Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 71

Frjáls verslun - 01.02.1996, Page 71
Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri (t.v.) og Dæmi um uppsetningu á tölvu og símatengingu til mvndsímafunda. Þráinn Hauksson, markaðsfulltrúi hjá Nýherja- Radíóstofu. ■Radíóstofu Amuse stendur fyrir Advanced Multimedia Services for Residential Users og er evrópskt samstarfsverkefni 22 fyrirtækja og háskóla. Háskóli íslands, Póstur og sími, ásamt Nýherja, eru fulltrúar verkefnisins á Islandi. Verkefnið stendur yfir í þrjú ár og á þeim tíma verða framkvæmdar tvær tilraunir með raunverulegum notend- um. í byrjun árs 1997 hefst fyrri tilraunin með 10 heim- ilum á höfuðborgarsvæðinu. Þar verður boðið upp á þjónustu eins og heimabanka, heimaverslun, fréttaþjónus- tu og myndbandaleigu. í tilrauninni verður lögð áhersla á að meta hraða netsins og gæði þjónustunnar. Niður- stöðurnar verða síðan notaðar sem innlegg í ATM og DAVIC staðlaráðin og til að betrumbæta netið og þjónust- una fyrir seinni tilraunina. „Nýjung hjá Radíóstofu er sala á einkasímstöðvum. Við getum boðið margar gerðir símstöðva frá viðurkenndum framleiðendum. Við ætlum okkur stóran hlut á þessum markaði," segja Þráinn og Sveinn. Fjarfundir eru framtíðin Eitt starfssvið Nýherja-Radíóstofu er svokallaðir skjá- fundir/fjarfundir/videoconferencing. Þetta er tækni sem felst í því að flytja mynd og hljóð milli staða um símalínu óháð vegalengd. Skipta má í þrjá aðalhluta þeim möguleikum sem þessi tækni bíður upp á: 1. Að bæta þar til gerðu korti og myndavél við venjulega PC tölvu þannig að í viðbót við þau venjulegu gögn, sem send eru á milli tölva, er mynd frá myndavél einnig með í spilinu. Dæmi um útbúnað fvrir fjarfund. Sjónvarpstæki, myndavél, hljóðnemar «g skamskiptabúnaður. 2. Vídeósími/myndsími, þar sem til viðbótar venjulegum síma er skjár á símanum og með tilkomu ISDN samnets Pósts og síma næst aukinn hraði á venjulega símalínu sem gerir kleift að að senda bæði mynd og hljóð milli tveggja staða með ágætum árangri. 3. Eiginlegur fjar/skjáfundur og er hér bent á búnað sem Radíóstofa seldi nýlega til Sölumiðstöðvar liraðfrysti- húsanna fyrir Reykjavík-Akureyri. Með tilkomu ISDN samnetsins og þeirrar hraðagetu sem það býður upp á er hægt að senda þessar upplýsingar, mynd og hljóð, um ven- julega símalínu ISDN. Þó skal þess getið að nýjasta tækni á þessu sviði er að geta nýtt sér allt að þrjár símalínur í einu og með því að auka hraða sendingar verður myndflutningur ekki lengur tafinn eða hægur heldur mjög eðlilegur. NÝHERJI RADÍ ÓSTOFAN SKIPHOLTI 37 - SÍMI 569 7600 Alltaf skrefi á undan 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.