Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 67

Frjáls verslun - 01.02.1996, Síða 67
Einkasímstöðvar Pósts og síma Póstur og sími selur tvær gerðir af einkasímstöðvum, annars vegar frá franska fyrirtækinu Alcatel og hins vegar frá kanadíska fyrirtækinu Nortel. Þessar stöðvar hafa verið á markaði hér undanfarin ár. „Það verður hægt að fá Alcatel 4100 eða Nortel Meridian 1 Option 11 uppfærðar fyrir Samnetið en báðar þessar tegundir eiga kost á að fá ISDN tengingu með því að skipta um ákveðinn vélbúnað og hugbúnað. Það er í sjálfu sér mun ódýrara en að skipta um stöðina alla. Þessar stöðvar, sem seldar eru í dag, er hægt að fá strax tilbúnar með ISDN tengingu við almenna símakerfið. Yið höfum þegar tengt eina símstöð með stofntengingu (30B+D) og grunntengingu (2B+D). Kosturinn er sá að fyrirtækin Alcatel einkasímstöðvamar em ætlaðar Samnetinu og bjóða einnig upp á þráðlausa síma. geta notað símstöðvarnar fyrir gagnaflutning, talflutn- ing og myndflutning í gegn- um símstöðina. Þannig er hægt að samnýta rásirnar fyrir tal og tölvugögn,“ segir Friðrik Olgeir Júlíusson, tæknifræðingur hjá P&S. Alcatel frá Frakklandi PietureTel Live PCS 100 er myndsímabúnaður f\rir einmenningstölvur. ISDN-TÆKNIN „Frönsku Alcatel stöðvarnar (4220) geta stærstar orðið 128 port og eru í raun ætlaðar millifyrirtækjum, með 50-60 notendum. Alcatel 4220 eru ISDN samhæfðar og bjóða upp á allan nýjas- ta búnað sem fáanlegur er í einkasím- stöðvum i dag. Meðal annars bjóða þær upp á DECT þráðlausar lausnir. Hönnun símtækjanna er mjög skemmtileg og hægt að bjóða upp á marga aðgengilega þjónustu í gegnum símtækin. Yið þessar stöðvar er hægt að kaupa talhólf sem notað er fyrir kynn- ingartexta þegar það er á tali eða símtöl í bið. Alcatel hefur verið á markaði í rúm tíu ár og sannað gildi sitt. Mörg stór fyrirtæki hafa Alcatel einkasímstöðvar sem eru uppfæran- legar,“ segir Ágúst Victorsson, sölumaður símstöðva. Nortel frá Kanada „Nortel Meridian 1 Option 11 er ætluð stærri fyrirtækjum með mikil síma- og gagnaumsvif, svo sem bönkum og tryggingarfélögum. Þessar stöðvar eru uppfæranlegar í ISDN. Þær geta orðið 400 port og síðan er hægt að nettengja þær innbyrðis. Þær hafa líka innbyggð þráðlaus sambönd. Þannig geta öll bankaútibúin verið með samsvarandi símtöðvar en kerfið virkar eins og ein heild gagnvart notandanum. Allar aðgerðir, eins og að flytja síma og taka við skilaboðum á skjá, virka eins og þær séu að koma í gegnum eina stöð. Happdrætti Háskóla íslands er fyrsta fyrirtækið með Meridian sem uppfærir stöðina inn í ISDN umhverfið, grunntengingu og stofn- tengingu . Aðrir notendur hafa pantað uppfærslu inn í nýja samnetskerfið. í þessar stöðvar er hægt að fá innbyggð talhólfakerfi og það sem kallað er ACD, það er að segja beina svörun. Símstöðin sér um að fyrsta borð, sem laust er, fái kallið en það þýðir að biðtími viðskiptavinarins stytt- ist og öllum er svarað í réttri röð,“ segir Agúst. „Annar stór kostur þessarar stöðvar er að auðvelt er að halda fjarfundi í gegnum tölvur eða sjónvarp innan stöðv- arinnar. Forstjóri fyrirtækisins gæti til dæmis fundað reglulega rtieð ákveðnum starfsmönnum útibúa í gegnum sjónvarp, án þess að fara af sinni skrifstofu. Slíkir fundir eru haldnir á innanhússsambandi símstöðvarinnar, án skrefagjalda,“ segir Friðrik Olgeir. PÓSTUR OG SÍMI 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.