Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 27

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 27
yngsta bamið svaf uppi á lofti á hrúgu af strigapokum." En em góðir tímar í dag? Er gott að reka fyrirtæki í sjávarútvegi í dag? „Þetta kemst næst gömlu síldarár- unum að því leyti. Það gengur vel núna. Loðnan og síldin sjá um það.“ HVER Á AÐ ERFA LANDIÐ? Alli og Guðlaug eiga þijú böm. Elst er Eríka Elva sem er þroskaheft og hefur alltaf dvalið að mestu í foreldra- húsum. Næst er Björk sem er gift Þorsteini Kristjánssyni skipstjóra og þau eiga þrjú böm. Yngstur er Krist- inn giftur Öldu Vemharðsdóttur og eiga þau þrjú böm. Auk þessa ætt- leiddu og ólu Alli og Guðlaug upp Elv- ar son Bjarkar. Sá býr í Reykjavík og starfrækir fyrirtækið Fiskimið sem selur meðal annars allar afurðir fiski- mjölsverksmiðjunnar. „Lífið byrjar ekki fyrr en maður eignast böm,“ segir Alli. „Þá hefur maður eitthvað til þess að lifa fyrir. Ég tel það eitt mitt mesta happ að hafa fengið að ala upp þessi börn og sérstaklega Elvar. Það var óvænt ánægja sem hefur veitt mér mikla gleði.“ Kristinn, sonur Alla, rekur eigið fyrirtæki á Eskifirði og er m.a. um- boðsmaður fyrir Eimskip og fleiri fýrirtæki. Þorsteinn, tengdasonur Alla, er skipstjóri á Hólmaborginni og Alli kallar hann arftaka sinn bæði í gamni og alvöru. Þannig hefur Alli búið svo um hnút- ana að erfmgjarnir taka við fyrirtæk- inu. Ekkert fer í burtu. Allt verður á sínum stað. „ÉG ER EKKISKAÐASÁR" Alli segir að hann sé ekki skaðasár. Ef eitthvað fer illa, tapast eða aflag- ast, þá lætur hann það ekki trufla sig en heldur ótrauður sínu striki fullur bjartsýni. „Það er þá farið og þýðir ekki að fást um það.“ Hann segir að þetta sé hentugur eiginleiki í atvinnurekstri sem á allt sitt undir svipulum sjávarafla og óút- reiknanlegum og duttlungafullum fiskum. „Það geta ekki aðrir verið í þessu en þeir sem em hæfilega léttlyndir og kærulausir. Ég er fæddur með þess- um ósköpum.“ Hann segist heldur ekki vera skaðasár út af sjóninni sem nú er að svíkja hann hin síðari ár. Fyrir tveim- ur ámm blæddi inn á annan augnbotn- inn og nú er komin kölkun í hinn. Við þessu er ekkert að gera, segja lækn- ar. Þeir töldu framan af að sjón Alla myndi ekki hraka mikið en henni hef- ur farið aftur jafnt og þétt. Sjónin er það slæm að hann getur ekkert lesið lengur og á bágt með að bera kennsl á fólk fyrr en það segir til sín. Hann á erfitt með að átta sig á mishæðum þegar hann gengur og fer því hægt yfir. En hann getur spilað ennþá. „Þeir útbjuggu fyrir mig sérstakan lampa með ljósi og stækkunargleri strákamir. Þeir vilja hafa gamla manninn með ennþá og ég vil gjaman spila meðan ég get.“ En finnst athafnamanninum ekkert erfitt að vera ef til vill að missa sjónina alveg? „Það þýðir ekkert víl eða vol yfir því. Ég hef séð eins og fálki í meira en sjötíu ár og ég er sjálfsagt búinn að sjá nóg. Mér líður afskaplega vel að öðm leyti og verð bara að taka þessu.“ Alli er orðinn hundvanur að spjalla við blaðamenn á löngum ferli og það er fastur liður að hann sé spurður hvort viðumefnið ríki sé réttnefni. Sagan bak við viðurnefnið er sú að til Eskifjarðar kom blaðamaður af Þjóð- viljanum sem Alli nennti ekki að tala við. Það var síldaræði í gangi og ekk- ert annað komst að. Blaðamaðurinn skrifaði samt viðtal sem Alli segir að hafi verið lýgi frá rótum og þar var Aðalsteinn Jónsson ávallt titlaður Alli ríki. „Ég er ekki ríkur. Maður, sem er að verða 75 ára, er ekki lengur ríkur. Ungt fólk, sem á allt lífið fram undan í þessu yndislega fagra landi, það er stórríkt. “ ÞAÐ ER GAMAN AÐ SPILA Alli er harður spilamaður og hefur haft yndi af spilum frá unga aldri. Þegar hann var á vertíð í Sandgerði sem ungur maður þá styttu menn sér stundir í landlegum við að spila og þar greip bakterían um sig. Alli hefur alltaf spilað og verðlaunagripir og við- Nýir, stæltir og sterkir bílar til leigu um land allt. Við bjóðum nýja bíla sem uppfylla ströngustu kröfur Hertz, á sex stöðum á landinu. Þú getur skilað bílnum á þeim afgreiðslustað sem þér hentar best. Reykjavík: Aðalskrifstofa, Flugvallarvegi. Reykjavíkurflugvöllur. Sími: 50 50 600. Akureyri: Akureyrarflugvöllur. Sími: 461 1005. Egilsstaðir: Egilsstaðaflugvöllur. Sími: 471 1210. Höfn: 5 Homaljarðarflugvöllur. f Sími: 478 1250. : Keflavík: i Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Sími: 425 0221. Vestmannaeyj ar: Vestmannaeyjaflugvöllur. Sími: 481 3300. ^ FLUGLEIÐIR tLídúE Bílaleiga 27

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.