Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 17

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 17
Frá aðalfundi Eimskips á Hótel Sögu á dögunum. Arðsemi eigin fjár nam um 12% á síðasta ári. AFKOMA MARELS Hagur hluthafa í Marel jókst verulega á síðasta ári. Rekstrartekjur fé- lagsins voru rúmur 1,1 milljarður króna sem er um 46% aukning frá ár- inu áður. Hagnaður af rekstri eftir skatta var 55,9 milljónir en 14,8 milljónir árið 1994. Arð- semi eigin fjár var 32,9% á síðasta ári en um 9,5% árið áður. Frá aðalfundi Marels. Frá vinstri: Geir A. Gunn- laugsson forstjóri og Benedikt Sveinsson formaður stjórnar. BESTA AFKOMA í TÍU ÁR Á aðalfundi Eimskips á dögun- um kom fram að rekstur félags- ins skilaði 602 milljóna króna hagnaði á árinu 1995 samanbor- ið við 557 milljóna króna hagnað árið áður. Hagnaður var liðlega 6% af veltu. Afkoma félagsins hefur ekki verið jafngóð síðan ár- ið 1986. Veltufé frá rekstri nam 1.836 milljónum króna. Eigið fé var 5.798 milljónir í árslok og eiginfjárhlutfall 47%. Arðsemi eigin fjár var 12% en var síðustu þrjú árin að meðaltali 11%. TIL ATHYGLI Elísabet M. Jónasdóttir, upp- lýsingafulltrúi Ferðamálaráðs íslands, hefur verið ráðin til At- hygli. Hún mun annast útgáfu bæklinga, blaða og annars kynn- ingarefnis. Elísabet lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1978, BA-prófi í frönsku og al- mennum málvísindum frá Há- skóla íslands 1982 og prófi frá Blaðamannaháskólanum í Ósló 1985. 8HR#fea Þú nærð forskoti þegar tæknin UA'- MINOLTA CS-PRO Ijósritunarvélar Skrefi á undan inn í framlíðina CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Aukið öryggi í rekstri Endurupptaka pappírs Sjálfvirkt eftirlitskerfi Sjálfvirk endurræsing Nýr hreinsibúnaður SlÐUMÚU 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022 KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.