Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 68

Frjáls verslun - 01.02.1996, Side 68
Einar H. Reynis, rafeindavirkjameistari hjá Pósti og síma, um Samnet símans: „Símaþjónustan tekur mikið framfaraskref með opnun Samnetsins. Með Samnetinu eru tengingar stafrænar sem þýðir miklu fleiri möguleika en áður. Ymis nýr notenda- búnaður verður fáanlegur og annar tekur miklum breyt- ingum, eins og til að mynda símtæki. Samnetið er hluti af áratugalangri þróun símkerfisins og notar sömu símalínur og áður,“ segir Einar H. Reynis, rafeindavirkjameistari hjá Pósti og síma. ISDN kerfið hefur fengið íslenska heitið Samnet. Á Samnetið er hægt að raða símum, tölvum, faxtækjum og fleiru. Einn möguleiki er samtenging tölvu og símans. Hugsum okkur fyrirtæki í þjónustu, sem er með ákveðinn hóp viðskiptavina, til dæmis pizzastað. Um leið og við- skiptavinurinn hringir inn nemur samnetssíminn úr hvaða númeri hann hringir. Þessi viðskiptamaður er skráður undir nafni og símanúmeri hjá pizzastaðnum og þegar síminn skynjar númerið sendir hann boð til tölvunn- ar um að fletta viðkomandi upp. Þegar afgreiðslumaðurinn svarar símanum birtast upplýsingar á skjá fyrir framan hann. Jói í afgreiðslunni sér að Gunnar er vanur að kaupa 12” pizzu með pepperoni og sveppum, nánast vikulega. „Þetta er mjög einfaldað form á þessum tölvuviðskiptum til þess að sem flestir geri sér grein fyrir möguleikunum. Dæmið gætí verið um bókasafn, vídeóleigu, hótel eða hvað annað það fyrirtæki sem hefur upplýsingar um viðskiptamenn," segir Einar. Allt þetta er mögulegt að því gefnu að viðskiptamaðurinn se að hringja úr því númeri sem hann er skráður fyrir hjá fyrirtækinu, en ekki úr síma Gunnu frænku í Hraunbænum. Viðskiptavinurinn getur verið skráður undir mörgum númerum, bílasímanum, heimasímanum og símanum á vinnustað. Samræmdur búnaður Einar segir að allur samnetsbúnaður verði að standast Evrópustaðla. Sé notaður samnetssímabúnaður í Grikk- 68

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.