Frjáls verslun - 01.11.1996, Síða 30
„MEÐ VffiNGI"
Umræddar auglýsingar
eru beinlínis skopstæling á
alþekktum dömubindaaug-
lýsingum sem margir hafa
mæðst yfir undanfarin ár.
Auglýsingamar sýna
allar skrifstofumenn á
ýmsum aldri sem skýra í
trúnaðartón frá mánaðar-
legum vanda sínum. Þeir
voru gríðarlega óömggir
með sig og í lok mánaðar-
ins voru þeir famir að loka
að sér á skrifstofunni og
hleyptu engum inn því það
flóði allt út um allt. En svo
fundu þeir lausnina og
urðu fullkomlega öruggir,
Leitz bréfabindin. Og það
stóð ekki á viðbrögðunum.
Þjóðin orgaði af hlátri.
„Ég fór að hitta nýja
bankastjórann minn
skömmu eftir að auglýs-
ingamar fóm í loftið. Ég
þekki manninn ekki neitt
en fór að skima í hillurnar
hjá honum og sá þar fullt af
möppum og bréfabindum
sem vom ekki af gerðinni
Leitz og sagði sem svo:
„Þú notar ekki réttu
bindin.“
Hann leit upp og var
fyrst mjög skrýtinn á svip
en sagði svo í samsærist-
ón:
„Enda er ég afskaplega
óömggur með mig.“
Þá vissi ég að við höfð-
um hitt í mark, “ sagði
Þorvaldur.
Þeir starfa saman hjá auglýsingastofunni Hið opinbera og eiga heiðurinn af auglýsing-
unum um Leitz bréfabindin sem kitlað hafa hláturtaugar landsmanna að undanförnu.
Frá vinstri: Jón Ámason auglýsingafulltrúi, Halldór Gunnarsson textasmiður og Þor-
valdur Óttar Guðlaugsson, grafískur hönnuður. FV-mynd: Geir Ólafsson
g hef verið í þess-
um bransa í um 14
ár og man varla eft-
ir annarri eins svömn eftir
stuttantíma, — sagðiÞor-
valdur Óttar Guðlaugsson
grafískur hönnuður í sam-
tali við Frjálsa verslun.
Það eru Þorvaldur, Jón
Ámason auglýsingafulltrúi
og Halldór Gunnarsson
textasmiður, sem starfa
saman hjá Hinu opinbera,
sem eiga heiðurinn af aug-
lýsingunum um Leitz
bréfabindin sem hafa kitlað
hláturtaugar landsmanna
að undanförnu. Styrmir
Sigurðsson kvikmynda-
gerðarmaður hjá Þröng-
sýni framleiddi og leik-
stýrði.
Leitz bréfabindin eru „með vængi“.
Þær fyndnustu:
w
RETTl 1BINDIN
Fyndnustu auglýsingar ársins, að mati Frjálsrar verslunar, eru tvímælalaust
auglýsingarnar á Leitz bréfabindunum. Gert er óborganlegt grín að
víbfrægum auglýsingum á dömubindum. Ogþjóðin hefur orgað afhlátri!
30