Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 52

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 52
ORYGGISMAL Viðar Ágústsson, framkvæmdastjóri Vara: „Það er mat okkar að almenn vakning sé í öryggismálum með- al fyrirtækja, stofnana og einstaklinga." hvermg er staoió aó tyrir- byggjandi aðgerðum? Og hvað segja talsmenn örygg- isfyrirtækjanna? RÁN FYRIR ALLRA AUGUM Viðar Agústsson hjá Vara segir að fyrirbyggjandi ráð- stafanir bankastofnana og verslana beinist í vaxandi mæli að því að setja upp myndavélar, tengdar upp- tökutæki, og neyðarhnappa sem starfsfólk getur notað án þess að sjáist. Hann segir öryggisviðhorfin hafa lykil- hlutverki að gegna í viðbún- aði afgreiðslustaða, allt frá smærri söluturnum til bankastofnana. „Rán fyrir augum allra er líklegra en nokkru sinni. Þrátt fyrir aukinn viðbúnað á mörgum afgreiðslustöðum gerist það æ oftar að af- að er mat okkar að almenn vakning sé í öryggismálum með- al fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Þá er ekki aðeins verið að verjast inn- brotum heldur og upppá- komum eins og ránum þar sem líf og heisla starfs- manna er í veði,“ segir Við- ar Agústsson, framkvæmd- stjóri öryggisþjónustunnar Vara. Fleiri aðilar, sem starfa að öryggismálum, taka í sama streng, enda virðast ástæðumar nægar. Kaldrifjuð rán við banka og bensínstöðvar undanfar- in misseri auk hárrar inn- brotatíðni í fyrirtæki og heimili hafa skapað óhug og ugg í þjóðfélaginu. Litla, verndaða nágrannaþjóðfé- lagið, þar sem smávægileg innbrot voru uppsláttarefni fjölmiðla, hefur breyst í harðara og miskunnarlaus- ara þjóðfélag þar sem slíkar uppákomur eru að verða daglegt brauð. Verðmæti og líf og limir fólks eru daglega í hættu. Til að varpa ljósi á hversu alvarlegt ástandið er orðið nægir að líta á nokkur rán í bönkum og bensínstöðvum síðustu ár. í febrúar 1984 réðst ungur maður, vopnaður haglabyssu, á tvo starfs- menn ÁTVR og stal af þeim dagssölu í Snorrabrautarútibúinu, tæpum tveimur milljónum króna. Hleypti árásarmaðurinn úr haglabyssunni á bíl starfsmannanna. Bæði hann og vit- orðsmaðurinn voru handteknir síðar og hlutu langa fangelsisdóma. í sama mánuði 1984 gekk ókunnur maður inn í útibú Iðnaðarbankans í Drafnarfelli og hrifsaði 364 þúsund krónur úr skúffu gjaldkera. Hann komst á brott og hefur ekki náðst. í janúar 1987 rændu þrír grímu- klæddir menn nokkur hundruð þús- und krónum þegar þeir réðust á verslunarstjóra Stórmarkaðsins í Kópavogi þar sem hann var staddur við útibú Útvegsbankans þar í bæ. Þeir komust undan með dagssölu föstudags. í apríl 1990 myrtu tveir menn starfsmann bensínstöðvar Esso við Stóragerði og rændu um 300 þúsund krónum úr peningaskáp stöðvarinn- ar. Mennimir voru handteknir og dæmdir í 18 og 20 ára fangelsi. í febrúar 1995 rændu tveir menn tvo starfsmenn Skeljungs hf. þegar þeir voru að fara með helgarsölu af bensínstöðvum fyrirtækisins á höfuð- borgarsvæðinu í útibú íslandsbanka við Lækjargötu. Þeir hurfu á brott með um 5 milljónir króna og hafa ekki fundist. í október í fyrra reyndi þrítugur maður að stela peningum úr útibúi Landsbankans við Háaleitisbraut. Sá stökk yfir afgreiðsluborðið og greip peninga úr skúffu eins gjaldkerans. Hann var yfirbugaður af viðskiptavin- um bankans á leið út með fenginn, nokkra tugi þúsunda króna. Nýjasta ránið átti sér síðan stað 18. desember síðastliðinn þegar þrír grímuklæddir og vopnaðir menn rændu útíbú Búnaðarbankans við Vesturgötu og komust á brott með mikið fé. Það rennur væntanlega kalt vatn milli skinns og hörunds margra for- ráðamanna fyrirtækja við slíkan lest- ur. En hvernig hafa fyriræki og stofn- brotamenn leggi til atlögu við pen- ingakassana þrátt fyrir að eiga á hættu að þekkjast síðar. Þetta er dæmigerð hegðun afbrotamannsins sem í leit að peningum til dagsins í dag lætur skeika sköpuðu um afdrif sín á morgun,“ segir Viðar og bætir við: „Fyrsta skylda forráðamanna af- greiðslustaðanna er að undirbúa starfsfólk sitt fyrir heimsókn afbrota- manna. Það breytir miklu um við- brögð starfsfólksins hvort það hefur fengið þjálfun í að bregðast rétt við svona árás.“ Viðar segir að þar sem áður hafi einungis verið beðið um þjófavama- kerfi með bjöllu úti á vegg sé nú í vaxandi mæli beðið um alhliða vamir fyrir afgreiðslustaðinn. „Öryggis- kerfi, sem tengt er öryggismiðstöð, er að verða sjálfsagður og nauðsyn- legur hluti af rekstri afgreiðslustaðar. Eigendur fyrirtækja sjá sér síðan oft- ar en ekki hag í því að fá staðfestingu öryggisfyrirtækis á öryggisviðbúnaði til að njóta lægri iðgjalda í trygging- um. Auk kerfanna hafa merkingar fælandi áhrif. Það eru fyrst og fremst staðir, sem ekki auglýsa að þeir njóti þjónustu öryggisfyrirtækja í vakt- 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.