Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 40
GOLFEFNI parket er. Það er aftur á móti unnt að koma í veg fyrir slíkt með því að líma það Kka niður auk þess sem það er oft lagt ofan á filtteppi sem fyrir er, sem að sjálfsögðu er hljóðeinangrandi. Viðartegundir þær sem velja má úr eru kapítuli út af fyrir sig og kennir þar margra viðartegunda sem eiga rætur sínar að rekja til Skandinavíu sem Suður-Ameríku. FLÍSAR OG NÁTTÚRUSTEINN Lengi vel var sú regla í hávegum höfð að flísar skyldu lagðar á baðher- bergi og forstofur fyrst og fremst. Undanfarin ár hafa flísamar aftur á móti verið að ryðja sér víðar til rúms og nú er ekki óalgengt að sjá flísar prýða bæði borðstofu og setustofu, jafnvel gólf heilla íbúða. Hér gilda engin boð og bönn og því er allt leyfi- legt í þessum efnum. Einnig er orðið algengt að hitalögn sé í þeim gólfum, sem lögð em flísum, og þá ekki síst í baðherbergjum þar sem fólk vill fá ylinn upp í iljamar. Gólfflísar eru til í miklu úrvali og skipa þær alltaf háan sess á bygginga- markaðnum. Þær em úr náttúruefn- um úr steinaríkinu eins og fulltrúar plönturfkisins - parketið og linol- eumdúkurinn og fulltrúar dýraríkisins - ullarteppin. Núttúrusteinn, á borð við marmara og granít, er orðinn algengur í híbýl- um fólks ekki síður en á stærri gólf- flötum. Skífan er einnig vinsæl meðal íslenskra húsbyggjenda og má því segja að menningarstraumar víða að úr heiminum svífi yfir vötnunum hér á okkar ísakalda landi. íslenski steinn- inn er heldur ekki undanskilinn en blágrýti er nú unnið sérstaklega í því skyni að vera lagt á gólf húsa og hí- býla. Litir og mynstur í flísum er afar mismunandi og er jafnframt um mis- munandi áferð að ræða, matta sem háglansandi. Verð á góðum flísum er á bilinu 1.900-2.500 krónur fer- metrinn en granít, marmari og blágr- ýti er talsvert dýrara. Verð á marm- ara er á bilinu 5000-10.000 krónur á skífu 3000-8.000 og graníti og blágrýti frá um 6.000 krónum hver fermetri. S. HELGASON HF. STEINSMIÐJA: NÁTTÚRUSTEINN í HÁVEGUM HAFÐUR Jóhann Þór Sigurðsson hjá S. Helgasyni. Gott gólfefni endist oft jafnlengi og sjálft húsið og því má segja að lengi búi að fyrstu gerð. Náttúrusteinninn er mjög slitsterkt gólfefni sem segja má að sé sígilt og standi af sé tímans þunga nið. S. Helgasonhf. Steinsmiðja hefur á boðstólum margar tegundir af marm- ara og gram't sem koma víða að. ítalir eru stærsti framleiðandi marmara og þangað berst einnig mikið af óunnu graníti sem ítalimir meðhöndla síðan á sinn hátt. Þeir búa enda yfir fullkom- inni tækni á þessu sviði og byggja vinnsluna á gamalli hefð. Hjá S. Helgasyni getur einnig að líta ríkulegt úrval af skífu, sem einnig kemur víða að, m.a. frá Kína, Indlandi og Suður- Ameríku. Loks er það íslenska efnið, blágrýti, grásteinn og gabbró, sem S. Helga- son notar í framleiðslu sína á gólfefnum og hefur hver bergtegund sín sér- stöku einkenni. Skífan er 13-14 mm að þykkt og getur verið aðeins mismunandi frá flís til flísar en blágrýti, gram't og marmari em jafnan framleidd 10 mm að þykkt. Islenska efnið kostar á bilinu 6.000-9.000 krónur fermetrinn, skífan 2.000-6.000 krónur, marmari kostar frá 4.000 og upp í 10.000 og granít frá því um 7.000 og upp í 14.000 krónur. Að sögn Jóhanns Þórs Sigurðssonar hjá S. Helgasyni er steyptur marmari einnig mjög vin- sæll á hvers konar gólf. Um er að ræða efni sem búið til úr marmarasalla sem eftir verður í ná- munum. Er hann steyptur í stórar blokkir sem síðan em sagaðar niður eins og um venjulegan marmara væri að ræða. Þessi kostur er mun ódýrari og er verðið frá því um 3.000 krón- ur og upp í 5.000. Algengast er að fólk velji sér mattslípaðan náttúrustein á gólfið og er um að ræða ýmis blæbrigði í litum á öllum efnunum nema blágrýtinu. Viðhald er ekkert á gólfi af þessu tagi og er það þrifið á einfaldasta hátt, með heitu eða volgu vatni og mildum þvottalegi. Það þarf heldur ekki að bóna það. Náttúrusteinninn er ýmist lagður í flísalím eða múrblöndu. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.