Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 39

Frjáls verslun - 01.01.2000, Page 39
Ragnar hefur opnað Euroþay upp á gátt innan frá og breytt stjórnunarstílnum. „ Við leggjum áherslu á valddreifingu og fylgjum hugmyndafræð- inni um hag hluthafa. Hér eru sex forstöðumenn sem ég kalla stjórnendur félagsins. Ég reyni að stilla mig um að stjórna þeim í smáatriðum en leiða hópinn þess í stað. “ FV-myndir: Geir Olafsson. ir við: „Ef ég ætti að gefa honum ráð þá væru þau að hvetja starfsmenn meira, rækta með sér leiðtogahlutverkið og leggja áherslu á valddreifingu, sem ég hef raunar heyrt að hann sé að gera hjá Europay. Hann er fagmaður á fjármálasviðinu og það var gott að vinna með honum, en hann réð mig til Iðnaðarbank- ans á sínum tíma. Hér á árum áður þurftu starfsmenn að hafa nokkurt frumkvæði gagnvart honum í mannlegum samskipt- um.“ Þeir ijölmörgu sem rætt var við höfðu á orði að Ragnar væri einstaklega vel kvæntur og þar væri að finna sterkan bakhjarl hans. Eiginkona Ragnars er Aslaug Þor- geirsdóttir, kennari við Hofsstaðaskóla í Garðabæ, og eiga þau tvo syni. Svo |j|U skemmtilega vill til að þau Ragnar og Aslaug hafa þekkst frá því þau voru börn - en Ragnar var í sveit í sex sumur á bænum Grund r- íffillVIYND rund Vj c I Nafn: Ragnar Önundarson. Starf: Forstjóri Europay sem er með umboð fyrir greiðslu- kortin Eurocard og Mastercard. Aldur: 47 ára, fæddur 14. ágúst 1952. Fl'ölskylduhagir: Giftur Áslaugu Þorgeirsdóttur, kennara við Hofsstaðaskóla í Garðabæ, og eiga þau tvo syni, 21 árs og 17 ára. Foreldrar: Önundur Ásgeirsson, sem var forstjóri BP, síðar Olís, um árabil, og Eva Harne Ragnarsdóttir kennari. Áhugamál: Bókmenntir, stangaveiði, fluguhnýtingar, ijúpna- veiðar og sund. Stíllinn: Ákveðinn og stefnufastur sljórnandi. Afar fylginn sér. Hreinn og beinn í samskiptum við aðra og segir skoðanir sínar tæpitungulaust. Þykir íremur kröfuharður og gerir mönn- um það ljóst. Gæddur áberandi kímnigáfu. Sagður vel lesinn, fjölfróður og opinn fyrir nýjungum. Vinahópurinn: Bridge-félagarnir: Þórður Sverrisson, Eimskip, Hannes Guðmundsson, Securitas, Helgi Jóhannsson, Sam- vinnuferðum-Inndsýn, og Haraldur Sigurðsson augnlæknir. Veiðilélagarnir: Kristján Óskarsson, Glitni, Gísli Benedikts- son, Nýsköpunarsjóði, Sigurður B. Stefánsson, VÍB, Bragi Hannesson, fyrrv. forstjóri Iðnlánasjóðs, og Steingrímur Eiríks- son lögfræðingur. Aðrir: Nefna má Val Valsson bankastjóra og Jón Þórisson, framkvæmdastjóra hjá Islandsbanka. 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.