Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Page 51

Frjáls verslun - 01.03.1999, Page 51
Pétur Jónsson RE er yngsti togarinn í flotanum, smíðaður í Noregi 1997. Hann er eingöngu gerður út til rœkjuveiða. SJÁVARÚTVEGUR „Guggan“, eins og hún var yfirleitt kölluð, kom til landsins heyrðust efasemdaraddir sem töldu að skipið væri alltof dýrt og íburðarmikið og rekstrargrundvöllur fyrir því væri nákvæmlega enginn. Asgeir kapteinn sussaði á menn og sagði það einkamál eigendanna hvert kaupverðið hefði verið og ef skipið veiddi fyrir 500 milljónir á ári að aflaverðmæti myndi allt fara vel. Aldrei fékkst nákvæmlega upp gefið hvert kaupverð skipsins var þrátt fyrir ýmsar vangaveltur og heyrðust tölur allt frá einum milljarði upp í 1,8 milljarða. Raunverulegt kaupverð mun hafa verið um miðja vegu milli þessara talna, eða um 1.600 milljónir króna. Árið áður en Guðbjörg kom til landsins kom Vigri RE til Reykjavíkur, nýr frá Flekkeijord í Noregi. Vigri mun hafa kost- að um 1.000 milljónir og er enn gerður út af Ögurvík og heyrist ekki annað en sú út- gerð gangi vel. Um líkt leyti og Guðbjörg kom til landsins kom annar nýsmíðaður togari frá Noregi. Það var Arnar HU sem var í eigu Skagstrendings á Skagaströnd. Það fór því ekki hjá því að margir bæru skipin saman, bæði hvað varðaði verð og rekstrargrund- völl. Kaupverð Arnars var ekki heldur gef- ið upp en útgerðin átti ekki eins mikinn kvóta til þess að veiða eins og Hrönn og fljótlega viðurkenndi útgerð Arnars að menn hefðu reist sér hurðarás um öxl með smíðinni. Guðbjörg seld Guðbjörgin sótti sjóinn fast fyrstu tvö árin eftir heimkomuna og ekkert heyrðist um erfiðan rekstur. Það var síðan í árslok 1996, rúmum tveimur árum eftir heimkomuna að útgerðarfyrirtækið Hrönn var sameinað Samherja á Akureyri. Þá urðu margir til þess að rifja upp fyrri hrakspár og fullyrða að erfiður rekstur hefði knúið eigendurna til sölu. Hvorki Ás- geir né forsvarsmenn Samherja léðu máls á þessum spádómum og Samherjamenn sögðu að hvernig sem allt veltist yrði Guð- björgin áfram flaggskip íslenska flotans og gerð út frá ísafirði. Ásgeir sagðist vera að setjast í helgan stein og vera frjáls að því að selja þeim sem vildu kaupa sitt fyrirtæki. Enn líða tvö ár og í byrjun þessa árs var skýrt frá því að Samherji hefði selt Guð- björgina úr landi til Deutsche Fischfang Union í Cuxhaven í Þýskalandi sem er reyndar að 99% í eigu Samheija. í þessu sambandi er rétt að rifja upp að í ársbyijun 1996 gáfust eigendur Arnars upp á útgerðinni og seldu skipið góða af höndum sér tíl Grænlands eför tveggja og hálfs árs útgerð. Söluverð skipsins var þá einn milljarður en þá var verð á nýsmíði talið vera um 1300 milljónir. í staðinn var keyptur annar og eldri Arnar, smíðaður 1986 og gerðar á honum verulegar endur- bætur. Þau tvö ár sem Arnar HU var gerður út var aflaverðmætí skipsins 500-550 milljónir hvort ár en hefði, samkvæmt útreikning- um útgerðarinnar, þurft að ná 700 milljón- um árlega. Þeir yngstu eru á rækjuveiðum Guðbjörg ÍS var meðal allra yngstu skipa í togaraflot- anum og eftir söluna á henni verður með- alaldur íslenskra togara 19.0 ár og hækkar örlítið. íslenskir togarar á skrá í ársbyijun 1999 eru 102. Til samanburðar má geta þess að meðalaldur allra íslenskra þilfars- skipa að skuttogurum meðtöldum er 21 ár skv. upplýsingum frá Siglingamálastofnun. Af örlögum Arnars og nú Guðbjargar mætti ef tíl vill draga þá ályktun að íslensk- ir útgerðarmenn hefðu ekki bolmagn til þess að endurnýja togaraílotann og því væri tekið fyrir eðlilega framþróun í flotanum. Tvö yngstu skipin í togaraflotanum eiga það sameiginlegt að vera gerð út eingöngu tíl rækjuveiða og sækja mikið í veiðar utan landhelginnar. Þetta eru annars vegar Helga RE, sem er smíðuð í Noregi 1996, og hinsvegar Pétur Jónsson RE, sem var smíðaður í Noregi 1997. Bæði skipin eru gerð út frá Reykjavík. Ef við lítum á aflahæstu togarana sem stunda bolfiskveiðar kemur í ljós að yngstu skipin eru Blængur NK, smíðaður á Spáni 1993, Baldvin Þorsteinsson EA, smíðaður í Noregi 1992, og Þerney RE, smíðuð í Nor- egi 1992. Þessir þrír togarar eru í eigu öfl- ugustu útgerðarfyrirtækja landsins. Síld- arvinnslan á Neskaupstað á Blæng, Sam- herji á Baldvin Þorsteinsson og Grandi á Þerney. Rækjutogararnir tveir, sem eru nýjastír allra í flotanum, eru hinsvegar í einkaeign ef svo má að orði komast. Ár- mann Ármannsson er aðaleigandi Helgu og Pétur Stefánsson er eigandi og að hluta skipstjóri á Pétri Jónssyni. Bæði skipin eru gerð út frá Reykjavík. Það er stundum talað um skuttogara- byltinguna í íslenskri togaraútgerð sem hófst af kraftí eftír 1970. Talsvert er deilt um það hver geti talist fyrstí íslenski skut- togarinn en ílestír hallast að því að Barði NK, sem kom til landsins í desember 1970, hafi verið fyrstur. Vigri RE, sem kom tíl landsins í október 1972, var hinsvegar fyrstí skuttogarinn sem var smíðaður sér- staklega fyrir Islendinga. ENGIN FRAMÞRÓUN flf örlögum flrnars og nú Guðbjargar mætti ef til vill draga þá ályktun að íslenskir út- gerðarmenn hefðu ekki bolmagn til hess að endurnýja togaraflotann og hvi væri tekið fyrir eðlilega framhróun i flotanum. H0RFT TIL FRAMTÍÐAR „Við erum að láta smíða fyrir okkur nýtt og stórt fjölveiðiskip sem mun koma inn i skipastól Samherja í stað Guðbjargar. Við erum fyrst og fremst að horfa til framtíðar." - Þorsteínn Már Baldvinsson 51

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.