Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 6
RITSTJÓRNARGREIN
Stenst tímans tönn
Flestum finnst frelsi í verslun svo sjálf-
sagt nú á tímum að einhverjir kunna að
spyrja sig hvort Fijáls verslun sé gamal-
dags nafii á tímarití um viðskipti og efna-
hagsmál. En svo er ekki; nafnið er feiki-
sterkt - og minnir sífellt á gildi þeirrar
stefhu sem hagkvæmust þykir í viðskipt-
um, bæði fyrir fyrirtæki og fólk. Þess
vegna stenst nafiiið tímans tönn, líkt og
því var ætlað er Fijáls verslun hóf göngu
sína fyrir sextíu árum, í janúar 1939. Þá
var viðskiptalífið njörvað niður af lam-
andi höftum og hindrunum, boðum og
bönnum. Skortur var á vörum og biðrað-
ir tíðar. Það jafhaðist á við stríðsfrétt
fengjust epli í verslunum. Krafan þá var
fijáls verslun og stefha blaðsins er enn sú sama; að vera
merkisberi frjálsrar verslunar og halda gildi fijálsrar
samkeppni - með sem minnstri íhlutun ríkisvaldsins - á
lofti; að einstaklingar hafi frelsi til athafha og að einka-
eignaréttur þeirra sé virtur; að ríkið styðji við bakið á
sjúkum og þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu.
Það var skoski hag- og heimspekingurinn Adam
Smith (1723-1790), af mörgum talinn faðir hagffæð-
innar, sem lagði grunninn að kenningum um frjálsa
verslun og frjálsa samkeppni með sem minnstri íhlutun
ríkisvaldsins. I bók sinni, Auður þjóðanna, sem út kom
árið 1776, boðaði hann fijálsa verslun á milli þjóða og
taldi að þannig tryggðu þær best hagkvæmni verkaskipt-
ingar sín á milli. Þetta viðhorf var gagnstætt kenningum
kaupauðgisstefnunnar; merkantílismans - sem var ríkj-
andi efnahagsstefha í Evrópu frá lokum miðalda tíl loka
18. aldar - og beindist einkum að eflingu ríkisvaldsins
og miðstýringu innlends efnahagslífs. I utanríkisverslun
lögðu merkantílistar áherslu á innflutningshöft, verndar-
tolla og ríkisstyrki tíl útflutningsframleiðslu.
A markaði koma margir eingöngu auga á keppni fyr-
irtækja í verði, vöruvali, opnunartíma og annarri þjón-
ustu við að laða hinn hagsýna neytanda til sin. En þetta
er aðeins annar anginn; fijáls samkeppni hámarkar jafh-
framt nýtingu framleiðsluþáttanna
tveggja, vinnuafls og fjármagns, - sem
báðir verða að fá laun erfiðis síns svo vel
fari. Með öðrum orðum; neytendur reyna
að hámarka sinn hag og fyrirtækin sömu-
leiðis. Þvi meira sem frelsið er í viðskipt-
um því fleiri keppast við að framleiða og
selja, því fleiri fá atvinnu og þvi kröftugri
verður hagvöxturinn. Hagur allra batnar -
að vísu ekki jafnt, en rökrétt afleiðing af
því er togstreita um tekjuskiptingu í þjóð-
félögum, bæði á milli vinnuafls og fjár-
magns, en ekkert síður á milli launþega
innbyrðis vegna þess að vinnuframlag,
hæfileikar og dugnaður þeirra er mis-
munandi. Engu að síður hlýtur bættur
hagur heildarinnar alltaf að vera besta kjarabótin.
Hér á landi hefúr umræðan um fijálsa samkeppni á
undanfornum árum snúist nokkuð um samþjöppun
valds í krafti fjármagns; að það sé samkeppni, þ.e. fijáls
aðgangur að mörkuðum, en að hún sé ekki nægilega
virk vegna fákeppni. Erfitt er að streitast á móti því í
þjóðfélagi einkaeignaréttar að eigendur sameini fyrir-
tæki í von um hagræðingu og bætta afkomu - og að fjár-
magn þjappist saman. Vegna fámennis og smæðar mark-
aða hérlendis er kannski ekki rými á sumum þeirra fyr-
ir nema tvö til þijú sterk fyrirtæki svo að allir fái sitt;
neytendur, launþegar og eigendur fjármagnsins - sem
eru almenningur í vaxandi mæli. Ekki má heldur horfa
fram hjá þvi að innlend fyrirtæki búa við hótun og sam-
keppni að utan sem heldur þeim við efnið í verði og
þjónustu. Hvort heitir þetta þá tvíkeppni eða alþjóðleg
keppni? Það verður sömuleiðis ætíð erfitt að koma inn
á markað, þar sem sterkt fyrirtæki er fyrir, án ærins
kostnaðar við að afla viðskiptavina.
Umræðan tekur því á sig ýmsar myndir í dagsins önn
en betri kostur er ekki til en að gefa markaðsöflunum
lausan tauminn sem víðast; hafa fijálsa verslun - eins og
Adam Smith lagði til fyrir rúmum tvö hundruðum árum.
Jón G. Hauksson
Stofnuð 1939
Sérrit um viðsldpta-, efiiahags- og atvinnumál - 61. ár - ISSN 1017-3544
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir -
BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - LJÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir -
UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra
áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- -
DREIFTNG: Talnakönnun, hf., sími 561 7575 - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. -
LTTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efiii og myndir.
6