Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 43
íhlaupasaman og kaldan snjóa- vetur en bjart veður frostavet- ur. Þennan dag 1918 lauk fyrri heimsstyrjöldinni, 1943 var Hreyfill stofnaður og 1962 var Hart í bak frumsýnt í Iðnó. Þennan dag 1631 fæddist sr. Gísli Þorláksson Hólabiskup en jafnframt er þetta fæðingardag- ur Matthíasar Jochumssonar þjóðskálds. Kolbeinn er einn af ábyrgðar- mönnun körfuboltaáhugans hér á landi, enda landslið- smaður um árabil sem hefur lagt boltann á hilluna. R HORN AÐ TAKA nýi formaður Verslunarráðs íslands, er framkvæmdastjóri Myllunnar. Hann áðurþekktur körfuboltamaður. Hann þykir brosmildur en eitilharður Kolbeinn er fæddur í merki Sporð- drekans en um það merki segja stjörnuspekingar ýmislegt. Sporð- drekinn er sagður gæddur einstöku þolgæði og hörku. Hann er óhemju dulur, lokaður, einbeittur og sjálfs- stjórn hans er rómuð. Hann er gædd- ur miklu innsæi á mörkum þess yfir- náttúrulega en jafnframt forvitinn og skarpskyggn. Síðast en ekki síst er sagt að Sporðdrekinn sé afar ástríðu- fullur og margir í þessu merki nafn- togaðir elskhugar. ÆTTAÐUR AF STRÖNDUM OG ÚR ÞINGEYJARSÝSLU ENALINN UPPÍ BAKARÍI Faðir Kolbeins var Kristinn Kol- beinn Albertsson bakari fæddur 1927 á Húsavík, sonur Alberts Flóvents- sonar frá Skörðum í Reykjahverfi. Kona Alberts var Kristjana Sig- tryggsdóttir frá Nípá í Köldukinn. Móðir Kolbeins er Dýrleif Jóns- dóttir frá Drangsnesi við Steingríms- fjörð, dóttir Jóns Péturs Jónssonar og Magndísar Önnu Aradóttur. Þannig er Kolbeinn í bland Þingeyingur og Strandamaður. Kolbeinn er næstyngstur fjögurra systkina. Elstur er Jón Albert Krist- inn bakari f. 1948, þá Anna Kristín læknaritari f. 1949, síðan Kolbeinn og loks Laufey tónlistarkennari fædd 1961. Eins og sjá má er Kolbeinn alinn upp í bakaríi, nánar tiltekið Álfheima- bakaraíi sem faðir hans stofnaði árið 1959 í Álfheimum 6.1963 færði Krist- inn rösklega út kvíarnar og stofnaði með öðrum fyrirtækið Brauð hf. suð- ur í Kópavogi og þeir komu undir sig fótunum með bakstri á Safabrauðum sem einhverja kann að ráma í frá Bítlaárunum. Jón Albert lærði bak- araiðn en 1978 gekk Kolbeinn til liðs við fyrirtækið og það ár keypti fjöl- skyldan hina hluthafana út úr Brauði hf., skírði fyrirtækið Mylluna og flutti það í Skeifuna 11. Þar dafnaði fyrir- tækið og lyfti sér eins og gott brauð á að gera. 1983 féll Kristinn frá fyrir aldur fram en þeir bræður Jón Albert og Kolbeinn tóku við rekstrinum og 1987 voru kvíarnar færðar enn út þegar þeir keyptu Skeifuna 19 með rekstri Völundar einungis í þeim til- gangi að komast yfir lóðina og húsin, sem nú hýsa Mylluna, en að auki var NÆRMYND Páll Ásgeir Ásgeirsson byggt talsvert við húsnæðið sem í dag telur um 5800 fermetra alls. Þeir bræður vinna vel saman þótt sagt sé að ekki eigi þeir skap saman að öllu leyti og í þeirra höndum hefur rekst- urinn blómstrað á undanfömum ár- um. Myllan velti þannig rúmum 750 milljónum árið 1994 og mun hafa náð 850 milljónum 1995. í dag eru Myllu- kökur og -brauð seld í smásölu hvar sem er en að auki rekur fyrirtækið 9 bakarí undir nafninu Bakarinn á horn- inu auk gamla Áflheimabakarísins og annars á Bemhöftstorfunni. Það má því segja að reksturinn standi ekki á neinum brauðfótum þótt byggt sé á brauði. Kolbeinn hefur verið fram- kvæmdastjóri Myllubakaríanna frá því skömmu eftir 1983 þegar faðir hans féll frá fyrir aldur fram. Þeir bræður skipta þannig með sér verk- um að Kolbeinn er framkvæmdastjóri en Jón Albert er stjórnarformaður og sér um vöruþróun og gæðaeftirlit en hann er lærður bakari. ÁSKÓLABEKK FYRIR N0RÐAN0G SUNNAN Kolbeinn kom við í nokkrum skól- um á leið sinni gegnum skólakerfið. Fyrst gekk hann í Langholtsskóla 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.