Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 58

Frjáls verslun - 01.03.1999, Side 58
Örn Geirsson kynningarstjóri. Heimasiða Grafik Á heimasfðu Grafíkur, http://www.grafik.is, er að finna tilboðs- beiðni sem viðskiptavinir geta fyllt út vilji þeir fá tilboð í verk. Einfalt er að fylla út þetta form Prentsmiðjan Grafik er til húsa að Smiðjuvegi 3 í Kóþavogi. og tryggir það Grafík allar nauðsynlegar upp- Vilji og vandvirkni í □ rentsmiðjan Grafík varð til í ágústmánuði 1994 við samruna fyrirtækjanna Eddu hf„ sem var stofnuð 1936, og G.Ben. prentstofu hf„ sem var stofnuð 1967. Saga fyrirtækisins spannar meira en 60 ára tímabil. Heiti prentsmiðjunnar við samrunann varð G.Ben. Edda hf. en prentsmiðjunni var síðan gefið nafnið Grafík þann 17. maí 1996 sem ætlað er að tengja hana við hinn grafíska heim í nútíð og framtíð. Hjá prentsmiðjunni starfa 55 manns, gott fagfólk sem hefur að leiðarljósi „Vilja og vand- virkni í verki!" Tækjakostur hefur verið og er í stöðugri endurnýjun og hefur vöxtur fyrirtækisins verið stöðugur samfara því. Prentsmiðjustjóri er Sverrir Davíð Hauksson og fjármálastjóri Sigurður Thorarensen. Sverrirskoðar áferð þrentunar með Kristjáni Kristjánssyni verkstjóra í þrentsal. Kynning á prent- smiðjunni undir nýju nafni hefur verið töluverð og má í því sambandi nefna möppu sem hefur að geyma allar helstu upplýsingar sem varða vinnsluþætti ásamt tæknilegum upplýsingum fyrir þá sem vinna við hönnun og útfærslu prentgripa og gott er að hafa fyrir framan sig við útfærslu á þeim. Möppunni var dreift til þeirra sem starfa að hönnun og uppsetningu prentgripa og hefur upplýsingum úr henni nú einnig ver- ið komið fyrir á www.grafik.is á léttan og skemmtilegan hátt. Jón Orri, verkstjóri í forvinnslu, og Jónas framleiðslustjóri við nýju Herkules útkeyrsluvélina. lýsingar sem þarf til að gera sann- gjarnt og vel út reiknað til- boð. Á heimasíðunni eru einnig skýrar upplýsingar um það hvernig hag- anlegast er að ganga frá verkum til vinnslu í prent- smiðjunni en með góðri forvinnu prentgagna geta viðskiptavinir sparað bæði tíma og peninga. Umsjón með kynningu á prentsmiðjunni og efnis- töku við gerð á möppu og heimasíðu var í höndum Arnar Geirssonar. Grafík leggur metnað sinn í hraða og vand- aða þjónustu sem byggir á góðum tækjabún- aði sem enn á eftir að aukast á yfirstandandi ári. Forvinnslan er mjög góðum tækjum búin, en í þeirri deild er endurnýjun hvað hröðust. Nýlega var tekin í notkun filmuútkeyrsluvél af gerðinni Herkules sem er ein fullkomnasta vél sem þekkisttil filmugerðar. 58 MMMMWllilíl

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.