Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 6

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 6
RITSTJORNARGREIN HAEFFARAR Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, notaði orðið Háeffarar í nýlegri blaðagrein um þá sem vilja breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og einkavæða þá í framhaldi af því. Háeffarar er skemmtilegt orð hjá Sverri. Sverrir hefur raunar verið duglegur undanfarna mánuði við að skrifa blaðagreinar um útlánatöp, ábyrgðir og vexti. Greinar hans eru mjög læsilegar en afar illkvittnislegar. Sérstaklega bregður hann orðsins brandi að þeim Finni Ingólfssyni og Þorsteini Páls- syni. Þegar rætt er um muninn á rekstri einkabanka (háeffbanka) og ríkis- banka felst hann fyrst og fremst í ábyrgðinni. Undir ríkisbönkum er strengt öryggisnet skattborgara. Þeir eru fyrirtæki með ríkisábyrgð. Þeir, sem leggja fé inn í slíka banka, geta ekki tapað því þótt bankinn fari á höf- uðið. Gjaldþrot gamla Útvegsbankans á miðju árinu 1987 kostaði skattborgara á fimmta milljarð króna á núverandi verðlagi. Sparifjáreig- endur, sem áttu fé í bankanum, höfðu sitt hins vegar allt á þurru. Inni í þessari upphæð eru bæði framlög til gamla bankans og heimanmundurinn til Út- vegsbankans hf. sem síðar rann inn í íslandsbanka. f einkabanka, sem verður gjaldþrota, eru það eig- endur bankans, hluthafarnir, sem tapa fé sínu - og væntanlega líka sparifjáreigendur að hluta ef gjald- þrotið er af slíkri stærðargráðu. Strangar BlS-ör- yggisreglur, sem teknar voru upp fyrir nokkrum árum, ættu þó að koma í veg fyrir mikið tap spari- fjáreigenda í einkabönkum. Þegar einkabanki tapar fé vegna tapaðra útlána tapa hluthafarnir. Enda hafa margir hluthafar í ís- landsbanka verið reiðir á undanförnum árum vegna útlánatapa bankans og talið að ekki væri nægilegt að vísa á slæmt árferði í því sambandi heldur væri bankanum ekki nægilega vel stjórnað. Þessi reiði þeirra hefur að vísu ekki verið svo mikil að þeir hafi skipt um stjórnendur bankans. Raunar er það fremur sjaldgæft hér á landi að stjórnendum lánastofnana sé sagt upp störfum vegna útlánatapa. Það bendir til þess að litið sé svo á slæmt árferði í efnahagslífinu sé helsta orsökin fyrir töpuðum útlánum en ekki stjórnunin. Eða þá að rekja megi töpin svo langt aftur í tímann að núverandi stjórnend- ur verði hvorki dæmdir af þeim né beri ábyrgðina. Ekki verður svo rætt um „háeffun“ ríkisbanka út frá ábyrgð, eignaraðild og samkeppnisskilyrðum að ekki sé vikið að sparisjóðunum. Hverjir eiga þá? Svarið er að þeir eiga sig sjálfir. Þeir eru sjálfseignarstofnanir. Þeir greiða ekki út arð fremur en ríkisbankar. Sparisjóðirnir eru mun- aðarlausir. Hver ber ábyrgðina þar? Og við hvem em bankarnir eiginlega að keppa þegar þeir keppa við sparisjóðina? Munurinn á einkabanka og ríkisbanka liggur í ábyrgðinni. Það er mikill ábyrgðarhluti hjá skatt- borgurum og kjósendum að hafna Háeffurum og vilja áfram hafa kerfi ríkisábyrgða í fjármálalífinu. Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Súni 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Sírni 561-7575 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl., 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sa!a og dreifing, sími GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: G. Ben. - Edda prentstofa hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.