Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 105

Frjáls verslun - 01.01.1999, Síða 105
Þessir hressu menn stóðu að auglýsingaherferðinni. Frá vinstri: Sveinn Líndal hjá Góðu fólki, Stefán Steinsen markaðs- og sölustjóri hjá Sól-Víking, Gary Wake og Jón Arnason hjá Góðu fólki. FV-mynd: Geir Ólajsson. En hverfum aftur til Danmerkur þar sem verið er að kvikmynda Sören og Teis undir stjórn Dags Kára Péturssonar leikstjóra sem staddur var í Danmörku við nám. Jón og Gary höfðu strax ákveðnar týpur í huga við gerð textans og útlit auglýsinganna. „Þetta urðu að vera týpískir, danskir bjór- drykkjuverkamenn eða flutningabílstjórar, týpur sem við íslendingar sjáum fyrir okkur þegar við hugsum um danska bjórunnend- ur. Engar pempíur, bisnessmenn eða feg- urðardísir sem eru vanar að auglýsa dömu- bindi, þvottefni eða snyrtivörur. Þetta áttu að vera „no nonsense" karakterar sem eru trúir skoðunum sínum. Engir aðrir gætu betur sannfært íslendinga um gæði Thule bjórsins en slíkir Danir. Við tökum nefni- lega mark á Dönum þegar þeir tala um bjór," segir Jón. Með þessar lýsingar að leiðarljósi fann Dagur Kári réttu persónurnar í hlutverkin, þá Sören og Teis, sem reyndar eru báðir flutn- ingabílstjórar. Annar flytur rusl en hinn hús- gögn. Þeir höfðu aldrei leikið í sjónvarpi eða bíómynd og reyndar aldrei hist. Þarna leynd- ust tveir leikarar af guðs náð. Markaðshlutdeildin jókst skyndilega Hjá Góðu fólki hafði kviknað hugmynd sem varð að skærum loga og Stefán segir að ekki fari á milli mála að rétt ákvörðun hafi verið tekin þegar ákveðið var að hrinda auglýsingaherferðinni af stað. Hún fór í loftið í byrjun október og í lok mánað- arins hafði sala á Thule í ÁTVR farið 122% fram úr áætlunum Sól-Víkings. Markaðs- hlutdeild Thule var skyndilega komin í 8,75% úr 2,64% mánuðinn á undan. í nóv- emberlok var markaðshlutdeild Thule kom- in upp í 9.87% og 357% fram úr áætlun. Söluáætlanir höfðu reyndar verið gerðar fyrir tilkomu auglýsinganna og þótt des- ember áætlunin sé alltaf í hærri kantinum vegna mikillar bjórsölu fór salan samt sem áður 51% fram úr áætlun og markaðshlut- deild Thule í desember var 9,39%. Janúar og febrúar eru lökustu bjórsölu- mánuðir ársins. Þrátt fyrir það var salan í janúar 232% yfir áætlun. Rétt er að taka fram að áætlunin var gerð eftir að auglýs- ingaherferðin hófst. „Þetta sýnir okkur að við erum að brugga góðan bjór," segir Stefán, „því það er ekki nóg að auglýs- ingaherferð skili góðum árangri í upphafi, aðeins góð vara getur tryggt áframhald- andi vinsældir á markaðinum." Að grípa tækifærið Það, sem hægt er að læra af þessu, er hversu mikilvægt er að vera vakandi fyrir tímabundnum tækifærum og notfæra sér þau. Thule herferðin er gott dæmi um slíkt bæði fyrir auglýsandann og auglýsingastof- una. Herferðin sýnirfyrst og fremst djörfung auglýsandans og skjót viðbrögð til að nýta sér þetta einstaka tækifæri sem gert hefur Thule líklega að einum frægasta bjór á ís- landi. Það er nánast ótrúlegt að aðeins hafi tekið tvo mánuði að gjörbylta þeim harða markaði sem bjórmarkaðurinn er. Hann breyttist Thule mönnum í vil. Þökk sé Stef- áni og hans mönnum sem tóku áhættuna á því að það gæti virkilega gerst. 105
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.