Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Síða 50

Frjáls verslun - 01.03.1999, Síða 50
Guðbjörg IS, stundum kölluð flaggskip íslenska togaraflotans, var í eigu Samherja en siglir nú undir þýsku flaggi. Guggan var smtðuð í Noregi 1994 og við sölu hennar hœkkar meðalaldur togara Samherja um tæp 3 ár. Guðbjörgin ber nú nafhið Hannover NC-100 Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson. Flaggskipið selt Meðalaldur íslenska togarflotans er slétt 19 ár, sem mörgum þykir heldur hátt. Meðalaldurinn hœkkaði um brot úr ári þegar Guðbjörg IS, eitt afyngri skiþum flotans og það frægasta, var selt til Þýskalands. uðbjörg ÍS 46 kom til landsins í árslok 1994 og var að margra mati eitt fullkomnasta fiskiskip við Norður-Atlantshaf ef ekki í öllum heimin- um. Skipið var þriðji togarinn með sama nafni sem smíðaður var fyrir útgerðaríyrir- tækið Hrönn á Isafirði sem áður hafði gert út smærri báta undir þessu nafni um ára- tuga skeið. Eins og hinir togararnir var Guðbjörg smíðuð í Noregi, nánar tiltekið í Flekkefjord og var ekkert til sparað. Skipstjóri á Guðbjörgu og jafnframt einn aðaleigandi var aflaklóin og þjóð- sagnapersónan Asgeir Guðbjartsson á Isa- firði, alræmt hörkutól og sæúlfur. Undir hans stjórn höfðu hinar ýmsu Guðbjargir gegnum árin sett hvert aflametið á fætur öðru og árum saman haíði Guðbjörg ÍS verið aflahæsti togari íslenska flotans. Eftir að kvótakerfi í fiskveiðum gerði nafnbót aflakóngs í rauninni marklausa var Guð- björgin árum saman í efsta sæti þegar afla- TEXTI: PflLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON verðmæti skipa var borið sarnan í árslok. Utgerðin átti einna mestan kvóta íslenskra fiskiskipa byggt á aflareynslu undanfar- inna ára. Ásgeir var, árið 1994, farinn að reskjast en gaf þó lítt eftir en sonur hans Guðbjartur hafði þó að miklu leyti tekið við stjórn skipsins en þótti varla standa föður sínum á sporði. Það var því að ekki að ófyrirsynju að al- mennt var Guðbjörgin álitin flaggskip ís- lenska fiskiskipaflotans. Hún er alltof dýr, sögöu menn Þegar 50

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.