Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 58

Frjáls verslun - 01.11.1996, Side 58
ÚR MYNDASAFNI EYJÓLFS boðið að fara í þjálfun sem flugmenn á CL 44 eða Rolls Roy’s 400, en hún gat flogið á 400 mílna hraða. Þetta nám- skeið var haldið í kjallaranum á Hótel Loftleiðum. Námskeiðið var skemmtilegt en oft var ég þreyttur því Ragnhildur, dóttir okkar, var með eyrnabólgu. Það var því lítið sofið á nóttunni. Þess má geta að áður en ég fór á námskeiðið hjá Loftleiðum hafði ég farið á námskeið hjá Flugfélagi ís- lands. Jón Stefánsson kenndi okkur um þotuhreyfilinn og hef ég oft hugs- að um það síðar hvað þetta var frábær kennslahjájóni. Nú , nú, eins ogáður sagði var stefnt að því meðal annars að fá starf hjá Loftleiðum. Cargolux flugfélagið var stofnað 1970 og voru Flugleiðir meðal stofnenda sem kunn- ugt er. Einar Ólafsson forstjóri bauð okkur nokkrum vinnu hjá félaginu. Ég var ekki lengi að gera upp hug minn. Við fórum út ég, Hafliði Bjömsson, Kristján Richter, Amgrímur Jónsson og Kristján Gunnlaugsson komu skömmu síðar út. Fyrir vom starfandi hjá Cargolux þeir Þorsteinn Jónsson, Einar Sigurðsson og Skúli Axelsson. Það atvikaðist þannig að ég byrjaði hjá Cargolux á brúðkaupsdegi okkar hjóna, 1. maí 1971. Búið var að ráða mig til félagsins en skyndilega átti ég að mæta fyrr til starfa en ráðgert hafði verið. Konan mín, Elsa Walder- hag, og ég vomm á leiðinni út úr dyr- unum í kirkju til að gifta okkur þegar hringt var í mig og sagt að Einar Ólafsson vildi að ég drifi mig strax út. Ég ætti að byrja strax þennan dag, 1. maí 1971. Það fór nú samt svo að séra Sigurður Haukur hafði betur og gifti okkur Elsu þennan dag. Elsa hefur hins vegar oft spurt sig að því hvort ég hafi gifst sér eða Cargolux þennan dag, nema hvort tveggja væri.“ 25 ÁRA ÆVINTÝRI „Þegar ég hóf störf hjá Cargolux voru flugstjórar þar þeir Þorsteinn Jónsson, hinn eini og sanni, Einar Sig- urðsson og Skúli Axelsson. Ég byrj- aði sem aðstoðarflugmaður. Við vor- um að fljúga CL 44. Þetta voru ágætis vélar. Loftleiðamenn höfðu á sínum tíma látið lengja þessar vélar og áttu þeir réttinn á þessari aðgerð. Þessir karlar voru framsýnir. Það má eigin- lega segja að við höfum yfirleitt verið skrefi á undan öðrum flugfélögum hvað það varðar að vera með heppi- legar flugvélar. Velmegun okkar hef- ur fyrst og fremst byggst á því að vera með réttar tegundir af flugvélum á réttum tíma,“ segir Eyjólfur og brosir. 58

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.