Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Page 48

Frjáls verslun - 01.11.1996, Page 48
VIÐ ÁRAMÓT / Aramótaspurningar Frjálsrar verslunar: HVAÐ SEGJA t>AU 1. Hvað einkenndi árið 1996 í þinni atvinnugrein? 2. Hvemig metur þú horfum- ar fyrir árið 1997? Matvælaidnaður: KOLBEINN KRISTINSSON, MYLLUNNI Kolbeinn Kristinsson, Myllunni. að, sem hefur einkennt árið í minni atvinnugrein, er veru- lega aukin harka í samkeppn- inni um hillupláss bæði vegna inn- lendrar framleiðslu og innflutnings. Þá er alltaf að koma betur og betur í ljós hversu erfitt er það er að byggja upp sterkt framleiðslufyrirtæki á þessum fámenna markaði okkar. Annars hefur stöðugleiki ríkt á öðrum sviðum. 1997 2. „Ég tel að þensla og yfirvofandi kjarasamningar muni í einhveijum mæli raska þeim stöðugleika sem ríkt hefur. Mín atvinnugrein verður að velta fyrirsjáanlegum launahækkun- um að einhverju leyti út í verðlagið. Þá munu íslenskir framleiðendur leita í meiri mæli eftir samstarfi við er- lenda framleiðendur í þeim vörum þar sem þeir eru ekki samkeppnisfærir við innflutning." Fiskvinnsla og útgerð: GUÐRÚN LÁRUSDÓTTIR, STÁLSKIPUM Guðrún Lárusdóttir. □ jartsýni einkenndi greinina yfir heildina litið, þó mismikil eftir greinum. Betri afkoma varð í loðnu- og sfldveiðum og sjófrysting þokkaleg þrátt fyrir minnkandi veiði í Smugunni. Aukning varð á rækju- veiðum innan og utan lögsögu. Fyrir- tæki hafa í auknum mæli sameinast og myndað stærri og vonandi sterkari einingar. Útrás hefur verið vaxandi, fleiri fyrirtæki í sjávarútvegi hafa haslað sér völl erlendis. 1997 2. „Margir óvissuþættir blasa við fyrirtækjum í sjávarútvegi 1997. Ætla má að samdráttur verði vegna skerð- ingar á úthafsveiðum, aðallega á 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.