Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 8

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 8
Vibskiptavinur pantar hjá jyrirtæki. r slandspóstur hefur tekið upp nýja þjónustu við viðskipta- vini sína. Hún felst í því að framvegis munu um 95% heim- ila í landinu fá vörusendingar, pakka og ábyrgðarbréf heim að dyrum allt að fimm sinnum í viku, án aukakostnaðar. Með auknum kröfum um meiri hraða í afgreiðslu á vörum milli fyr- irtækja og viðskiptavina kemur íslandspóstur með þessa nýjung í þjónustu. Opnar fyrirtækjum möguleika á auknu hagræði Með því að nýta bílaflota og öflugt dreifi- kerfi Póstsins opnast fyrirtækjum nýir mögu- leikar til að veita viðskipavinum betri þjón- ustu og hagræða um leið í rekstri. Meiri hraði f viðskiptum gerir kröfu um tíðari afgreiöslu og afhendingu og einfaldar inn- kaup frá birgjum. Fyrirtæki þurfa ekki að gera jafnstórar pantanir og áður og þar af leiðandi liggja þau heldur ekki með jafn mikið af birgðum og vöruflæði verður jafnara. Þetta sparar fjármagn bæði í innkaupum, lagerhaldi og í húsnæði undir vörur. Styður mikinn vöxt heimaverslunar Net- og heimaverslun er mjög ört vaxandi og hvergi í heiminum eru Pósturinn tekur við greiðslum við af- hendingu sendinga Heimsendingarþjónusta Póstsins nær ekki aðeins til innlendra vörusendinga heldur einnig til sendinga sem ber- ast erlendis frá. Þeir sem keyra út sendingarnar geta tekið við greiðslum fyrir þær, annað hvort með debetkortum eða peningum. Áætlað er að um einni og hálfri milljón send- inga verði dreift með þessum hætti á árinu 2000. Heimkeyrsla til heimila á kvöldin og fyr- irtækja á daginn Um 85% heimila í helstu þéttbýliskjörnum landsins geta átt von á heimsendingum Póstsins fimm daga í viku. Sendingarnar verða á þessum stöðum keyrðar til fyrirtækja á daginn en til heimila á milli klukkan 17 og 22 á kvöldin. Fyrirtœkjaþjónusta Póstsins sækir þakkana. Sé enginn heima á þeim tíma þarf að sækja pakkana á næsta pósthús. Heimakstursend- inga verður 3-5 sinnum í viku til 5% lands- manna og einu sinni í viku til um 6% lands- manna. Með heimakstri er verið að færa af- hendingu póstsendinga úr pósthúsakerfinu yfir í afhendingu til viðskiptavina á heimili þeirra eða vinnustað. Þetta kerfi mun verða í áframhaldandi þróun hjá Póstinum. Pakkarnir heim að dyrum með Póstinum 8 nniffmJiwmiM

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.