Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 38
„Aukin þekking og fagmennska íslenskra matreiðslu- manna eru til merkis um framfarir á árinu. En almenn- ingur er líka kröfuharðari en áður - og hefur meiri áhuga og vit á mat,“ segir Sigmar B. Hauksson. slenskur veitinga- húsarekstur þróað- ist töluvert á síðasta ári. í raun má þó segja að um smá afturkipp hafi verið að ræða en framfarimar voru þó meiri. Það, sem er dap- urlegt í þessum efnum, er braskaraliðið sem er að basla í að reka veitingahús sem stöðugt eru að fara á hausinn. Það virðist ekkert hafa að segja þótt að þessir ævintýramenn greiði helst ekki nein opinber gjöld, hirði virðisaukann og borgi starfsfólkinu ekki sómasam- leg laun, heldur ráði það í mörgum tilfellum sem verk- slegið í gegn. Úlfar Eyst- einsson á Þremur Frökkum og Rúnar Marvinsson á Við Tjömina standa fyrir sínu. Þetta em að verða klassísk- ir staðir sem sjaldan eða aldrei bregðast. Þetta em þau veitingahús í Reykjavík sem hvað skemmtilegast er að fara með erlenda gesti á. BJÓRINN ALLT OF DÝR Matur ættaður frá Asíu er að verða vinsælasti skyndibitinn, í það minnsta hér í Reykjavík. Vinsælast- ur er kínamaturinn en tæl- enski maturinn hefur einnig náð nokkmm vinsældum. ÍSLENSKU VEITING AHÚSIN Hvernig stóðu þau sig á árinu 1996? Sigmar B. Hauksson metur hér stöðu þeirra. Hann segir nokkurn afturkiþp á sumum sviðum en framfarirþó meiri taka. Þegar eitt veitingahúsið er komið á hausinn er einfaldlega feng- inn ný kennitala og opnað nýtt veit- ingahús og sami leikurinn endurtek- inn. Þau veitingahús, sem rekin em á skynsamlegan hátt af fagfólki, bera af. í þessu sambandi mætti nefna Homið og Óðinsvé. Mesta breytingin er þó sú að íslendingar em orðnir Evrópubúar eða réttara sagt smekk- ur okkar er orðinn sá sami og meðal annarra íbúa álfunnar. Miðjarðarhafs- eldhúsið er orðið óhemju vinsælt hér á landi og almenningur hefur orðið mun meiri áhuga og vit á mat en var. íslenskir matreiðslumenn em í aukn- um mæli famir að taka þátt í erlendum keppnum og fara í námsferðir til út- landa. Þekking og fagmennska íslenskra matreiðslumanna hefur því tekið stórt stökk upp á við á árinu. Bestu veitingahúsin á landinu em Hótel Holt og Grillið á Hótel Sögu. Ragnar Wessmann og hans menn á Grillinu em í stöðugri framför. Frönsku vik- umar á Hótel Holti hafa verið stór- góðar. Þar hefur fólki gefist kostur á að fá frábæran mat og góð vín á afar sanngjömu verði. ATHYGLISVERÐASTA VEITINGAHÚSIÐ Athyglisverðasta veitingahúsið er La Prima Vera sem flutt hefur úr Húsi TEXTI: SIGMAR B. HAUKSSON verslunarinnar í Austurstræti. Þetta er langbesta ítalska veitingahúsið á íslandi í dag og verður spennandi að fylgjast með því á næstu mánuðum. Skemmtilegustu nýju staðimir eru Jómfrúin og Grænn kostur. Jómfrúin í Lækjargötu er smurbrauðsstofa a la Ida Davidsen. Þar er mikið og gott úrval af dönsku smurbrauði. Efast ég stórlega um að eins gott smurbrauðs- veitingahús sé til utan Danmerkur. Grænn kostur hefur á boðstólum ódýra en frábæra grænmetisrétti. Þessi staður hefur svo sannarlega Þessi matur er fyrst og fremst ódýr og fólki finnst hann góður. Það er náttúrlega aðalmálið. Asískum veit- ingahúsum mun væntanlega fjölga nokkuð á næstu árum og er það hið besta mál. Ennþá er okurverð á pítsum hér á landi, sömuleiðis á bjór og léttvínum. Álagning veitingamanna á bjórinn er allt að því glæpsamleg. Ef þeir hafa ekki vit á því að lækka verðið veru- lega þá verður ríkisvaldið að grípa inn í þótt hálf sé það ógeðfellt. Miklir hagsmunir em í veði. Erlendir ferða- menn kvarta stöðugt yfir okurverði á bjór hér á íslandi. Það er nefnilega þannig að víða í Evrópu er litið á bjór- inn sem matvæli en ekki áfengi. Það getur ekki gengið lengur að hér sé hæsta bjórverð í Evrópu. Hitt er ann- að mál að nauðsynlegt er að lækka verð á áfengi til veitingahúsanna og helst ætti einnig að lækka verð á bjór og léttvíni til almennings. Þeirri upp- hæð mætti svo að skaðlausu bæta ofan á verð á tóbaki og brenndum vínum. En það er nú önnur saga. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.