Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 26

Frjáls verslun - 01.01.1999, Page 26
FORSIÐUGREIN „Símtöl til útlanda hafa lækkaö stórlega á undanförnum tíu árum. Dæmi: Símtöl til Bretlands hafa lækkaö úr 112 krónum í 33 krónur mínútan og til Bandaríkjanna úr 170 krónum í 40 krónur mínútan. Útlandasímtöl byrjuðu því ekki að lækka um leið og Tal kom á markaðinn.“ ■ Guömundur Björnsson. semiskröfu til hans og ætla líka á sama tíma að vera hlutlaust gagnvart honum í keppni við önnur fyrirtæki.“ Guðmundur: „Enn og aftur mótmæli ég því harðlega að við njótum sérstakrar verndar eftirlitsaðila og samgönguráðuneytis- ins. Eg veit ekki í hverju sú vernd ætti að felast. Við erum undir eftirliti frá Brussel vegna reglna Evrópska efnahagssvæðisins, Samkeppnisstofnunar, Póst- og ijarskiptastofnunar og loks al- mennra dómstóla. Það sama á við um okkur og mörg önnur fyrir- tæki um alla Evrópu, sem eru í svipaðri stöðu; við njótum engrar verndar, heldur eru þvert á móti gerðar ríkari kröfur til okkar en keppinautanna.“ JGH: - Við höfum rætt um arðsemiskröfu Landssímans. Hvað með arðsemiskröfu eigenda Tals? Þórólfúr: „Eg get ekki tjáð mig um arðsemiskröfuna eða al- mennar rekstraráætlanir okkar og markmið. Eg get þó sagt að eig- endurnir gera þá kröfu að fyrirtækið standi undir rekstri, a.m.k. innan tuttugu mánuða frá stofnun þess - og það markmið næst væntanlega. Þeir vita að það tekur drjúgan tíma að koma inn á nýj- an markað og hasla sér völl. Stofnkostnaður Tals er áætlaður um 1,5 milljarðar og ijármögnun hans er þannig að eigendurnir leggja fram 500 milljónir í hlutafé en um 1 milljarður er fenginn að láni - að mestu erlendis, þótt Landsbankinn sé þar milligönguaðili. Er- lendu bankarnir lána okkur án veðs í steinsteypu; þeir hafa við- skiptahugmynd okkar og arðsemisútreikninga að leiðarljósi. Við njótum þess lfka að tæknibúnaður er almennt að lækka í verði um leið og hann verður afkastameiri. Þrátt fyrir þenslutíma í þjóðfélag- inu höfum við náð að ráða til okkar mjög öflugt og metnaðarfullt starfsfólk." JGH: - Tal fékk nýlega Imarks-verðlaunin vegna markaðs- starfs síns sem spannaði yfir aðeins 8 mánuði á síðasta ári. Hverjar hafa verið ykkar helstu áherslur í markaðsmálum? Þórólfúr: „Við höfum lagt áherslu á að stækka markaðinn, auka ffamboðið á GSM-þjónustu og ná í nýja GSM-notendur. Markaðsstarf okkar byggist á hinum nýja lífsstíl sem er aukinn hreyfanleiki fólks - en hann skapar aukna þörf fyrir farsíma og per- sónubundna sima. I markaðsstarfi okkar höfum við því horft til ungs fólks, fólks sem er mikið á ferðinni, og kynnt fólki að hent- ugt sé að hafa fleiri en einn og fleiri en tvo GSM-síma á hveiju heimili. Við höfum breytt ímyndinni gagnvart GSM-símum, auk- ið þjónustuna og komið með pakka þar sem ýmiss konar þjónusta er innifalin í verðinu, sem ekki tíðkaðist áður, eins og breytilegt mínútuverð, talhólf og textaskilaboð. Við höfum verið með ná- kvæmar markaðskannanir og áætlanir sem við höfum fylgt vel eft- ir. Fyrir þetta markaðsstarf fengum við Imarks-verðlaunin, verð- laun sem eru mikil viðurkenning til okkar fólks.“ Guðmundur: „Um markaðsstarf okkar á síðasta ári vil ég segja að það hefur tekist afar vel eins og tölurnar sýna. Síminn GSM varð til sem vörumerki á svipuðum tíma og Tal kom inn á markaðinn. Eg vil sérstaklega minnast á GSM-frelsið sem við inn- leiddum og var afar vel tekið. Það byggist á að viðkomandi þarf ekki að vera hefðbundinn áskrifandi heldur nægir að kaupa GSM- kort með ákveðinni notkun. Það er selt í einingum sem kosta 2 þúsund krónur. Þegar þær eru búnar er kortið samt opið í þrjá mánuði þannig að hægt er að hringja í símann. Þetta gefur færi á að ná til markhópa eins og til foreldra og barna, fólks með tíma- bundna búsetu erlendis og svo framvegis. Fyrir utan GSM-frelsið var kjarninn í herferðinni að kynna verð þjónustunnar og mikla fjölbreytni hennar - en verð okkar er hagkvæmt borið saman við Evrópu og víðar; eingöngu í Finnlandi og Svíþjóð er að finna hag- stæðari farsímagjöld. Þá hafa sparnaðarleiðirnar í GSM hlotið góðar viðtökur. Ennfremur auglýstum við sterkt dreifikerfi okkar i farsímaþjónustu - en þar er enn nokkru ólíku saman að jafna mið- að við Tal - sem vonlegt er; við höfum verið lengur á markaðnum. GSM-kerfi okkar hefur byggst hratt upp á síðustu flórum árum og jafnan eru að bætast við nýir staðir sem nást. Þá þarf einfaldlega að kynna. Þá höfum við gert svokallaða reikisamninga við hátt í 100 símafélög í 47 löndum." Þórólfur: „Við höfum kynnt vörumerkið Tal, sem var ekki til fyrir ári síðan, en er núna þekkt fyrir þjónustu og samkeppni. Þótt Landssíminn sé með GSM-nafnið sem skráð vörumerki tel ég það á ystu nöf að það standist; hann eignar sér það í vörumerkjum, heiti á þjónustuleið og sem slóð á heimasíðu. Þjónustuleiðir okk- ar, sbr. Frítal og Tímatal, sem falla að mismunandi þörfum neyt- enda, sýndu GSM-notendum að þeirra þarfir og óskir væru grunnur að markaðssetningu á þessu sviði. Okkur hefur miðað Á GEVALIA Ui (t - Það er kaffið Sími 568 7510 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.