Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 66

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 66
E23 Samtengdir_H fyrirlestrar á m sjónvarpssímum um allan heim I Póstur og sími selur myndsímabúnað frá fyrirtækinu PictureTel. Annað kerfið , System 4000 EX, er sjálf- stætt kerfi fyrir fundarherbergi eða sem færanlegur búnaður milli staða sem hægt er að leigja en þá útvegar leigutaki sjálfur sjónvarpstækið sem þarf. Hinn búnaðurinn, PCS 100, er ætlaður fyrir PC tölvu 486 vél. „Slík vél þarf að hafa lausar tengiraufar því búnaðinum fylgja tvö spjöld í hana og forrit. Þessu til viðbótar fylgir búnaðinum myndavél og sérbyggt símtæki," segir Jónas Sigurðsson, deildarstjóri hjá Pósti og síma. Hann segir að tölvubúnaðurinn kosti á bilinu 300-600 þúsund en System 4000 er mun dýrara. í grunninn er verðið á System 4000 um 4 milljónir en við þetta er fáanlegur töluverður auka- búnaður eins og hljóðkerfi, hátalarar og hljóðnemar í loft og á borð. Myndavélin, sem er ofan á sjónvarpstækinu, fer yfir 120° og hefur um 60° horn. Við þetta er hægt að tengja aukamyndavél á þrífæti sem getur skannað her- bergið. Vélarnar eru með aðdráttarlinsu og sjálfvirkum fókus. Einnig er hægt að vera með myndbandstæki tengt við búnaðinn og taka fundinn upp eða senda upptekið efni af spólu. Myndbandstækið getur þó ekki tekið upp mynd nema af öðrum enda, nærenda eða fjærenda, í einu en tekur upp allar samræður. Hægt er að bæta við þennan búnað öðru sjónvarpstæki og myndvarpa sem sendir í tvö- faldri upplausn. Jónas segir að enn sem komið er hafi fá fyrirtæki fjárfest í slíkum búnaði, enda þarf hann ISDN tengingu eða fasta einkatengingu sem leigð er af Pósti og síma. Jónas Sigurðsson og Friðrik Olgeir Júlíusson ræða við Ágúst Victorsson í System 4000 en hann talar hins vegar í PCS 100. Jónas nefnir nokkra möguleika myndsímans í gegnum tölvuskjá eða sjónvarpstæki. Lækningatæki hafa verið aðlöguð nýrri tækni og má nefna að maður getur farið í læknisskoðun í Tromsö en sérfræðingur er að fylgjast með sjúkdómsgeiningunni á sjúkrahúsinu sínu í Osló í beinni útsendingu! í dómkerfinu er tæknin notuð við yfirheyrslur fanga. Fanginn er yfirheyrður innan fangelsis- múranna en dómari er staddur í dómshúsinu. í breska þinginu reið einn þingmaður á vaðið fyrir ári og hefur nú samskipti við kjósendur í sínu kjördæmi í gegnum mynd- síma. Fundarmenn mæta á flokksskrifstofuna í kjördæm- inu en þingmaðurinn er í Lundúnum. Það, sem að framan er talið, er aðeins sýnishorn af ótölulegum notkunar- möguleikum myndsímans. Sjúkdómsgreining milli landshluta Jónas segir að myndsími sé töluvert notaður erlendis af ákveðnum fyrirtækjum og stofnunum. Sérhæfðir háskólar hafi notað sjónvarpssímann sem kennslutæki. Fyrirlestur- inn sé haldinn í einum háskóla en samtímis geti nemend- ur annarra skóla, innanlands eða utan, verið þátttakendur og gert fýrirspurnir. Þetta sé ólíkt sjónvarpi að því leyti að sjónvarp virki bara í eina átt, frá útsendingarstað til áhorf- enda, en myndsími er gagnvirkur. Salo ProjcclioiK Tveir í sama skjali Annar búnaður frá PictureTel, sem fylgir PCS mynd- símanum, er LiveShare. Það er skjalasamskiptabúnaður sem gerir tveimur eða fleiri kleift að vinna í sama skjali samtímis, að því gefnu að þeir séu að vinna í sama forrit- inu. Jón í Reykjavík og Gunna á Akureyri geta unnið sameiginlega að ályktun sem leggja á fram innan nokkurra mínútna. Með myndtengingu geta þau séð hvort annað á skjánum og talað sig saman um efnið. „Sænska þingið notar slíka tengingu við þing Evrópubandalagsins í Belgíu. Fulltrúar Svíþjóðar hjá Evrópubandalaginu eru því í beinum samskiptum við þingið í heimalandinu," segir Jónas. „Þetta fer rólega af stað hjá okkur en landinn er þekktur fyrir að tileinka sér nýjungar mjög hratt.“ LiveShare skjalasamsldptakerfið er hugbúnaður ætlaður einmenningstölvum. Með slíkan búnað geta tveir eða fleiri unnið í sama skjali samtímis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.