Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 25

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 25
Helgi Rúnar Óskarsson, markaðsstjóri hjá Fróða, og Sigurð- ur Jakobsson, upptökustjóri á Stöð 2, eru mágar. Asamt konum sínum opna þeir fyrsta Subway staðinn í Danmörku með vorinu. Myndin var tekin í Danmörku á dögunum. ---ujorg Tvær íslenskar fjölskyldur eru um þessar mundir að flytjast út til Kaup- mannahafnar til að opna fyrsta Sub- way staðinn í Danmörku. Þetta eru hjónin Sigurður Jakobsson, 43 ára, fyrrum upptökustjóri á Stöð 2, og Björg Óskarsdóttir, 40 ára, hár- greiðslumeistari sem rekið hefur há- greiðslustofuna Permu við Eiðistorg til margra ára. Hin hjónin eru Helgi Rúnar Óskarsson, 28 ára, markaðs- stjóri hjá Fróða og bróðir Bjargar, og Ásdís Ósk Erlingsdóttir, 28 ára. Að sögn Helga Rúnars kviknaði hugmyndin fyrst árið 1993 þegar þau SUBWAY Sigurður og Björg heimsóttu Helga Rúnar og Ásdísi til Bandaríkjanna. Helgi var þá að útskrifast sem við- skiptafræðingur. Þótt hugmynd hafi fæðst var ekkert gert með hana fyrst um sinn. í fyrra leituðu þau hins vegar eftir því við Subway í Bandaríkjunum að opna stað á hinum Norðurlöndun- um, enda Subway þá búið að opna á íslandi. Eftir þetta tóku hjólin að snúast nokkuð hratt. Málaleitan þeirra var vel tekið og fengu þau sérleyfi fyrir Subway í Danmörku. Fyrsti staður- inn verður opnaður á næstunni. Að sögn Helga er ýmislegt sem gerir Kaupmannahöfn að spennandi kosti fyrir Subway. Landið sé tiltölulega lít- ið og þéttbýlt, þangað komi margir ferðamenn og síðast en ekki síst sé sterk brauðmenning í Danmörku. Þijátíu ár eru síðan að aðaleigandi Subway, Fred Deluca, stofnaði fyrsta Subway staðinn í Bandaríkjunum. Nú eru yfir 11.500 Subway staðir í 37 löndum um allan heim. DOMINO’S Birgir Þór Bieltvedt, 29 ára fram- kvæmdastjóri Domino’s á íslandi, fer út til starfa í Danmörku á næstunni og undirbýr opnun fyrsta Domino’s stað- arins þar í haust. Domino’s í Dan- mörku verður í eigu íslendinga og rekur ættir sínar til þeirra sem standa að Domino’s á íslandi. Domino’s er að styrkja hlut sinn á alþjóðlegum mörkuðum, eins og t.d. í Asíu. Fyrirtækið hefur einnig mikinn augastað á Evrópu og ætlar að efla söluna þar. í ljósi þessa sýna þeir Domino’s á íslandi mikið traust með því að láta þá, sem að því standa, ryðja brautina í Danmörku. Fram undan eru hugsanlega fleiri landvinn- ingar. Nái Domino’s í Danmörku sér á skrið er afar líklegt að kvíarnar verði færðar út til hinna Norðurlandanna. Domino’s á íslandi hefur gengið vel frá því fyrsti staðurinn var opnaður við Grensásveg himi 16. ágúst 1993. Slegin hafa verið met í sölu. Sé eingöngu miðað við þölda seldra pizza - og er þá ekki miðað við höfðatölu eins og yfirleitt er gert - er talið að Domino’s við Grensásveg sé í þriðja sæti í sölu í heiminum. Fyrirtækið á bak við Domino’s á íslandi heitir Pizza-Pizza. Hlutafé- lagið Futura á 90% í því fyrirtæki og er með umboð og framleiðslu- leyfi frá Domino’s Pizza Intema- tional. í SKYNDIBITUM Domino’s bætist viðþegar líður á árið. Þetta er ánægjulegt framtak til Kaupmannahafnar í vor og undir- býr opnun fyrsta Domino’s staðarins í Danmörku með haustinu. Skyndibitamarkaðurinn í Dan- mörku er mun vanþróaðri en á ís- landi. Einna mest hefur kveðið að McDonalds. Jarðvegur fyrir alþjóð- lega skyndibitastaði í Kaupmanna- höfn er hins vegar talinn góður. Ekki skemmir það heldur fyrir hvað borgin er fjölsótt af ferðamönnum. 25

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.