Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1994, Blaðsíða 25
EYJOLFUR KONRAÐ JONSSON: ÖTULL TALSMAÐUR ALMENNINGSHLUTAFÉLAGA Með rökum er líka auðvelt að svara ómálefnalegri gagnrýni, fólk er upp- lýstara um atvinnulífið en áður vegna upplýsingastreymis frá fjölmiðlum. EKKIBARA LÍTILL HLUTHAFI HELDUR HLUTIAF FJÁRMAGNI Skerðing á málfrelsi hluthafa á aðal- fundum er ekki réttlætanlegt vegna eignarréttar fjármagnsins. Það yrði hlutafélögum og hlutabréfamarkaði alls ekki til framdráttar ef ræðutími og málfrelsi á aðalfundum félaga tak- markaðist til dæmis við eign þeirra í félaginu. Lítill hluthafi er ekki bara lítill hluthafi, hann er hluti af fjármagni fyrirtækisins. Og menn eiga að bera virðingu fyrir fé, hvort sem það er h'tið eða mikið. Litlir sem stórir hluthafar í almenn- ingshlutafélögum tala örugglega skýrast þegar þeir láta peningana sína tala. Lítil arðsemi í ákveðnu félagi verður til þess að makaðurinn missir trú á því og erfiðara verður fyrir hlut- hafana að selja hlutabréfin. Þegar miklu fleiri vilja selja bréf í hlutafélagi en kaupa er það auðvitað „ræðan“ frá hinum almenna hluthafa sem stjóm þess skilur best. Þegar öllu er á botninn hvolft er kjarninn í umræðunni um stóra og smáa hluthafa að þeir vinni saman að sameiginlegum markmiðum; að ná fram aukinni langtímaarðsemi fjár- magnsins. Það tengir þá saman. Aðstaða þeirra til að komast til valda í stjórn hlýtur hins vegar ævinlega að miðast við eignarréttinn. Umræðan um almenningshlutafé- lög og smáa hluthafa er ekki ný af nálinni þótt hún hafi komist í hámæli í kringum aðalfund íslandsbanka. Ein- hver ötulasti talsmaður virks hluta- bréfamarkaðar á íslandi og almenn- ingshlutafélaga hefur verið Eyjólfur Konráðjónsson alþingismaður. Hann hefur lagt áherslu á þátttöku almenn- ings, smárra hluthafa, við uppbygg- ingu atvinnulífsins. Eyjólfur ritaði fyrstu grein sína um almenningshlutafélög í tímaritið Stefni árið 1958. Síðan hefur hann ritað fjöldann allan af greinum í blöð og tímarit um almenningshlutafélög og þörf atvinnuh'fsins fyrir þau. Eyjólfur hefur sent frá sér tvær bækur um mátt almenn- ingshlutafélaga og um efna- hagsmál almennt. Sú fyrri kom út árið 1968 og nefnist Alþýða og athafnalíf. Sú seinni kom út árið 1982 og nefnist Út úr vítahringnum en hún er greinasafn eftir Eyjólf og koma ýmsir höfundar við sögu. Þegar Eyjólfur var hvað at- kvæðamestur í umræðunni um almenningshlutafélögin voru þau fá. Ekki var heldur opinn og virkur hlutabréfa- markaður fyrir hendi. Þetta hefur breyst á síðustu árum. Almenningshlutafélögum hefur fjölg- að þótt þau séu ennþá fá eða aðeins nokkrir tugir. Og kominn er fram op- inn markaður með hlutabréf. Eyjólfur Konráð Jónsson hefur í áratugi verið ötull talsmaður um virkan hlutabréfa- markað og þátttöku almennings, smárra hluthafa, við uppbyggingu atvinnulífsins. ÚR ALÞÝÐU OG ATHAFNALIFI Eyjólfur Konráð Jónsson segir meðal annars í inngangi bókar sinnar Alþýða og athafnalíf: „En ástæðan til þess, að ég hef ráðist í að rita bók þessa um almenn- ingshlutafélög, er sú, að uggvæn- lega horfir í íslenskum atvinnumál- um af alkunnum ástæðum og að brýna nauðsyn ber til að efla mjög atvinnulífið til að forðast stóráföll og byggja upp þá framtfð, sem við, sem nú erum á besta starfsaldri, ætlum eftirkomendum okkar. Og sannfærð- ur er ég um, að heilbrigt og traust athafnalíf verður aðeins tryggt með samstilltu átaki margra manna. Þar er ekki um aðra leið að ræða en stofnun og starfrækslu margra opinna hluta- félaga í eigu íslenskrar alþýðu. Enginn má þó skilja orð mín svo, að ég vanmeti framtak einstakra manna, sem leggja út í atvinnurekstur, smáan og stóran. Þvert á móti tel ég, að örva beri sem allra flesta til þess að gerast sjálfstæðir atvinnurekendur, hvort heldur þeir taka sér fyrir hendur að reka trillubát eða iðjuver. En mergurinn málsins er sá, að íslenska þjóðin vill ekki, að örfáir auðmenn ráði yfir öllum hennar at- vinnurekstri. Auðjöfnun er hér meiri en annars staðar, og þess vegna geta ekki fáir menn komið á fót öflugustu atvinnufyrirtækjunum, en hins vegar er íjármagn til í hönd- um fjöldans. Ef það er virkjað með sameiginlegu átaki í atvinnurekstri, má lyfta Grettistaki." 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.