Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 16

Frjáls verslun - 01.05.1998, Síða 16
EKKI UPP TIL HANDA OG FÓTA Auðvitaö rjúka menn ekki út á næstu feröa- skrifstofu og panta ferð til ís- lands eftir að hafa hlustað á Björk syn- gja, heyrt talað um hana eða séð við- tal við hana. Sitt er hvað kynning á nafni lands eða sala á ferðum þangað. Þar tekur ferðaþjónustan við. En hún festir nafn íslands í undirmeðvitund fólks og gerir eftirleikinn auðveldari fyr- ir íslenska ferðaþjónustu. Björk Guðmundsdóttír er þekktastí íslend- ingurinn. Það kannast allir við hana þótt þeir hlustí ekki á tónlist hennar. Hún kemur nafni Islands stöðugt að í heimspressunni - og auðveld- ar þannig ferðaþjónustunni að selja Islandsferðir. Það er hins vegar Is- land sjálft, náttúra landsins og hreina loftíð, sem dreg- ur flesta ferða- menn til lands- ins. / Kynning Bjarkar á Islandi er tálin milljarda virði. Hún kemur nafni landsins oft að í heimspressunni og gerir ferðapjónustunni eftirleikinn auðveldari. tla má að kynning Bjarkar Guðmundsdóttur söngkonu á íslandi sé virði millj- arða króna ef kaupa hefði þurft allar kynningar hennar með dýrum auglýsing- um í erlendum fjölmiðlum. Helstu ímyndarsérfræðingar landsins eru sömu- leiðis á þeirri skoðun að dæmið um landkynningu Bjarkar verði vart reiknað til enda fyrr en það sé komið í milljarða. Hún hefur komið landinu rækilega að í fjölmiðlum því hún gætir þess ævinlega í viðtölum við blöð og sjónvarpsstöðvar að hún sé frá íslandi - og nýlega valdi franskt tímarit hana sem eina af hundrað þekktustu Evrópubúunum. I popp- heiminum er hún orðin jafnfræg og Madonna. I nokkrum myndbanda Bjarkar bregður hún upp myndum úr íslenskri náttúru; því afli sem dregur flesta erlenda gesti til landsins. Auðvitað rjúka menn ekki út á næstu ferðaskrifstofu og panta ferð til Islands eftir að hafa hlustað á Björk syngja, heyrt talað um hana eða séð viðtal við hana. Sitt er hvað kynning á nafni lands eða sala á ferðum þangað. Þar tekur ferðaþjónustan við. En hún festir nafn Islands í undirmeðvitund fólks og gerir eftirleikinn auðveldari fyrir íslenska ferðaþjón- ustu; að selja landið sem góða vöru, land friðsældar og fallegrar náttúru, land sérstakrar menningar. Ennfremur hefur hún á undanförnum árum vakið áhuga hundruð blaða- 16

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.