Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 80

Frjáls verslun - 01.02.1996, Blaðsíða 80
FOLK LEIFUR STEINN ELÍASSON, VISA Leifur Steinn Elíasson, aðstoðarframkvæmdastjóri VISA ísland. Hann er menntaður hagfræðingur frá Lunds Universitet í Svíþjóð. Hann er fæddur og uppalinn í Búðardal. Qyrirtækið hefur vax- ið mjög hratt á liðn- um árum. Þegar ég hóf hér störf 10. desember 1986 urðu starfsmenn þar með fimmtán talsins en nú eru þeir um sextíu. Fyrir- tækið hefur á sama tíma vaxið verulega að öðru leyti og eru gild VISA greiðslu- kort nú talsvert á þriðja hundrað þúsund, yfir eitt hundrað þúsund kreditkort og annað eins af debetkort- um. Það er mjög fátítt í heiminum að markaðshlut- deild VISA í einu landi sé jafn mikil og hérlendis, eða um 76%“ segir Leifur Steinn Ehasson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VISA- ísland Greiðslumiðlunar hf. Leifur Steinn er, auk þess að vera staðgengill fram- kvæmdastjóra, forstöðu- maður stjórnsýslusviðs fyrirtækisins og hefur um- sjón með daglegum rekstri. Til sérverkefna teljast m.a. öll fiármál og starfsmanna- hald. VISA byrjaði á íslandi sem deild í Landsbankanum 1981 en VISA ísland var stofnað af nokkrum bönkum og sparisjóðum árið 1983. í byrjun var þjónustan ein- faldari, eingöngu voru gefin út almenn greiðslukort og gerðir samningar við sölu- og þjónustuaðila um mót- töku VISA. Nú eru gefnar út fimm tegundir kreditkorta: Gullkort, Farkort, Almenn kort og viðskiptakort í silfri og gulli, auk VISA-Electron debetkorta. Nær öll við- skipti eru orðin rafræn og séríslenskar þjónustugrein- ar, eins og raðgreiðslur, boðgreiðslur og „Alefli“, þar sem korthafar geta fyrirhafnarlaust flutt fé af korti sínu tO góðra mála, eru mjög vinsælar. VISA ísland er nú í eigu bankanna þriggja og langflestra sparisjóða landsins. Leifur Steinn er mennt- aður hagfræðingur frá Lunds Universitet í Svíþjóð. Um skeið vann hann hjá tölvufyrirtæki og kenndi á tölvusviði. Leifur Steinn fæddist í Búðardal árið 1951. „Ég ólst upp í Dölunum hjá góðum foreldrum. Ég fór í heima- vistarskóla að Laugum sem ungur drengur og síðan í heimavist að Reykjum í Hrútafirði þar sem ég lauk landsprófi. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann að Laugar- vatni og stúdentsprófi lauk ég 1971.“ Haustið 1971, þegar hann flutti til Reykjavíkur, keypti hann sér litla íbúð. Fljótlega stofnaði hann heimili með eiginkonunni, Sveinbjörgu Júhu Svavarsdóttur, og fyrsta barnið kom í heiminn. Um skeið stundaði hann nám í viðskiptafræði í HÍ en hvarf frá því, enda bættust húsbygging og aukin vinna við. Þá tóku þau hjón sig upp og héldu til Svíþjóðar þar sem þau dvöldu frá 1976 til 1981. „Það var ákaflega gott að búa og nema í Lundi. Ég bjó að veru minni í HÍ og sóttist námið vel.“ Svein- björg Júh'a hóf nám við há- skólann í Lundi og lauk seinna BA-prófi og starfs- réttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla íslands. Hún starfar nú sem félagsráð- gjafi við geðdeild Landspít- alans. Börnin þeirra hjóna eru fjögur á öllum skólastigum. Það yngsta, 5 ára telpa, í leikskóla, þá 7 ára drengur í grunnskóla, 16 ára stúlka í menntaskóla og frumburð- urhin, tvítug stúlka, við nám í Háskóla íslands. „Tómstundir okkar taka verulega mið af fjölskyldu- stærð og aldursdreifingu. Við búum í Ártúnsholtinu og þaðan er stutt í gönguleiðir um Elhðaárdal. Þá erum við tíðir gestir sundstaða. Við eigum h'tið sumarhús fyrir austan fjall og þangað förum við oft til hvíldar. Stundum með öll bömin fjögur og stundum aðeins með þau tvö yngstu. Dalina sækjum við einnig oft heim. Ég er einn af stofnendum Rótar- ýklúbbs Árbæjar og tek virkan þátt í starfinu," segir Leifur Steinn. „Sem menntaskólapiltur var ég leiðsögumaður á sumrin við Laxá í Dölum. Þar kynntist ég meðal annars Neil Arm- strong geimfara, sem fyrst- ur manna kom til tunglsins, og Jessicu Lange, leikkonu í Hollywood. En ég kynntist líka laxveiðinni og við hjónin höfum það fyrir reglu að fara til veiða á hveiju sumri. TEXTI: JÓHANNA Á.H. JÓHANNSDÓTTIR MYNDIR: BRAGI P. JÓSEFSSON 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.