Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.01.1999, Blaðsíða 82
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræói við Háskóla Islands. Að beiðni Frjálsrar verslunar hefur hann valið tíu merkustu áfangana t verslunarsögu Islendinga síðustu sextíu árin - eða frá því Frjáls verslun kom fyrst út. Hann nefnir þá Tíu vörður á vegi. FV-mynd: Kristín Bogadóttir. Tíu vörður á vegi Þorvaldur Gylfason hagfrædiþrófessor velur kér tíu merkustu áfangana í hagsögu íslendinga síöustu 60 árin - eöa frá því Frjáls verslun kom fyrst út í janúar 1939. yllidaga notar maður til þess að horfa um öxl og áfram veginn inn í ókomna tíð. Verzlunarsagan er svo samofin sögu íslands síðustu hálfa aðra öld, allar götur síðan Jón Sigurðsson hóf viðskiptafrelsismerkið hátt á loft árið 1843, að sextugsafmæli Frjálsrar verzlunar um þessar mundir veitir okkur verðugt til- efni til að minnast nokkurra mikilvægra áfanga á langri leið. Við skulum stikla á stóru. TÆKNIBYLTINGiN í STRÍÐINU Hervernd Breta og síðan Bandaríkja- manna og annarra bandamanna á stríðsár- unum 1941-1945 vakti heitar tilfinningar, svo sem vonlegt var, en verkþekkingin, sem flæddi inn yfir landið með hinum er- lendu herjum, gerbreytti lífsskilyrðum þjóðarinnar til frambúðar og batnaðar. Þessi nánast óvelkomni innflutningur á verkþekkingu markaði þáttaskil og reynd- ist þjóðinni, þegar upp var staðið, trúlega meira virði en allur stríðsgróðinn, sem streymdi inn í landið um leið, enda var honum nánast öllum eytt á örskömmum tíma svo að stuttu eftir stríðslokin var efna- hagslífið í landinu aftur komið í kaldakol af völdum vondrar hagstjórnar. Verzlunar- höftin voru enn í algleymingi. MILLILANDAFLUG Stuttu eftir stríðslokin 1945 hófust flug- samgöngur milli Islands og annarra landa tyrir frumkvæði nokkurra áræðinna ein- staklinga og sköpuðu skilyrði til miklu nánari tengsla Islendinga við aðrar þjóðir en skipaferðir höíðu leyftfram að því. Flug- félag Islands var stofnað (í þriðja sinn) árið 1937 og hóf áætlunarflug til Skotlands og Danmerkur 1946. Loftleiðir hófu starfsemi sína 1944 og áætlunarferðir til Bretlands, Frakklands og Norðurlanda 1947 og síðan til Lúxemborgar og Bandaríkjanna 1955. Flugfélagið keypti fyrstu þotuna 1967 og félögin tvö sameinuðust siðan í Flugleið- um 1973. Millilandaflugið var forsenda þess að Islendingar gætu átt viðunandi við- skipti í nógu stórum stíl við aðrar þjóðir. Spánarferðirnar á 7. áratugnum voru ann- ar merkur áfangi á þessari löngu leið: Þær víkkuðu sjóndeildarhring íslendinga og flýttu framförum okkar með því móti á ýmsa lund. VIÐREISNARSTJÓRNIN Árin 1950-1960 voru Islendingum ekki hagstæð þótt umheimurinn væri í efna- hagsuppsveiflu að lokinni síðari heims- styrjöldinni og fijálslegir hagstjórnarhætt- ir ryddu sér til rúms í Evrópu á rústum stríðsins. Höft og skömmtun höfðu rist djúp sár í íslenzkt efnahagslíf allar götur síðan um 1930, en stjórnmálaflokkarnir réðu ekki fram úr vandanum. Haltur leiddi blindan. Kveikjan að viðreisninni kom að utan. A flokksþingi sínu árið 1956 ákváðu þýzkir jafnaðarmenn að venda kvæði sínu í kross og taka upp félagslega sinnaða markaðsbúskaparstefnu í stað þeirrar þjóðnýtingar- og ríkisbúskaparstefnu sem þeir höfðu fylgt fram að því. Þannig stóð á þvi, að Alþýðuflokkurinn gekk til sam- starfs við Sjálfstæðisflokkinn 1959 um ger- breytingu á þeim úr sér gengnu hagstjórn- arháttum sem allir flokkar landsins í ýms- um hlutföllum höfðu aðhyllzt og ástundað um þriggja áratuga skeið. An þessara sinnaskipta heföi vitleysan trúlega haldið áfram í mörg ár enn. Viðreisnarstjórnin aflétti strax ýmsum þrúgandi höftum og hömlum af utanríkisverzluninni, felldi gengi krónunnar og stuðlaði með því móti að stórauknum viðskiptum við útlönd. En hún skildi verðlagningu sjávarafurða, land- búnaðinn og bankakerfið eftir í viðjum rík- iseinokunar og miðstýringar og náði því miklu minni varanlegum árangri í etha- hagsmálum en hún heföi ella getað náð. Erlend viðskipti íslendinga eru til að mynda engu meiri nú miðað við landsfram- leiðslu en þau voru fyrir viðreisn. STÓRIÐJA Um miðjan 7. áratuginn komst lang- þráður skriður á virkjun fossa og fallvatna og stóriðju í tengslum við virkjanirnar, en hálfri öld of seint. Landsvirkjun var stofnuð 1965, Islenzka álfélagið (í eigu Svisslend- inga) ári síðar, 1966, og Islenzka járn- blendifélagið (í meirihlutaeigu Islendinga) 1975. Eftir það var gert hlé á stóriðjufram- kvæmdum og virkjanir lentu á villigötum: 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.