Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 36
Finnur Ingólfsson, viðskipta- og iðnaðarráðherra.
Hver verða helstu forgangsverkefni
iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ár-
inu ’97?
Það er af mörgu að taka en trúlega
verða formbreyting ríkisviðskipta-
bankanna og sameining fjárfestingar-
lánasjóðanna fyrirferðamest í við-
skiptaráðuneytinu. í iðnaðarráðu-
neytinu verða það skipulagsbreyting-
ar í orkumálum, áframhaldandi vinna
við að treysta rekstrargrundvöll lítilla
og meðalstórra fyrirtækja svo og
vinna við að laða að aukna erlenda
fjárfestingu sem verða í fyrirrúmi.
Markmiðið með vinnunni í báðum
ráðuneytum er að jafna og treysta
samkeppnisstöðu íslenskra fyrir-
tækja, auka hagvöxt, fjölga störfum
og þar með að bæta hag fyrirtækja og
fjölskyldna í landinu.
Hvað varstu ánægðastur með sem
iðnaðar- og viðskiparáðherra á ár-
inu ’96?
Ótal margt en sem dæmi: vöxt í
starfsemi lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja, glögg áhrif erlendrar fjárfest-
ingar á efnahagslffið, umsvif íslenskra
fyrirtækja erlendis, aukna virkni
hlutabréfamarkaðar, mikla grósku á
fjármálamarkaði, nýir vaxtabroddar f
iðnaði vekja gleði, s.s. íhugbúnaðar-,
lyfja- og afþreyingariðnaði, störfum
fjölgaði um 3000, vitund fólks um
nauðsjm breytinga á lífeyrissjóða-
kerfinu eykst og þannig mætti lengi
telja.
Hvað olli þér mestum vonbrigðum
sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra
á árinu ’96?
Ætli ég verði ekki að nefna að ég
hefði kosið að sjá marga hluti ganga
hraðar t.d. að ljúka sameiningu fjár-
festingarlánasjóðanna og að koma hér
á fót nýsköpunarsjóði fyrir allt at-
vinnulffið. Þá hefði ég líka viljað ljúka
við rekstrarformbreytingu ríkisvið-
skiptabankanna á þessu ári. Bæði
málin eru hins vegar gríðarlega
vandasöm og við höfum lagt á það ríka
áherslu að vanda til verksins. Það er
brýnna en að koma þeim
fram á árinu.
Hvert var helsta afrek
ríkisstjómarinnar á ár-
inu 1996 að þínu mati?
Að takast skyldi að
skapa aðstæður fyrir þá
miklu uppsveiflu sem nú
er í efnahags- og atvinnu-
lffinu samhliða því að
treysta stöðugleikann.
Við minnkum fjárlagahall-
ann umtalsvert, aukum
erlenda fjárfestingu með
stækkun álversins í
Straumsvík, þúsundir
nýrra starfa skapast, hag-
vöxtur verður um 5,5%.
Kaupmáttur eykst um
meira en 4%, verðbólga
helst í skefjum, úrræðum
í húsnæðislánakerfinu
hefur fjölgað og vanskil
minnkað og þannig mætti
áfram telja. Sá grunnur
sem við lögðum með fjárlögum í
fýrrahaust reynist traustur og tiltölu-
lega góð sátt ríkur um áherslumar
meðal þjóðarinnar, þótt alltaf megi
gera betur, það er mér ljóst.
Hvaða blikur sérðu helst á lofti í
efnahagsmálum þjóðarinnar á ár-
inu 1997?
Ég tel að viss hætta sé fólgin í þeim
þenslueinkennum sem tekin eru að
birtast. Ríkisstjómin hefur ákveðið
að bregðast við þeim með því að
draga úr opinberum framkvæmdum á
næsta ári og flytja yfir á árin 1999 og
2000. Það sem mun hins vegar ráða
mestu um framvindu efnahags- og at-
vinnumála á næstu árum er hvemig til
tekst við gerð næstu kjarasamninga.
Þeir samningar mega ekki leiða tií
þess að verðbólga fari af stað og vext-
ir haskki. Það þýddi auknar skuldir
heimilanna en við því megum við alls
ekki. Það verður að fara aðrar og
skynsamlegri leiðir til að tryggja auk-
inn kaupmátt launa.
FINNUR
36