirra sé tengd afkomu. Al- mennir hluthafar eiga að spyrja sjálfa sig að því hvers vegna þeir greiði for- stjóra há laun þótt þeir nái ekki ár- angri í starfi og skili fyrirtækjum af sér með tapi. Það eru hluthafarnir sem blæða fyrir lélegan árangur í stjómun og axla ábyrgðina með minni ávöxtun hlutafjár síns. Hlutabréfamarkaður á íslandi getur aldrei orðið virkur nema þeir, sem ijárfesta í hlutabréfum, séu virkir á aðalfundum. Þeir eiga ekki að koma á aðalfundi til að fá sér kaffibolla og sýna sig og sjá aðra. Þeir eiga ekki að hafa minnimáttar- kennd gagnvart stóru hluthöfunum sem ráða ferðinni og sýna kannski vott af vandlætingu taki smáir hlut- hafar til máls og gagnrýna. Andrúmsloftið á aðalfundum á að vera þannig að það þyki eðlilegt að smáir hluthafar, sem litlu ráða, standi upp og segi: Hvemig dirfist þið að þiggja stjórnarlaun og greiða forstjóra há laun á meðan þið rekið fyrirtækið með tapi?“ 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.