Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 14

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 14
FRETTIR Gunnar Órn Kristjánsson, forstjóri SÍF, Björgólfur Guðmundsson frá KR-Sþorti, og Aðalsteinn Valdi- marsson frá Landsteinum. FV-mynd: Geir Ólafsson IÍF hlaut markaðsverð- ! laun Imarks, Félags ís- I lensks markaðsfólks, á dögunum. Verðlaunin voru veitt í níunda skiptið. Kári Stefánsson, forstjóri Islenskrar erfðagrein- ingar, var við sama tækifæri val- inn markaðsmaður ársins. Auk SIF voru Landsteinar og KR- Sport tilnefnd til markaðsverð- launa. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, af- henti fulltrúum félaganna viður- kenningar. Imark fékk tillögur um markaðsfyrirtæki ársins frá stjórnendum 100 stærstu fyrir- tækja landsins. „Þessi verðlaun eru hvatning tíl áframhaldandi markaðssetningar á afurðum fé- lagsins tíl neytenda," sagði Gunn- ar Örn Kristjánsson, forstjóri SIF, meðal annars þegar hann tók við viðurkenningunni. ffl SIF fékk verðlaun Imarks Rými sérhæfir sig í vörustjórnun □ ými ehf. er nýtt dótturfyrirtæki Ofnasmiðjunnar, sem sérhæfir sig í hönnun lausna á sviði innri vörustjórnunar (internal logistics). Meginmarkmið okkar er að tryggja viðskiptavinum okkar betri nýtingu viðskiptarýmis almennt, s.s. lager- skrifstofu- eða verslunarrýmis. Sam- hliða aðstoðum við viðskiptavini okkar við að auka vinnuhagræði, bæta með- Könnun Frjálsrar verslunar: Framsóknarflokkur sá fjórði stærsti Framsóknarflokkurinn yrði fjórði stærstí flokkur lands- ins ef gengið yrði til kosninga núna og fengi rúmlega 14% fylgi, samkvæmt könnun Frjálsrar verslunar sem gerð var dagana 27. tíl 30. janúar sl. Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist langmest, eða um 48%. Vinstri grænir fengju tæp 19% og Samfylkingin um 17%, samkvæmt sömu könnun. Frjálslyndi flokkurinn fengi tæp 2%. Fjöldi svarenda var 435. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef kosið væri til Alþingis í dag? ferð vöru og öryggi og ná fram sparn- aði í rekstri. A meðal nýjunga í þjón- ustu Rýmis er frí úttekt sérfræðinga á viðskiptarými,“ segir Thor Ólafsson, framkvæmdastjóri Rýmis. „Peter Drucker, einn virtasti stjórn- unarfræðingur okkar tíma, hefur látið hafa eftir sér að vörustjórnun sé síð- asta vígið í endurskipulagningu fyrir- tækja. Fyrst hafi framleiðsluferlið verið endurbætt, þá fjár- mála- og gæða- stjórnun og loks markaðs- og sölu- mál. Nú sé komið að vörustjórnun- arferlinu (logist- ics).“ Thor segir ennfremur að verksvið Rýmis spanni allt frá þarfagreiningu og Framkvæmdastjóri Rýmis er Thor Ólafsson, en hann starfaði áður við rekstur eigin ráð- gjafafyrirtækis og þar áður sem sölu- og markaðsstóri Flugfélags Islands. hönnun til uppsetningar og eftirlits. Mikið er lagt upp úr þekkingu og gæð- um og hefur Rými samstarf við marga stærstu og virtustu framleiðendur heims á lagerkerfum, verslunarinn- réttingum og tækjum til notkunar við innri vörustjórnun. Þess má geta að kynning á fræði- greininni „vörustjórnun" er hluti af starfsemi Rýmis. 33 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.