Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 6
RITSTJORN ARGREIN
LÆRUM AF HONUM!
Skólaganga Aðalsteins Jónssonar, sem Frjáls
verslun hefur útnefnt sem mann ársins 1996 í ís-
lensku viðskiptalífi, var af skomum skammti. Hún
hófst þegar hann var í kringum 10 ára aldurinn og
lauk eftir fermingu. Það var allt og sumt. Engu að
síður geta íslendingar og íslenskir nemendur lært
margt af honum. Þeir geta séð hvað
eldmóður og áhugi — kjarkur og þor —
drífa menn langt áfram. Aðalsteinn
Jónsson stendur upp úr meðalmennsk-
unni og einkunnir hans í atvinnu-
rekstri þola vel að vera birtar.
Nýverið fengu íslensk börn á bauk-
inn þegar ljós kom að þau standa ekki
jafnöldrum sínum erlendis að sporði í
kunnáttu í raungreinum. Þessi fall-
einkunn var örugglega einn versti
skellurinn sem íslenskt þjóðarstolt
varð fyrir á árinu 1996. Þegar var leit-
að logandi Ijósi að einhverjum söku-
dólg. Skuldinni var skellt á skólakerfið. Nefnt var
að laun kennara væm það lág að þau ýttu fólki frá
kennslu. Sömuleiðis var fullyrt að lítil rækt væri
lögð við góða nemendur — að allt miðaðist þess í
stað við meðalmennskuna; — að ýta undir þá slöku!
íslensk æska rís aldrei upp úr meðalmennskunni
nema hún rækti með sér eldmóð og áhuga á náminu.
Það getur enginn haft áhuga fyrir hana. Áhugi kem-
ur að innan. En hins vegar er hægt að vekja upp
áhuga. Það verður best gert með því að verðlauna
góðan árangur — verðlauna þá sem skara fram úr,
standa upp úr.
Nám er fýrst og fremst vinna — vinna nemend-
anna sjálfra. Það, að íslensk æska hefur fengið á
baukinn í kunnáttu í raungreinum, segir aðeins
eitt: fslensk börn leggja ekki eins hart að sér í námi
og jafnaldrar þeirra erlendis. Þau vinna ekki eins
mikið. Þau skortir áhuga á náminu. Um leið og
áhuginn á að skara fram úr, vinna meira, leggja
harðar að sér, standa sig, uppsker íslensk æska
hærri einkunnir á alþjóðlegum vettvangi. Fólk upp-
sker eins og það sáir!
Aðalsteinn Jónsson hefur með dugn-
aði og áhuga á að standa sig uppskorið
laun erfiðis síns. Hann er af fátæku
fólki og missti föður sinn þegar hann
var aðeins 6 ára. Hann er næstyngstur
sex systkina. Aðeins 10 ára var hann
farinn að hjálpa móður sinni og bræðr-
um við að draga björg í bú. Hann sá
aldrei pening fyrir vinnu sína fýrr en
hann varð 15 ára. Það rann allt til
heimilisins. Æskan mótaði hann — og
agaði hann — en gaf honum í leiðinni
von. Það er hægt að klífa tinda ef menn
hafa áhuga á því.
Áhugi og eldmóður Aðalsteins birtist í því að hann
vill ætíð gera meira og gera betur — stækka og
breyta. Framkvæma. Hann segir sjálfur að það sé
ekkert gaman þegar hlutirnir standa í stað. Hann
bætir við að sér finnist fyrst og fremst gaman að líta
út um gluggann og sjá árangur erfiðis síns, sjá hvað
hann hafi átt þátt í að byggja upp.
Tindurinn blasir við úr stofuglugga Aðalsteins
Jónssonar — Hólmatindurinn. Þennan tind klauf
hann í æsku án þess að blása úr nös. En hann hefði
aldrei komist á tindinn í íslensku atvinnulífi án þess
að leggja hart að sér. Til þess þurfti hann bæði
áhuga og vilja til að skara fram úr. íslensk æska í
meðalmennsku getur lært margt af honum. Við get-
um öll lært af honum!
Jón G. Hauksson
:J fim'j =1 '
ISSN 1017-3544
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur
RITSTJÓRI 0G ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson — ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. — SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23,
105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 — RITSTJÓRN: Sími 561-7575. — AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 —
ÁSKRIFTARVERÐ: 3.315 kr. fyrir 6.-U. tbl., þar af bókin 100 stærstu 995 kr. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími
GSM 89-23334.
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
6