Frjáls verslun - 01.03.1999, Page 25
FORSÍÐUGREIN
að skipta stöðugt við SH og dótturfélög þess ytra og byrji að nýta
sér aðra seljendur; þeir eru jú orðnir óháðir SH. Forstjórar sjávar-
útvegsfyrirtækjanna eru fyrst og fremst að reka sín fyrirtæki með
hagnaði. Og hvað með mátt stærðarinnar? Vilja ekki stórir fram-
leiðendur fá meiri afslátt af umboðslaunum, frakt og tryggingum í
krafti stærðar sinnar? Það er meira að segja athyglisvert að Þor-
móður rammi - Sæberg, stærsti hluthafinn í SH og fyrirtæki Ró-
berts Guðfinnssonar, er með lausa samninga við SH vegna þess að
fyrirtækið taldi sig ekki fá nægilega góð kjör. Þá mun Grandi líka
vera farinn að selja í einhverjum mæli fram hjá SH og skipta beint
við erlend fyrirtæki. Má búast við að upp spretti enn fleiri lítil fisk-
sölufyrirtæki hér heima á næstunni sem keppa við stóru sölufyrir-
tækin SH, IS og SIF? Hvað með markaðinn ytra á næstu árum?
Hann hefur verið seljendamarkaður undanfarin ár, þ.e. gott hefur
verið að selja og hátt verð hefur fengist. Verður hann kaupenda-
markaður á næstunni þannig að meiri átök verða ytra um verðið?
Svona má áfram velta vöngum.
Stóra spurningin er auðvitað sú hvort SH geti skilað um 600 til
800 milljóna króna hagnaði á ári, sem er arðsemiskrafa núverandi
hluthafa SH, án þess að skera niður innkaupsverðið, þ.e. verðið til
framleiðenda hér heima. í þessu sambandi er bent á matvælafyrir-
tækið Baug, sem rekur Hagkaup, Bónus og Nýkaup. Vegna þess
hve mikið verðstrið er á markaðnum, erfitt að hækka verðið, legg-
ur Baugur fyrst og fremst áherslu á sameiginleg innkaup fyrir
verslanir sínar til að ná niður innkaupsverðinu. Það er þar sem færi
er á sparnaði. Getur það orðið eitthvað öðru vísi hjá SH og dóttur-
félögunum ytra þegar fram í sækir þótt hugmyndirnar núna gangi
út á aukið sjálfstæði dótturfélaga hvað innkaup snertir. Vart verður
heldur hægt að ná fram stórkosdegum hagnaði án þess að segja
upp starfsmönnum, bæði hér heima og erlendis, en alls starfa yfir
1.200 starfsmenn hjá SH og dótturfélögunum ytra.
Arðsemi næstu ára Hvað um það, hallarbyltingin í SH er afstað-
in. Hún var fýrst og fremst verk tveggja manna, Róberts Guðfinns-
sonar og Brynjólfs Bjarnasonar. Sumir kalla þá snjalla fyrir að hafa
gert byltingu en andstæðingar þeirra kalla þá slóttuga. Það breytir
því ekki að þeir sitja á valdastólum í krafti íjármagns og mikið er í
húfi fyrir þá og fleiri að það fjármagn renti sig. Þeir eiga leikinn! 33
flður verið hðrð átðk hiá SH
rystiiðnaður er sú atvinnugrein hér á landi sem best hef-
ur verið skipulögð frá upphafi. A kreppuárunum fór sam-
an góð aflabrögð við norðanvert Atlantshaf og offramboð
á saltfiski og sölutregða í Miðjarðarhafslöndum sökum pólitískra
hræringa og borgarastyrjaldar á Spáni. Þá setti „ríkisstjórn hinna
vinnandi stétta” á laggirnar Fiskimálanefnd, sem m.a. fékk það
hlutverk að stuðla að byggingu frystihúsa og selja afurðir þeirra.
