Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 46
CÓUNTING
m
-—.1 mT' "***”*' t-i r| m
■ - V
■ —: EHn
Stefán Svavarsson er einn kunnasti löggilti endurskoðandi landsins og hefur verið dósent við
Háskóla Islands í yfir tvo áratugi. Flestir þekktustu endurskoðendur landsins afyngri kynslóð-
inni hafa enda numið frœðin hjá honum. FV-mynd: Geir Ólafsson.
leita til fyrirtækjanna um frekari greiðslur
inn í lífeyrissjóðinn. Ef t.d. ávöxtun tiltek-
ins lífeyrissjóðs rýrnar mjög, eða hann
beinlínis tapar fé vegna rangrar ijárfesting-
ar í verðbréfum, verður að skerða lífeyri til
lífeyrisþega og þeirra sem hljóta lífeyri sið-
ar. Tryggingastærðfræðingar aðstoða líf-
eyrissjóði við að meta stöðu þeirra og
hvort efni séu til skerðingar eða jafnvel
aukningar á lífeyrisgreiðslum.
En hvers konar skuldbindingar eru það
þá, sem fyrirtæki og stofnanir hafa sam-
þykkt að greiða umfram greiðslu mótfram-
lags til lífeyrissjóðanna? Þær eru af tveim-
ur gerðum. Annars vegar kunna stjórnir
fyrirtækja og stofnana að hafa samþykkt
að greiða eftirlaun til forráðamana sinna án
þess að um lífeyrissjóð sé að ræða, þ.e. svo-
nefndar beinar skuldbindingar. Og hins
vegar kunna stjórnir fyrirtækja og stofn-
ana að hafa samþykkt, líklegast í kjara-
samningum við starfsmenn, að ábyrgjast
greiðslur úr lífeyrissjóðum starfsmanna að
svo miklu leyti sem lífeyrissjóðirnir sjálfir
geta ekki staðið við greiðsluskuldbinding-
ar af eigin ráðstöfunarfé. í þessu tilviki,
gagnstætt því sem áður var nelht, eru út-
Um eftirlaunaskuldir
Frjáls verslun verdurframvegis meö reglulega umjjöllun um endurskoöun.
Stefán Svavarsson, löggiltur endurskoöandi og dósent viö Háskóla íslands, ríöur
á vaöiö og skrifar hér stórfróölega grein um færslu eftirlaunaskulda í
reikningsskil fyrirtækja.
síðustu árum hafa skuldbinding-
ar til að greiða eftirlaun til starfs-
manna verið að birtast í reikn-
ingsskilum fyrirtækja og stofhana. Þetta
stafar sumpart af því að lög eru nú skýrari
um að þess konar skuldbindingar verði að
færa í bækur en einnig af því, að nú er
meiri skilningur en áður á því hjá forráða-
mönnum fyrirtækja og stofhana að um
raunverulegar skuldir sé að ræða. í þess-
um pistli er ætlunin að gera í stuttu máli
grein fyrir þessum skuldbindingum og
hvernig skuli bregða máli á þær til færslu í
reikningsskil.
Fyrst þó þetta, flest íslensk fyrirtæki
þurfa ekki að hafa áhyggjur af þessu máli,
enda takmarkast skuldbindingar þeirra í
þessum efnum við það eitt að greiða mót-
framlag í j)á lífeyrissjóði sem starfsmenn
tilheyra. Venjulegast er að starfsmenn fyr-
irtækja greiði 4% af launum í lífeyrissjóði
en fyrirtækin 6%. Sé þessu þannig farið eru
starfsmenn aðilar að svokölluðum iðgjalda-
tengdum lífeyrissjóði (e. defined contri-
bution plan). í því felst að lífeyrissjóðurinn
hefur aðeins iðgjöld sjóðsfélaga og ávöxt-
un þeirra til að greiða lífeyri til eftirlauna-
þega. Lífeyrisgreiðslurnar eru háðar því
hversu mikið fé lífeyrissjóðurinn hefur til
ráðstöfunar; það er sem sé ekki hægt að
greiðslur úr Iífeyrissjóðunum skilgreindar
og við þær verður að standa (e. defined
benefit plan), hvort sem lífeyrissjóðurinn
sjálfur á fyrir þeim eða ekki. Rétt ])ykir að
fara nokkrum orðum um bæðin tilvikin, en
fyrst skal því þó svarað, hvers vegna reglur
reikningshalds kreljast þess að umræddar
skuldbindingar séu færðar.
Meginregla reikningsskila Það er megin-
regla við gerð reikningsskila að kostnaður
sé færður þegar til hans er stofnað, hvort
sem greiðsla hefur farið fram eða ekki. Það
er í raun þessi regla sem krefst þess að
koslnaður af lífeyrissamningum við starfs-
46