Frjáls verslun - 01.03.1999, Page 60
fljótandi frystíhús sem skilaði fyrsta flokks
vöru í land. En útgerðin gekk brösuglega
af ýmsum ástæðum og endaði í gjaldþrotí.
Jakob var í sumarfríi í Danmörku og
var með föður sínum að kaupa inn hús-
gögn í sumarbústað ijölskyldunnar. Hann
varð hrifinn af búðinni sem þeir versluðu í
þar sem seld var vefnaðarvara og létt hús-
gögn á lágu verði. Hann vantaði atvinnu og
skömmu síðar var hann búinn að panta inn
vörur í svipuðum stíl og búinn að leigja sér
500 fermetra húsnæði í Færeyjum og opna
Rúmfatalagerinn.
Rúmfatalagerinn gekk vel í Færeyjum
og Jakob fór að svipast um eftir fleiri tæki-
færum. Hann haiði oft komið til Islands
sem sjómaður á færeyskum línubátum til
að taka vatn og vistír og þangað beindi
hann sjónum sínum.
Áður en fyrsta starfsár hans í kaup-
mennskunni var á enda var hann búinn að
leigja 1.100 fermetra af KRON í Kópavogi
og fyrstí Rúmfatalagerinn á Islandi var orð-
inn að veruleika.
„Eg veit eiginlega ekki af hverju þetta
gerðist svona,“ segir Jakob í samtali við
Frjálsa verslun. „Eg kunni í rauninni ekk-
ert að versla, ég gerði bara það sem mér
fannst vera rétt. En það þýðir ekkert að
reyna að reikna út alla skapaða hluti held-
ur verður maður að treysta innsæi sínu eða
sjötta skilningavitinu. Það geri ég oft og
maður á að gera meira af því. En maður má
ekki vera of stressaður.
Eg vildi bara verða kaupmaður og dreif
í því. Skömmu eftír að ég gerði fyrstu pönt-
unina var hringt og mér boðið pláss á
grænlenskum rækjutogara. En þá var það
of seint.“
Jakob Jakobsen er Fœreyingur sem rekursjö verslanirí þremur löndum undir nafni Rúmfatala-
gersins, þar affimm á íslandi. Hann gerðist kaupmaður eftir langan feril á sjónum.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
Sjómaðurinn sem
Kaupmaöurinn í Rúmfatalagernum, Jakob Jakobsen, byrjaöi 13 ára til sjós og
seldur ákvaö hann aö snúa
rið 1986 stóð færeyski sjómaður-
inn Jakob Jakobsen á krossgöt-
um. Hann hafði stundað sjóinn frá
unga aldri, fór fyrst til sjós 13 ára gamall og
um nokkurra ára skeið hafði hann verið
stýrimaður og afleysingaskipstjóri á togar-
anum Reynsatindi frá Færeyjum. Reynsa-
tindur var einn stærsti og fullkomnasti
frystítogari heimsins með 72 manna áhöfn,
TEXTI: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON
Það seldisl allt á þremur dögum Þegar
Rúmfatalagerinn var stofnaður á Islandi
máttu erlendir ríkisborgarar ekki eiga
meirihluta í fyrirtækjum hérlendis. Jakob
stofnaði því til samstarfs við nafna sinn og
samlanda Jakob Purkhus, sem var og er
60