Rífleg lán stóðu til boða þeim sem vildu byggja frystihús og skuld-
binda sig til að selja gegnum Fiskimálanefnd.
Nefndin náði fljótt sambandi við breskt fyrirtæki Smethurst
Ltd., sem sendi menn hingað til að kenna Islendingum vinnu-
brögð, gaf fyrirmæli um pakkningar og framleiðslustaðla og
vinnuferli þar sem rekja mátti hugsanlega galla frá móttöku þar til
komið var á disk neytandans.
Framan af var einkum unninn flatfiskur, en með stríðinu hljóp
mikill vöxtur í greinina og þorskflök urðu uppistaðan í framleiðsl-
unni. Jafnframt fóru framleiðendur að hugsa til þess að taka sölu-
málin í eigin hendur og 25. febrúar 1942 var Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna stofnuð.
Offramboð í lok stríðsins var íslenski hraðfrystiiðnaðurinn sá öfl-
ugasti í heimi. En sá hængur var á að alls staðar utan Bandaríkj-
anna vantaði dreifikerfi fyrir þessa vandmeðförnu afurð. Fljótlega
varð offramboð á flestum mörkuðum og þurfti að grípa til margs-
konar ráða til að losna við afurðirnar.
I Bandaríkjunum hins vegar var frystikeðjan orðin óslitin frá
framleiðanda til neytanda og þar voru allar verslanir að breytast í
kjörbúðir með kæliborðum, þróun, sem var áratugum á eftir í Evr-
ópu. Sölumiðstöðin hófst því strax handa um að komast inn á
þennan markað og sendi þangað strax haustið 1944 Jón Gunnars-
son verkfræðing til að skipuleggja sölustarfsemi þar. Jón valdi
þann kost að stofna sérstakt bandarískt fyrirtæki, Coldwater
Seafood Corp., að fullu og öllu í eigu Sölumiðstöðvarinnar, til að
annast söluna gegnum eigið dreifikerfi í Bandaríkjunum. Eftir
gengisfellinguna miklu 1950 varð loks arðvænlegt að selja á
Bandaríkjamarkað og hljóp mikill vöxtur í söluna þar. Jafnframt
kom fram nýjung á markaðnum, fiskstautarnir, sem gerðu fisk
loks að skyndibitarétti. Jón Gunnarsson sá sér leik á borði, greip
tækifærið, og hóf framleiðslu á fiskstautum úr blokk í verksmiðju-
húsnæði, sem hann I fyrstu tók á leigu.
Fram að þessu hafði Sölumiðstöðin ekki átt neitt. Frá upphafi
var meiningin að hún yrði ekki annað en söluskrifstofa framleið-
endanna. Markmiðið var að hún skilaði öllum söluhagnaðinum til
framleiðenda, og hann yrði skattlagður þar. Sjálf átti sölumiðstöð-
in að vera skattlaus. Hún var byggð upp eins og kaupfélag. Hver
framleiðandi fór með eitt atkvæði á aðalfundum, án tillits til fram-
leiðslumagns. Eitt prósent var lagt í stofnsjóð og var það fé óend-
urkræft þangað til starfsemi aðildarfyrirtækisins var lögð niður og
þá raunar greitt út á löngu árabili.
Deilur um 1960 Eðlilega
þurfti SH rekstrarfé. ís-
lenskir bankar voru hins
vegar lítt færir um að ljár-
magna svo umfangsmik-
inn rekstur. Gripið var til
þess ráðs að framleiðend-
urnir lánuðu SH hluta af
hagnaði sínum og var bók-
haldið fullt af skuldabréf-
um stíluð á fyrirtæki, sem
sjálf voru alltaf á barmi
gjaldþrots, í landi sem um
þessar mundir átti gjald-
eyrisforða til þriggja daga í
senn. Engar eignir voru á
• Hlíðasmári 12
• 200 Kópavogur
• sími: 540 3000
• fax 540 3001
• www.hugur.is
25