Frjáls verslun - 01.03.1999, Qupperneq 70
Hjónin Kristján Árnason og Sigríður Þórhallsdóttir, eigendur húsgagnaverslunarinnarMarco.
Þau selja ,,ameríska drauminn“, amerísk rúm, og eru með umboð jyrir Sealy í Bandaríkjun-
um, stœrsta dýnuframleiðanda heims. FV-mynd: Kristín Bogadóttir.
Bylting á (jaðrakerfi Um helstu nýjung-
arnar á markaönum er það að segja að
Sealy er núna að kynna byltingu í útfærslu
á ijaðrakerfi, bæði í efri og neðri dýnunni.
Þetta segir Kristján að sanni enn einu sinni
að Sealy sé leiðandi á markaðnum. „Ferlið
að þesssum breytingum, sem núna er ver-
ið að kynna, hefur staðið yfir í fimm ár og
hefur kostað Sealy tuttugu milljónir doll-
aukist töluvert á miili ára. Hann segir það
hafa verið einstakt að sjá þau viðbrögð sem
urðu við amerísku rúmunum þegar versl-
unin við Langholtsveg var opnuð.
„Við fengum geysilega sterk viðbrögð
strax. Það var greinilegt að ákveðin eftir-
spurn eftir amerískum rúmum hafði lengi
verið til staðar. Fólk brást strax vel við
fyrstu auglýsingunni. Síðan hefur verið
stöðugur uppgangur hjá okkur og amer-
ísku rúmin orðið æ vinsælli á markaðnum.
Fólk skynjar orðið hversu miklu máli
skiptir að sofa í góðu rúmi; ekki einöngu
til þess að sofa vel heldur einnig til mæta
hveijum nýjum degi vel úthvíldur - en ekki
skakkur og skældur.“
Ameríski draumurinn í Marco
Hjónin Kristján Arnason og Sigríður Þórhallsdóttir, eigendur Marco, segja amerísk rúm afar vinsæl
hérlendis. Marco er með umboð Jyrir Sealy, stærsta dýnuframleiðanda heims.
yrir rúmum tíu árum voru amerísk rúm, hinn svonefndi ameríski draumur, ekki
fáanleg á Islandi. Það breyttist eftir að hjónin Kristján Árnason og Sigríður Þór-
hallsdóttir opnuðu húsgagnaverslunina Marco árið 1988. Til að byrja með var
verslunin til húsa á Langholtsveginum en flutti stórt og glæsilegt
húsnæði árið 1997 í Mörkinni 4. Marco er nú í hópi
stærstu húsgagnaverslana á landinu - en hún hefur
það sérkenni að versla nær eingöngu með bandarísk-
ar vörur.
„Marco er einkaumboðsaðili fyrir Sealy í Banda-
ríkjunum sem er stærsti dýnuframleiðandi í heimin-
um og jafnframt leiðandi í dýnuiðnaðinum. Marco
hefur boðið upp á dýnur frá Sealy frá 1989. Sealy ver
hærri fjármunum í þróunarvinnu og kerfisbundnar
rannsóknir en nokkur annar dýnuframleiðandi."
„Við höfum átt mjög gott samstarf við Sealy i gegn-
um tíðina og ég tel að við hjá Marco höfum brotið blað
þegar við hófúm innflutning á amerískum rúmdýnum.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar - og upp á
síðkastið hefur nýjum verslunum með amersísk hús-
gögn skotið upp eins og gorkúlum."
Saian eykst þrátt iyrir samkeppni. Kristján vill ekki gefa upp hversu mörg rúm hann sel-
ur á ári hveiju. Hann segir aftur á móti að þrátt fyrir aukna samkeppni hafi salan hjá Marco
ara, eða um 1,5 milljarða. Þeir eru ekki
margir dýnuíramleiðendurnir sem gætu
leikið þetta eftir. Með allri virð-
ingu fyrir íslenskri framleiðslu
þá sýnir þetta dæmi okkur
hversu vanmáttug okkar fá-
menna þjóð er í raun. Við ís-
lendingar getum vart keppt
við fyrirtæki af þessari
stærðargráðu."
Auk rúmanna býður hús-
gagnaverslunin Marco upp
á ýmislegt fleira. Sérstaða
verslunarinnar er að bjóða
nær eingöngu upp á amer-
ískar vörur. Má þar t.d.
nefna hvíldarstólana og
hvíldarsófana sem hafa
slegið rækilega í gegn á
Islandi. Einnig býður Marco upp á gott úr-
val af svefnherbergishúsgögnum, rúm-
fatnaði, handklæðum, baðvörum og ýmsu
fleira. B3
70