Frjáls verslun - 01.11.1996, Qupperneq 60
sem við tókum í notkun 1993. Þessar
flugvélar eru mjög fullkomnar. Það
þarf aðeins tvo flugmenn til að fljúga
þeim og þær geta borið 100 tonn í 10
tíma flugi og flogið um 9000 km vega-
lengd. Lufthansa og KLM höfðu pant-
að svona vélar en hætt við. Jóhannes
Einarsson verkfræðingur sá að þetta
var mjög heppileg vél í vöruflutninga.
Ég held að mér sé óhætt að fuUyrða
að það hafi fyrst og fremst verið fyrir
orð Jóhannesar að farið var að fram-
leiða þessa flugvél til vöruflutninga.
Þessi vél er að vísu til sem farþega-
flugvél en vöruflutningavélin hefur
aðeins öðruvísi vængi og bol. Við
eignuðumst sem sagt fyrstu þrjár vél-
amar og tókum þátt í að þróa breyt-
Ert þú
með lánshæfa
hugmynd til eflingar
atvinnulífi ?
Við veitum
góðri hugmynd
brautargengi!
Við veitum fúslega nánari upplýsingar
um lán til atvinnuskapandi verkefna
í öllum greinum.
O
LANASJOÐUR
VESTUR - NORÐURLANDA
ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410. 125 REYKJAVÍK
SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04
ingar á þeim. Meðal þess sem var að
vélinni var að það var erfitt að fljúga
henni tómri. Jafnvægið var of aftar-
lega. Égtókþáttí, ásamt tilraunaflug-
manni Boeing verksmiðjanna, að at-
huga þetta nánar. Sett var þung
hleðsla aftarlega í vélina, sem mér
leist nú ekki nema mátulega vel á. Ég
treysti Jame Lesch, en svo hét til-
raunaflugmaðurinn, fullkomlega.
Þess má geta að faðir hans flaug sem
tilraunaflugmaður fyrstu þotunni sem
Boeing verksmiðjumar framleiddu.
Við fórum sem sagt í loftið með
þennan grip sem kostaði 150 miljónir
dollara. Allt fór þetta vel og það má
segja að allir vankantar hafi verið
sniðnir af vélinni. Ég verð að segja
það eins og er að 747-400 er mikill
öndvegisgripur. Þess má geta að ég
spurði Jame Lesch hvort þetta væri
besta vél frá Boeing sem hann hefði
flogið. „Nei,“ svaraði hann, „það er
Boing 757, sú vél er gallalaus ef hægt
er að tala um gallalausar flugvélar. Á
þessum 25 ámm hafa orðið gífurlegar
framfarir í fluginu. Þetta hefur verið
hreint ævintýri."
BÍLALEIGA ST0FNUÐ
Eins og áður hefur komið fram
stundaði Eyjólfur nám við Verslunar-
skóla íslands. Það þarf því engan að
undra að hugur hans hafi staðið til að
stofna og reka eigið fyrirtæki. Gefum
Eyjólfi orðið: „Árið 1985 stofnuðum
við Sigurður Halldórsson og fjölskyld-
ur okkar bílaleiguna Lux Viking sem
síðar varð Budget. Ástæðan var sú að
við ætluðum að skapa atvinnu fyrir
fjölskyldur okkar, einkum eiginkon-
urnar. Óhætt er að segja að hug-
myndin hafi gengið upp. Við vorum
með allt upp í 300 bíla. Mig minnir að
það hafi verið árið 1988 sem við sótt-
um 550 íslendinga heim og flugum
með þá til Kölnar. Notuð var vél sem
var í eigu flugfélagsins Lion Air sem
Cargolux átti. Þarna afgreiddum við
svo 129 bíla á 30 mín.
Það voru heilmiklir snúningar við
þennan rekstur og þegar ég varð yfir-
flugstjóri hafði ég engan tíma til að
standa í þessu, því miður. Það, sem
gerði svo útslagið, var að við hjónin
eignuðumst tvö börn með stuttu milli-
bili, þannig að það varð ekki síður
mikið um að vera hjá konunni.
60