Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 36

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 36
Fyrsti forseti íslands, herra Sveinn Bjömsson, til hægri á myndinni, ásamt Þórami Bjömssyni, skipherra hjá Landhelgisgæslunni. Sveinn var forseti frá stofnun lýðveldisins árið 1944 til ársins 1952. Ljósmynd: Vigfús Sigurgeirsson. árið 1941, sá fyrsti og raunar sá eini sem því gegndi. Ríkisstjórinn var kosinn af þingmönnum til eins árs í senn og var Sveinn Bjömsson endur- kjörinn 1942 og 1943. Hann var þó umdeildur, einkum eftir að hann myndaði utanþingsstjóm 1942, eftir aðeins mánaðar langa stjómar- kreppu. Víst er að þetta gátu margir þingmenn aldrei fyrirgefið Sveini. Eins og áður sagði var fyrsti forseti lýðveldisins kosinn af þingmönnum og hlaut Sveinn atkvæði einungis 30 þingmanna en 15 skiluðu auðu. Lítill vafi þykir leika á að þar hafi þeir mun- að Sveini inngrip hans í gang stjóm- málanna. En hvernig ætli farið hefði í þjóð- kjöri? Hefði einhver annar en Sveinn Bjömsson setið Bessastaði sem fyrsti forseti lýðveldisins ef sú hefði orðið raunin? Hér má benda á að Sveinn hafði einungis búið heima um fjögurra ára skeið en dvalið erlendis tvo næstu áratugi á undan. Því er varla hægt að segja að hann hafi verið verulega „þekktur" hér heima eða „áberandi í þjóðlffinu" í venjulegum skilningi þeirra orða. Ekki er heldur ólíklegt að einhver hefði sett fyrir sig að velja Dana sem fyrstu forsetafrú lýðveldisins en Sveinn var kvæntur Georgíu Hoff-Hansen, lyfsaladóttur frá Jótlandi. Ættemi Sveins sjálfs hefði ýmist getað orðið honum fóta- kefli eða þvert á móti stutt hann í almennum kosningum. Efalítið hefði landsmönnum líkað vel að kjósa mann sem vílaði ekki fyrir sér að taka þing- menn á beinið ef svo stóð á eins og Sveinn hafði gert þótt þingmenn kynnu ekki að meta slíka röggsemi. Það má því segja að brugðið hefði til beggja vona ef komið hefði til al- mennra kosninga. FYRSTA ÞJÓÐKJÖR UM FORSETA Þjóðkjör um forseta íslands átti að fara fram árið 1945. Engum mun hins vegar hafa þótt viðeigandi að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta lýðveldis- ins og var Sveinn því einn í kjöri. Hann varð einnig sjálfkjörinn árið 1949. Sveinn Bjömsson lést í byrjun árs 1952 og þá var loks komið að þjóðinni að velja sér þjóðhöfðingja. Kosningabaráttan hófst sjö vikum fyrir kjördag og þrír dánumenn vom í kjöri: Ásgeir Ásgeirsson, sr. Bjami Jónsson og Gísli Sveinsson. Tveir þeir síðamefndu voru komnir yfir sjötugt en Ásgeir var 58 ára. Ásgeir Ásgeirsson var efalítið þekktastur þeirra þremenninga á landsvísu. Hann var guðfræðingur að mennt og hafði gegnt embætti fræðslumálastjóra um alllangt skeið. Einnig var Ásgeir bankastjóri Út- vegsbankans. Ásgeir hafði setið á Alþingi í um þijá áratugi er hér var komið, verið fjármálaráðherra í ríkisstjóm Tryggva Þórhallssonar 1931-1932 og forsætisráðherra 1932-1934. Hann var framan af þingmaður Framsókn- arflokksins en um skeið utan flokka og endaði loks þingferilinn sem þing- maður Alþýðuflokks. Fyrmm sam- herjar Ásgeirs í Framsóknarflokkn- um áttu lengi eftir að muna honum þann kinnhest að hafa gengið til liðs við Alþýðuflokkinn. Meðal alþýðu manna virtist Ásgeir hins vegar njóta mestu hylli; um það vitna m.a. kosningaúrslit og margir minntust hans frá Alþingishátíðinni á ÞingvöOum árið 1930. Ásgeir var þá forseti Alþingis og talaði tU mannfjöld- ans svo að eftir var tekið og í minnum haft. Gísli Sveinsson var sömuleiðis gamalreyndur pólitíkus en hafði þó hvergi pólitískan „sjarma“ í líkingu við 36

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.