Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 18

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 18
FORSÍÐUGREIN ikill meirihluti fólks er and- vígur því að Davíð Oddsson forsætisráðherra gefi kost á sér í embætti forseta íslands, sam- kvæmt skoðanakönnun Frjálsrar verslunar. Um 64% eru andvíg en aðeins um 15% vilja að hann fari fram. Um 21% eru hlutlaus. Andstaða við framboð hans er ekkert síður hjá sjálf- stæðismönnum en öðrum. Könnun Frjálsrar verslunar var gerð fyrstu helgina í mars. Alls tóku 503 þátt í henni af 803 sem voru í úrtakinu. Urtakið var valið af handa- hófi úr símanúmeraskrá. Tölfræðileg óvissa er 4%. í könnun Fijálsrar verslunar var spurt: Hvort ert þú fylgjandi því, and- víg(ur) eða hlutlaus að Davíð Odds- son forsætisráðherra gefi kost á sér í embætti forseta íslands? EKKIGEFIÐKOSTÁSÉR Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur ekki gefið kost á sér í kjör til embættis forsetaíslands. Hannhefur er fæddur sigurvegari í stjómmálum og vinsælasti stjómmálamaður lands- ins þótt hann eigi sér einnig harða andstæðinga. Hann er umdeildur. En hann er vanur því að sigra í kosning- um sem hann tekur þátt í. EKKIMINNIANDSTAÐA HJÁ SJÁLFSTÆÐISFÓLKI Andstaða við framboð hans til for- seta er ekkert síður hjá stuðnings- mönnum Sjálfstæðisflokksins en öðr- um. Þar er varla merkjanlegur munur eftir stuðningi við flokka. Tæp 68% sjálfstæðismanna eru á móti því að Davíð bjóði sig fram til forseta, tæp 66% Alþýðuflokksmanna, tæp 67% framsóknarmanna og rúm 70% Al- þýðubandalagsmanna. Sé horft á aldur svarenda er mest andstaða við framboð Davíðs hjá fólki yfir sextugt. Andstaðan minnkar síð- an örlítið eftir því sem fólk er yngra. Minnst er andstaða ungs fólks, undir þrítugu, við framboð hans. Könnun Frjálsrar verslunar um forsetakosningarnar: Mikill meirihluti fólks er andvígurþví að Davíö Oddsson forsætisráðherra gefi engu að síður verið í umræðunni sem frambjóðandi þótt hann hafi að vísu frá upphafi ekkert viljað segja um málið. En hann hefur heldur ekki viljað slá umræðuna um framboð algjörlega af. Þess vegna er stóra spumingin í hug- um fólks þessi: Fer Davíð fram eða ekki? Það eru ekki síst flokkssystkini hans sem spurt hafa sig að þessu. Mikil andstaða fólks við að Davíð gefi kost á sér í forsetakosningamar kann að koma sumum á óvart. Davíð Útkoman flokkuð eftir aldri svar- enda. Minnst er andstaðan við fram- boð Davíðs hjá fólki undir þrítugu. TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON OG FL. Skipting eftir aldri Aldur Fylgjandi Andvígir Hlutlausir Eldri en 60 11% 73% 16% 46-60 10% 70% 20% 31 -45 17% 61% 22% Yngri en 31 22% 53% 25% Samtals: 15% 64% 21% 18

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.