Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 28
Dómnefxid Frjálsrar verslunar. Frá vinstri:
Þorgeir Baldursson, forstjóri Prentsmiðjunn-
ar Odda, Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Hót-
el Holti, Magnús Hreggviðsson, stjómarfor-
maður Fróða, formaður dómnefndar, Bene-
dikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talna-
könnunar, eiganda Frjálsrar verslunar, Guð-
mundur Magnússon, prófessor í hagfræði, og
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslun-
Jafet Ólafsson, fyrrum útv-
arpsstjóri íslenska útvar-
psfélagsins, eru gengnir úr
nefndinni.
Dómenfndin er þannig
skipuð: Formaður er eins og
áður Magnús Hreggviðsson,
stjómarformaður Fróða,
fyrmm útgefanda blaðsins,
Benedikt Jóhannesson,
framkvæmdastjóri Talna-
könnunar, eiganda Fijálsrar
verslunar, Guðmundur
Magnússon, prófessor í hag-
fræði, Þorgeir Baldursson,
forstjóri Prentsmiðjunnar
Odda, Skúli Þorvaldsson,
hótelstjóri á Hótel Holti, og
Jón G. Hauksson, ritstjóri
Frjálsrar verslunar.
ALLIER SA NIUNDI
Htnefning Aðalsteins Jónsson-
ar, forstjóra Hraðfrystihúss
Eskifjarðar og helsta eiganda
fyrirtækisins, er níunda útnefning
Fijálsrar verslunar á manni ársins - á
jafn mörgum árum.
Sú breyting hefur orðið á að Fijáls
verslun stendur núna ein að útnefn-
ingunni en frá upphafi hefur hún verið
í samvinnu við Stöð 2. Þessi ákvörð-
un var tekin er eigendaskipti urðu að
Fijálsri verslun um síðustu áramót og
núverandi eigandi, Talnakönnun, tók
við útgáfunni af Fróða.
Ennfremur hefur orðið vemleg
breyting á dómnefndinni sem velur
mann ársins. Þeir Erlendur Einars-
son, fyrrum forstjóri Sambandsins,
Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri
og stjórnarformaður Flugleiða, og
Til gamans má geta þess að tveir
núverandi nefndarmanna, þeir Skúli
Þorvaldsson, hótelstjóri á Hótel
Holti, og Þorgeir Baldursson, for-
stjóri Prentsmiðjunnar Odda, hafa
verið útnefndir sem menn ársins í við-
skiptalífinu.
Skúli var útnefndur árið 1991 ásamt
föður sínum, Þorvaldi Guðmundssyni
í Sfld og fisk. Þorgeir var útnefndur
árið eftir, 1992.
Tilgangurinn með útnefningunni á
manni ársins í viðskiptalífinu er að
vekja athygli á því sem vel er gert í
íslensku viðskipta- og atvinnuhfi og
hvetja íslenska athafnamenn og fyrir-
tæki til dáða. Jákvæð umræða um
rekstur fyrirtækja er nauðsynleg og
hvetjandi.
UTNEFNDIR HAFA VERIÐ
1988:
Jóhann Jóhannsson og Sigtryggur
Helgason, eigendur Brimborgar.
1989:
Þorsteinn Már Baldvinsson og
bræðurnir Þorsteinn og Kristján
Vilhelmssynir, eigendur
Samherja.
1990:
Pálmi Jónsson í Hagkaup.
1991:
Feðgarnir Þorvaldur
Guðmundsson og Skúli
Þorvaldsson.
1992:
Þorgeir Baldursson, Jorstjóri
Prentsmiðjunnar Odda.
1993:
Hjónin Ágúst Sigurðsson og
Guðrún Lárusdóttir, eigendur
Stálskips í Hajnarjirði.
1994:
Sighvatur Bjarnason,
Jramkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar í Eyjum.
1995:
Össur Kristinsson,
uppfinningamaður og eigandi
Össurar hf.
1996:
Aðalsteinn Jónsson, forstjóri og
aðaleigandi Hraðfrystihúss
Eskifjarðar.
urkenningar standa í löngum röðum
uppi á skáp á Bakkastígnum. Nú sein-
ast fór sveit hans og keppti á Islands-
meistarmóti og var eina sveitin utan
af landi sem komst í úrslit.
Með honum í sveitinni eru Kristján
Kristjánsson, núverandi forseti
Bridgesambandsins, og Ásgeir Met-
úsalemsson, skrifstofustjóri Kaupfé-
lags Héraðsbúa. Þessir eru saman en
makker Alla er Gísli Stefánsson múr-
ari. Þetta eru harðir spilajaxlar og
vanir menn. „Gísli er afbragðs dreng-
ur. Hann er að læra að spila, er í læri
hjá mér. Dálítið brokkgengur en hann
er svo góður drengur að maður fyrir-
gefur það.“
En hefur Alli einhvern tímann spil-
að upp á peninga?
„Það kom fyrir hér í gamla daga
þegar við Ásgrímur Halldórsson, vin-
ur minn, vorum að skemmta okkur í
Reykjavík. Þá fórum við stundum og
tókum í spil upp á peninga. Við unnum
stundum og töpuðum stundum.
Þegar við töpuðum þá borguðum við
skuldina en þegar við unnum þá gáf-
um við hinum það eftir að loknu spili
og buðum þeim í glas. Við vorum
alltaf velkomnir. “
28