Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 72

Frjáls verslun - 01.02.1996, Qupperneq 72
Starfsmenn Gagnaflutninga/Opinna kerfa leggja áherslu á ráðgjöf. Frá vinstri: Benedikt Gröndal, Jóhann Friðrik Kristjánsson, Heimir Sigurðsson og Hans Pétur Jónsson. Opin kerfi hf. (Hewlett Packard umboðið á íslandi) hafa ákveðið að leggja sérstaka áherslu á lausnir á sviði tölvusamskipta. Þessi hluti starfsemi Opinna kerfa hf. verður undir einum hatti í deild sem hlotið hefur nafnið Gagnaflutningar. Starf þetta leiða Heimir Sigurðsson og Benedikt Gröndal en einnig koma að málinu aðrir starfs- menn Opinna kerfa hf. sem hafa áralanga reynslu við lausn flókinna verkefna. Á síðustu mánuðum hefur verið unnið við að skoða ýmis sóknarfæri og ber hæst lausnir fýrir hina nýju Samnets (ISDN) þjónustu Pósts og síma. Einnig má geta til gamans að Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. hafa sett upp þráðlaus mótöld innanbæjar en einnig milli Reykjavíkur og Akraness. Samnetið leikur stórt hlutverk í þessum uppsetningum sem varaleið ef samband fellur niður. „Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. eru í samvinnu við nokkur fyrirtæki á sviði ISDN lausna. Búnaður frá þessum fýrirtækjum skarast að einhverju leyti en við viljum leggja áherslu á að bjóða okkar viðskiptavinum heildarlausnir sem henta fyrirtækjunum. Utgangspunktur okkar er ráðgjöf, þar sem farið er í gegnum þarfir fýrirtækjanna, og síðan er valinn búnaður sem hentar,“ segir Heimir Sigurðsson. Gagnaflutningar/Opin kerfi hf. hófu undirbúning að því að bjóða lausnir fyrir Samnetið með því að senda menn á námskeið auk þess að haldið var námskeið fýrir viðskipta- vini. Fyrirtækið var í hópi þeirra fýrstu sem fengu prófun- arlínur frá Pósti og síma og hafa starfsmenn prófað búnað frá samstarfsaðilum eins og Cisco Systems, Ascend, Combinet og fleirum. Tengdar hafa verið einstakar ein- menningstölvur við miðlægan búnað en einnig hafa verið prófaðar samtengingar neta. Fyrirtækið hefur einnig flutt inn samnetssíma og netmarkabúnað fýrir Samnetið. „Mikilvægt er að bera saman þá möguleika sem fýrirtækjunum bjóðast á sviði tölvusamskipta," segir Heimir. „í dag standa til boða a.m.k. þrír möguleikar fyrir almenn tölvu(net)samskipti, það er leigulína, Háhraðanet Pósts og síma og Samnetið. Mikilvægt er að gera sér grein Möguleikarnir bornir saman 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.