Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 31

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 31
með bréfin til sölu og að þeir, sem hefðu áhuga á að kaupa bréfin, skyldu einfaldlega snúa sér til hans. Málið væri á hans könnu. Krafa kom hins vegar um beinar viðræður um kaup á bréfunum. Einnig hljóta það að vera eðlilegar vangaveltur hvers vegna Gunnar og Jón gengu ekki strax úr stjóm Samskipa fyrst trúnaður við forstjórann var brostinn og þeir búnir að setja bréfm í sölu. Það hlýtur að hafa verið erfitt að sitja í stjóm undir slíkum kringumstæðum, hvað þá að vera formaður. Raunar munJón hafa viljað ganga strax úr stjóm á þessum tíma en ákveðið að vera áfram í stjórninni. Hann mætti hins vegar ekkert á stjórnarfundi eftir þetta. Til tals mun hafa komið innan stjómarinnar hvort eðlilegt gæti talist að Gunnar yrði áfram formaður. Niðurstaðan varð sú að hann sæti í því sæti áfram. Rétt er að vekja athygli á að hluti stjórnarmanna getur ekki vikið öðrum úr stjórn. Stjómarmenn eru kjörnir á aðalfundi. Stjóm kýs sér hins vegar formann. Á fúndum með Gunnari og Jóni um sölu bréfanna kom fram vilji frá núverandi stjómarmönnum og forstjóra til að losa Skip hf. og G. Jóhannsson hf. út úr dæminu. Spurningin var hins vegar á hvaða verði. Fljót- lega varð ljóst að gengið 1,75 var ekki til umræðu heldur mun lægra gengi. Velta má því fyrir sér hvort eðliíegt geti talist að gengi hlutabréfa í félagi, sem á í erfiðleikum og verið er að endurreisa og gera að söluvöru, tvöfaldist í verði á rúmu ári. Hugtakið eðlilegt í þessu sambandi er þó varla tO, það er markaðurinn, einn og sér, sem segir til um verðmæti hluta. MIKIÐ TALAÐ EN EKKERT GERÐIST Hvað um það, viðræður um kaup á hlutabréfunum héldu áfram mánuð eftir mánuð í vetur án þess að nokkuð gerð- ist. Raunar mun núverandi meirihluti hafa bent á að til stæði að selja og kaupa skip á þessum tíma og því væri í fleiri hom að líta með fjárfestingar en að kaupa hlutabréfin. Gengið 1,5 var boðið í bréfin en það mun Gunnari og Jóni hafa þótt of lágt. Þeir munu þó hafa geta fallist á að teygja signiður í gengið 1,6. í fljótu bragði virðistþetta ekki mikill munur. En um er að ræða hlutafé að nafnvirði 140 milljón- ir. Og það munar 14 milljónum á söluverði hvort selt er á genginu 1,5 eða 1,6. Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar var haldinn fundur þegar líða tók á samningaviðræðurnar með þeim Gunnari og Jóni. Eftir nokkra rekistefnu var þeim tjáð að vilji væri til að kaupa bréfm á genginu 1,53 og var það samþykkt. Nokkrum dögum síðar var sem snurða hlypi á þráðinn og var þeim sagt að um einhvem misskilning væri nashuate< ★ Mesí seldu Ijósritunarvélar á Islandi! ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Vérið velkomin i vinningsliðib! Umboð: Hljómver, Akureyri Póllinn, Isafirði Geisli, Vestmannaeyjum ARMULA 8 - SIMI588-9000 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.