Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 6

Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN Stenst tímans tönn Flestum finnst frelsi í verslun svo sjálf- sagt nú á tímum að einhverjir kunna að spyrja sig hvort Fijáls verslun sé gamal- dags nafii á tímarití um viðskipti og efna- hagsmál. En svo er ekki; nafnið er feiki- sterkt - og minnir sífellt á gildi þeirrar stefhu sem hagkvæmust þykir í viðskipt- um, bæði fyrir fyrirtæki og fólk. Þess vegna stenst nafiiið tímans tönn, líkt og því var ætlað er Fijáls verslun hóf göngu sína fyrir sextíu árum, í janúar 1939. Þá var viðskiptalífið njörvað niður af lam- andi höftum og hindrunum, boðum og bönnum. Skortur var á vörum og biðrað- ir tíðar. Það jafhaðist á við stríðsfrétt fengjust epli í verslunum. Krafan þá var fijáls verslun og stefha blaðsins er enn sú sama; að vera merkisberi frjálsrar verslunar og halda gildi fijálsrar samkeppni - með sem minnstri íhlutun ríkisvaldsins - á lofti; að einstaklingar hafi frelsi til athafha og að einka- eignaréttur þeirra sé virtur; að ríkið styðji við bakið á sjúkum og þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Það var skoski hag- og heimspekingurinn Adam Smith (1723-1790), af mörgum talinn faðir hagffæð- innar, sem lagði grunninn að kenningum um frjálsa verslun og frjálsa samkeppni með sem minnstri íhlutun ríkisvaldsins. I bók sinni, Auður þjóðanna, sem út kom árið 1776, boðaði hann fijálsa verslun á milli þjóða og taldi að þannig tryggðu þær best hagkvæmni verkaskipt- ingar sín á milli. Þetta viðhorf var gagnstætt kenningum kaupauðgisstefnunnar; merkantílismans - sem var ríkj- andi efnahagsstefha í Evrópu frá lokum miðalda tíl loka 18. aldar - og beindist einkum að eflingu ríkisvaldsins og miðstýringu innlends efnahagslífs. I utanríkisverslun lögðu merkantílistar áherslu á innflutningshöft, verndar- tolla og ríkisstyrki tíl útflutningsframleiðslu. A markaði koma margir eingöngu auga á keppni fyr- irtækja í verði, vöruvali, opnunartíma og annarri þjón- ustu við að laða hinn hagsýna neytanda til sin. En þetta er aðeins annar anginn; fijáls samkeppni hámarkar jafh- framt nýtingu framleiðsluþáttanna tveggja, vinnuafls og fjármagns, - sem báðir verða að fá laun erfiðis síns svo vel fari. Með öðrum orðum; neytendur reyna að hámarka sinn hag og fyrirtækin sömu- leiðis. Þvi meira sem frelsið er í viðskipt- um því fleiri keppast við að framleiða og selja, því fleiri fá atvinnu og þvi kröftugri verður hagvöxturinn. Hagur allra batnar - að vísu ekki jafnt, en rökrétt afleiðing af því er togstreita um tekjuskiptingu í þjóð- félögum, bæði á milli vinnuafls og fjár- magns, en ekkert síður á milli launþega innbyrðis vegna þess að vinnuframlag, hæfileikar og dugnaður þeirra er mis- munandi. Engu að síður hlýtur bættur hagur heildarinnar alltaf að vera besta kjarabótin. Hér á landi hefúr umræðan um fijálsa samkeppni á undanfornum árum snúist nokkuð um samþjöppun valds í krafti fjármagns; að það sé samkeppni, þ.e. fijáls aðgangur að mörkuðum, en að hún sé ekki nægilega virk vegna fákeppni. Erfitt er að streitast á móti því í þjóðfélagi einkaeignaréttar að eigendur sameini fyrir- tæki í von um hagræðingu og bætta afkomu - og að fjár- magn þjappist saman. Vegna fámennis og smæðar mark- aða hérlendis er kannski ekki rými á sumum þeirra fyr- ir nema tvö til þijú sterk fyrirtæki svo að allir fái sitt; neytendur, launþegar og eigendur fjármagnsins - sem eru almenningur í vaxandi mæli. Ekki má heldur horfa fram hjá þvi að innlend fyrirtæki búa við hótun og sam- keppni að utan sem heldur þeim við efnið í verði og þjónustu. Hvort heitir þetta þá tvíkeppni eða alþjóðleg keppni? Það verður sömuleiðis ætíð erfitt að koma inn á markað, þar sem sterkt fyrirtæki er fyrir, án ærins kostnaðar við að afla viðskiptavina. Umræðan tekur því á sig ýmsar myndir í dagsins önn en betri kostur er ekki til en að gefa markaðsöflunum lausan tauminn sem víðast; hafa fijálsa verslun - eins og Adam Smith lagði til fyrir rúmum tvö hundruðum árum. Jón G. Hauksson Stofnuð 1939 Sérrit um viðsldpta-, efiiahags- og atvinnumál - 61. ár - ISSN 1017-3544 RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFTNG: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efiii og myndir. 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.